Frétt

Einar K. Guðfinnsson alþm. | 16.09.2002 | 08:49Vextirnir þurfa að lækka hraðar og meira

Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestfirðinga.
Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestfirðinga.
Eftir langt tímabil mikils aðhalds í peningamálum, lækka nú vextirnir stöðugt. Það er eðlilegt. Í efnahagslífinu ríkir mikið og gott jafnvægi. Sú spenna sem ríkti og margir höfðu áhyggjur af, er horfin. Viðskiptahallinn sem var helsta vandamálið í efnahagslífinu er að fjara út. Verðlagið er stöðugt og við erum nú þegar búin að ná þeim verðbólgumarkmiðum, sem við höfðum sett okkur að ná á næsta ári. Öll merki sem við sjáum á lofti í efnahagslífinu segja okkur því hið sama. Vextirnir eiga að lækka áfram, meira og hraðar.
Vel er skiljanlegt að Seðlabankinn vilji sýna varkárni. Seðlabankar eru í eðli sínu varkárar og íhaldssamar stofnanir þegar kemur að því að slaka út peningamálastjórnuninni. Nú er hins vegar mál að linni. Ráðleggingin til bankans er því afskaplega skýr: Það er ekki nóg að lina á vöxtunum, eins og gert hefur verið upp á síðkastið. Það er blátt áfram nauðsynlegt og mjög skynsamlegt að taka næsta vaxtalækkunarskref ennþá stærra en gert hefur verið upp á síðkastið.

Viðskiptahallinn hverfur sem dögg fyrir sólu

Ekki er langt síðan að menn höfðu miklar áhyggjur af viðskiptahallanum. Hinn mikli hagvöxtur sem hér var, leiddi til góðra lífskjara og almenningur notaði svigrúmið til mikillar einkaneyslu. Á þeim tíma sturtuðust inn heilu skipsfarmarnir af nýjum og fínum bílum. Og þegar sá skammtur var tæmdur, fóru menn í að kaupa sér tjaldvagna, fellihýsi og annað góss, sem í daglegu tali fólks var nefnt skuldahalar, vegna þess að flest var þetta fjármagnað með lánum.

Á sama tíma ríkti mikil bjartsýni á hinum nýja fjármagnsmarkaði og bernskubrekin sem menn frömdu á þeim árum á þessu sviði voru óteljandi og stórfurðuleg núna þegar við horfum til baka. Þar var greinilega kynnt undir óraunhæfar væntingar, sem fólk glaptist af því miður.

Fjárfestingar fyrirtækja voru líka miklar. Einkum á höfuðborgarsvæðinu. Verslanahallirnar risu upp í bland við skrifstofuhúsin og íbúðahverfin. Maður horfði á í forundran. Fyrir vikið hrannaðist upp viðskiptahalli. Ýmsir urðu til þess að spá mikilum hremmingum framundan í efnahagslífinu, harðri lendingu og vondum afdrifum fólks og fyrirtækja í landinu.

Ekkert af þessu rættist sem betur fer. Síðustu mánuðir og rúmlega það hafa verið tímar skynsamlegrar aðlögunar í þjóðfélaginu. Þökk sé þeim skipulagsbreytingum sem við höfðum gert og tryggði svigrúm markaðsaflanna á gengissviðinu.

Mikill viðskiptahalli er skýrt merki um að gjaldeyririnn sé of ódýr en krónan of dýr. Markaðurinn brást því við. Krónan lækkaði í íslenskum risastökkum en leitaði síðan jafnvægis. Afleiðinguna þekkjum við öll. Útflutningsgreinarnar, - sjávarútvegur, ferðaþjónusta og iðnaður, fengu sannarlega vítamínssprautu. Innflutningur dróst saman. Og afleiðingin? Jú hún varð sú að viðskiptahallinn er að verða að engu. Það er engin smábreyting frá þeim 80 milljörðum sem menn spáðu.

Nú er öldin önnur

Nú er öldin aldeilis önnur og stöðugleiki ríkir í þjóðfélaginu. Það er athyglisvert að hagtölurnar benda til þess að fólk sé fremur að reyna að greiða niður skuldirnar, en að þær séu að aukast. Það var almennur kaupmáttarauki núna og í fyrra upp á ein 5 prósent. Samt dróst einkaneyslan saman. Og hvað þýðir það á mannamáli? Einfaldlega það að fólk er að nýta peningana sína til þess að lækka skuldir, borga af bílalánunum, lækka yfirdrátt og annað þess háttar.

Lækkun vaxta við þessar aðstæður myndi fyrst og fremst létta þessu fólki lífið og auðvelda því að lækka skuldir sínar hraðar. Heimilin höfðu aukið skuldirnar sínar á undangengnum árum. Gylliboðin í bönkunum og fjármálastofnunum hafa náð tilætluðum árangri. Núna er svigrúmið víða horfið. Lækkun vaxta gæti því ekki leitt til útlánasprengju, af því að getan til þess að taka lá er þorrin.

Sama sagan úr atvinnulífinu

Nákvæmlega sömu sögu er að segja af atvinnulífinu. Þar eru fjárfestingar í lágmarki, með fáeinum undantekningum. Veruleg fjárfesting er að eiga sér stað í hótelum víða um land. Risaframkvæmdir má sjá á þeim sviðum og einnig all margar fjárfestingar af smærri toga. Þetta endurspeglar fyrst og fremst vöxt þannn sem hefur verið í atvinnugreininni og trú manna á áframhaldandi aukningu ferðamannastraums. Það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi.

Fá önnur dæmi sjást hins vegar um aðrar meiriháttar fjárfestingar í ativnnulífinu, nema erlendis þar sem fyrirtæki í útrás eru að nema land. Verslanahallirnar í Reykjavík eru ekki í þeim rífandi gangi sem forðum og ótrúlega víða má sjá skilti um húsnæði t

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli