Frétt

| 01.02.2000 | 13:2148 lögbýli innan marka sveitarfélagsins

Heyfengur var góður í Ísafjarðarbæ á síðasta ári, að sögn Karls Guðmundssonar í Bæ í Súgandafirði, búfjáreftirlitsmanns í héraðinu. „Bændur heyjuðu vel á síðasta sumri og heyin eru almennt mjög góð. Árið áður var reyndar meira heyjað en þá voru heyin lakari", segir Karl.
Ásetningur búfjár er svipaður milli ára, enda þótt lögbýlum hafi fækkað um eitt, í Arnardal við Skutulsfjörð, því að aðrir hafa fjölgað hjá sér sem því nemur. Nú eru lögbýli innan marka Ísafjarðarbæjar 48 en í nokkrum tilvikum er um félagsbú að ræða og því fleiri en einn ábúandi á sama lögbýli.

Karl fylgist með öllu búfjárhaldi í Ísafjarðarbæ og annast forðagæslu. Samkvæmt mati hans er fóðurforðinn á svæðinu vel yfir 20% meiri en fóðurþörfin í vetur. Á lögbýlum er fóðurforðinn talinn liðlega 2,9 milljón fóðureiningar en fóðurþörfin tæplega 2,4 milljón FE. Utan lögbýla telst fóðurforðinn rúmlega 200 þúsund FE en fóðurþörfin liðlega 160 þúsund FE.

Nautgripir á svæðinu eru allir á lögbýlum og teljast 665, þar af 257 kýr, 59 kvígur, 132 kálfar og geldneyti teljast 219. Sauðfé telst 7.672, þar af 271 utan lögbýla. Hross teljast 238, þar af 160 utan lögbýla. Búfé utan lögbýla er að stærstum hluta á Ísafirði, en þar hafa margir búfjárhald að tómstundagamni.

Þegar Karl er spurður hversu vel sé að treysta tölum um hrossahald á svæðinu, í ljósi fullyrðinga um að skýrslum um hrossaeign sé almennt illa treystandi og hross í landinu muni þar vera mjög vantalin, segir hann: „Ég fer jafnan á alla staði, tel alla hesta og fer í öll hús, þannig að enginn hestur ætti að fara fram hjá mér. Ég er í góðu sambandi við búfjáreigendur og þá sjaldan ég næ ekki að sjá öll hross, þá hef ég trausta heimildarmenn. Að mínu áliti höfum við haldið mjög vel utan um þetta hér, þó að annars staðar á landinu kunni að vera pottur brotinn í þessum efnum."

Karl Guðmundsson í Bæ hefur gegnt starfi búfjáreftirlitsmanns frá stofnun Ísafjarðarbæjar við sameiningu sveitarfélaganna árið 1996. Áður hafði hann annast fóðureftirlit í Súgandafirði um fimmtán til tuttugu ára skeið.

bb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli