Frétt

mbl.is | 25.09.2002 | 09:37Vill styttur af Guðna Bergssyni um allt England

Enska knattspyrnusambandið ætti að útbúa styttu af Íslendingnum og gefa afsteypur til menntastofnana vítt og breitt um landið, því Guðni Bergsson er fyrirmynd þeirra sem telja sig ekki geta sameinað atvinnumennsku og nám. Hann er afreksmaður á báðum sviðum,\" segir Garside m.a. í grein sinni um Guðna, sem er sá erlendi leikmaður sem lengst hefur verið á mála hjá enskum liðum, í fjórtán ár. Í sjö ár hefur hann verið hjá Bolton Wanderers en hann kom fyrst til Tottenham frá Val árið 1988.
Guðni segir að hugarfarið sé mismunandi í löndunum tveimur. \"Hér á Englandi eru ungir knattspyrnumenn með hugann við að komast á samning hjá atvinnumannaliðum, 15-16 ára gamlir, sem svokallaðir lærlingar. Fátt annað kemst að í þeirra huga og námið situr oft á hakanum komist þeir á samning og byrja að leika með liðum sínum. Á Íslandi er þessu öfugt farið, knattspyrnan er áhugamálið og ungir knattspyrnumenn hafa ekkert val, þeir verða að mennta sig. Atvinnumennskan er ekki sjálfsögð, eins og hér á Englandi. Ég stóð í þessum sporum á Íslandi, valdi lögfræðina og ákvað að klára námið eftir að ég gerðist atvinnumaður,\" segir Guðni og bætir því við að hann hafi reynt að miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna Bolton liðsins. \"Tölfræðin sýnir að aðeins 1/10 hluti þeirra leikmanna sem komast á samning sem lærlingar ná alla leið og gera samninga sem atvinnumenn. Þessar tölur sýna að menn verða að hafa varaplan og þar er menntunin mikilvægust,\" segir Guðni.

Miklar breytingar hafa verið á liði Bolton frá því að Guðni kom til liðsins og er fyrirliðinn ánægður með þróunina hjá félaginu. \"Ég hef átt góðar stundir hjá Bolton, dóttir mín fæddist hér, sonur minn gekk í skóla hér og það er nánast fyndið að heyra þau tala ensku með sama hreim og innfæddir borgarbúar,\" segir Guðni, en eiginkona hans og börnin tvö hafa búið á Íslandi undanfarin misseri og beðið þess að Guðni lyki sínum ferli hjá Bolton.

\"Ég var glaður að eitthvað lið sýndi mér áhuga eftir að ég hafði lítið leiki með Tottenham vegna bakmeiðsla. Er ég kom til Bolton voru ekki margir þekktir leikmenn í liðinu, Alan Stubbs og Jason McAteer voru þeir þekktustu. Það er því ótrúlegt að sjá breytinguna sem Sam Allardyce hefur gert sem knattspyrnustjóri félagsins. Hver hefði trúað því að Bolton myndi mæta til leiks með leikmann úr heims- og Evrópumeistaraliði, Youri Djorkaeff, og fyrrum Evrópumeistara frá Real Madrid, Ivan Campo? Knattspyrnunni hefur fleygt fram frá því ég kom hingað fyrst. Erlendir leikmenn hafa komið inn með meiri tækni og hraða sem ungir enskir leikmenn verða nú að tileinka sér ætli þeir sér að ná langt. Við erum með nokkra slíka hér í Bolton og framtíðin er því björt fyrir félagið,\" segir Guðni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli