Frétt

bb.is | 18.09.2002 | 07:52Aftur sótt um styrk til rannsókna á bæjarstæði Eyrar í Skutulsfirði

Kirkjustaðurinn Eyri við Skutulsfjörð árið 1867. Þá var nýsmíðuð sú kirkja sem lengi stóð en fórst í bruna fyrir fimmtán árum. Ljósm. Sigfús Eymundsson.
Kirkjustaðurinn Eyri við Skutulsfjörð árið 1867. Þá var nýsmíðuð sú kirkja sem lengi stóð en fórst í bruna fyrir fimmtán árum. Ljósm. Sigfús Eymundsson.
Á síðasta ári sótti Ísafjarðarbær um styrk úr Kristnihátíðarsjóði til forkönnunar á gamla bæjarstæðinu á Eyri í Skutulsfirði. Þar er um að ræða gamla bæjarhóllinn á Eyrartúni, auða svæðinu milli kirkjugarðsins, Túngötu og gamla sjúkrahússins á Ísafirði. Umsókn þessi var lögð fram í samstarfi við Orra Vésteinsson hjá Fornleifastofnun Íslands en styrkur fékkst ekki í það skipti. Ákveðið hefur verið að sækja um á ný en frestur til þess rennur út í lok þessarar viku.
Bæjarstjórinn á Ísafirði, Halldór Halldórsson, hefur rætt við Ragnar Edvardsson fornleifafræðing, sem vinnur að fornleifarannsóknum á Vestfjörðum, um möguleika á samstarfi um nýja umsókn. Þá hefur hann ásamt Jóni Sigurpálssyni og Heimi G. Hanssyni frá Byggðasafni Vestfjarða setið fund með Jóni Þ. Þór sagnfræðingi, höfundi Sögu Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna, og Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðingi um enn víðtækara samstarf.

Niðurstaðan er sú að sækja um aftur í samstarfi við þessa sérfræðinga og freista þess að fá fjármagn til að vinna löngu þarft verkefni í fornleifauppgreftri. „Þess má vænta að slíkt verkefni hafi ekki einungis þau áhrif að skapa störf í kringum uppgröftinn heldur hafi það einnig jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna en mjög vinsælt er að setja upp sýningar í tengslum við fornleifagröft“, segir Halldór, en slíkt fellur undir menningartengda ferðaþjónustu.

Bærinn gamli er löngu horfinn en Eyrartún á milli Túngötu og gamla kirkjugarðsins á Ísafirði er ennþá vel þekkt og opið svæði. Mjög forvitnilegt verður að telja, fyrir margra hluta sakir, að kanna þetta forna bæjarstæði.

Ýmsir hafa viljað telja að Eyri hafi verið landnámsjörð en fyrir því er engin vissa þótt almennar líkur séu nokkrar. Afar lítið er vitað um upphaf byggðar í Skutulsfirði. Landnámabók fer um svæðið í símskeytastíl að heita má líkt og víðar vestra. Þar er Helgi Hrólfsson sagður landnámsmaður í Skutulsfirði án þess að getið sé bústaðar hans en Þórólfur brækir nam fjörðinn „suman“ (að hluta) og Skálavík og bjó þar, segir í Landnámu, hvar sem sú Skálavík hefur verið.

Hins vegar hefur Eyri verið kirkjustaður um langar aldir og margar. Einna frægastur er staðurinn væntanlega af málum séra Jóns þumlungs Magnússonar, sem andskotinn og árar hans plöguðu f.h. feðganna á Kirkjubóli í Skutulsfirði, sem báðir hétu Jón Jónsson. Fyrir þessar sakir voru þeir brenndir á báli árið 1656 og fór athöfnin fram neðan við Naustahvilft í Skutulsfirði, rétt þar fyrir ofan sem norðurendi flugbrautarinnar er nú.

Eyrarbærinn stóð á bæjarhólnum nokkru norðan við þann stað þar sem minnismerki Ragnars myndhöggvara Kjartanssonar um drukknaða sjómenn stendur nú. Bærinn hefur trúlega verið margbyggður á sama stað í aldanna rás eins og venja var. Hann var rifinn ekki allmörgum árum eftir að Ísafjarðarkirkja sem brann árið 1987 var fullger árið 1863. Tóftir bæjarins munu hafa verið jafnaðar út á dögum viðreisnarstjórnarinnar á sjöunda áratug nýliðinnar aldar.

Myndina sem hér fylgir tók Sigfús Eymundsson ljósmyndari árið 1867. Þar stendur hin nýja kirkja sem Einar Hálfdánarson smíðaði og gamli bærinn hefur ekki enn verið rifinn. Þetta er eina myndin af Eyrarbænum gamla sem vitað er um.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli