Frétt

bb.is | 26.09.2002 | 08:34Bundið slitlag komið alla leið milli Vatnsfjarðar og Bíldudals

Með lagningu hins nýja vegarkafla um Kleifaheiði, sem vígður verður á morgun, hefur náðst sá áfangi að komið er samfellt bundið slitlag á aðalveginn um byggðina í Vestur-Barðastrandarsýslu frá Vatnsfirði til Bíldudals, samtals um 100 km. Fyrsti kaflinn var lagður 1983 og hefur verið unnið að verkinu á hverju ári síðan. Þó að þessum áfanga sé náð er ýmislegt sem þarf að bæta, m.a. breikka einbreitt slitlag á nokkrum kafla og endurbyggja gamlar brýr. Fyrstu slitlagskaflarnir voru lagðir á gamla veginn lítt breyttan og verður þörf á að endurbyggja suma þeirra síðar, þar sem þeir fullnægja ekki þeim kröfum sem nú eru gerðar, eftir því sem fram kemur í greinargerð Gísla Eiríkssonar, umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Vestfjörðum.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vígir nýja veginn á morgun og fer rúta frá Dagverðardal við Ísafjörð með gesti til móts við ráðherra, verktaka og heimamenn á Suðurfjörðum. Athöfnin mun fara fram við Kleifabúann en að henni lokinni verður boðið upp á veitingar í félagsheimilinu á Patreksfirði.

Nokkrir erfiðleikar komu upp við gerð hins nýja vegar, eins og eðlilegt er við vegagerð um bratta fjallvegi. Öll vandamál tókst að leysa og segja má að verkið hafi gengið betur og betur eftir því sem á leið og lauk því á tilsettum tíma. Eftir er að leggja efra lag klæðingar á 7 km og sá grasfræi í sárin en það er samkvæmt áætlun.

Í ítarlegri og fróðlegri greinargerð um þessa framkvæmd segir Gísli Eiríksson:

Frá fornu fari hefur legið þjóðleið um Kleifaheiði á milli Patreksfjarðar og Barðastrandar. Bílfært varð yfir heiðina skömmu fyrir 1950 og á árunum eftir 1970 voru langir kaflar endurbyggðir. Síðast var lagður nýr kafli sumarið 1980 á þeim stað sem þá var snjóþyngstur, Hjallendalág innarlega á háheiðinni. Síðan hefur veginum ekkert verið breytt fyrr en hafist var handa við gerð nýs vegar yfir Kleifaheiði sumarið 2000. Er þeirri vegagerð nú að mestu lokið.

Heildarlengd kaflans frá Haukabergsá á Barðaströnd að vegamótum Örlygshafnarvegar í botni Patreksfjarðar er 12,1 km. Um það bil helming leiðarinnar Patreksfjarðarmegin er vegurinn á sama stað og gamli vegurinn en Barðastrandarmegin liggur hann á nýjum stað upp Mikladal. Á löngum köflum liggur vegurinn í brattri fjallshlíð og er þá öxlin breikkuð. Mesti langhalli er 9% á 400 m löngum kafla neðan Kleifabúa en annars 8% á löngum köflum. Hæsti punktur vegarins er í 411 m h.y.s.

Kennitölur vegarkaflans, sem lagður er samkvæmt vegflokki C2, eru þessar:

Breidd vegar 6,5 m
Breidd akbrautar 6,0 m
Fyllingar 443 þús. m3
Burðarlag 81 þús. m3
Bergskering 93 þús. m3
Áætlaður heildarkostnaður 300 m.kr.

Patreksfjarðarmegin voru aðrir kostir um legu vegarins ekki taldir koma til greina en athugaðir voru tveir kostir Barðastrandarmegin, það er á slóðum gamla vegarins og leiðin um Mikladal sem valin var. Nýr vegur á slóðum gamla vegarins um Aurbrekkur, efra og neðra Sjónarhól og Hjallendalág hefði verið um 700 m lengri, með tveimur kröppum beygjum og mesta langhalla um 9% í stað 8%. Kostnaður var álitinn svipaður, sama gilti um snjólög, en leiðin um Mikladal er þó á styttri kafla í mikilli hæð. Hún liggur reyndar um áður óspjallað land og veldur því meiri umhverfisáhrifum. Vegurinn um Kleifaheiði hefur hingað til reynst tiltölulega snjóléttur miðað við 400 m háan fjallveg á Vestfjörðum. Lítil reynsla er þó komin á nýja vegin hvað það varðar.

Starfsmenn umdæmisskrifstofu Vegagerðarinnar á Ísafirði hönnuðu veginn og sáu um eftirlit. Vegarkaflinn var boðinn út í tvennu lagi, fyrst 5 km í apríl 2000 og síðan 7 km í mars 2001. Verktakafyrirtækið Norðurtak hf. frá Sauðarkróki var með lægsta tilboð í báðum tilvikum og lagði allan veginn. Efnisvinnsla og lögn klæðingar voru ekki með í útboðunum. Efnisvinnslan var hluti af efnisvinnsluútboði á Vestfjörðum sem Myllan ehf. á Egilsstöðum sá um og klæðingarflokkur Vegagerðarinnar á Akureyri lagði klæðingarslitlagið ásamt annarri klæðingu á svæðinu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli