Frétt

Ásta Möller alþingismaður | 15.09.2002 | 19:13Að sækja Vestfirði heim

Ásta Möller.
Ásta Möller.
Á undanförnum mánuðum hef ég tvívegis farið á vinnufundi sem hafa verið haldnir á Hótel Ísafirði. Seinni ferðin var farin um síðustu helgi. Tilefnið var undirbúningsfundur norrænna þingmanna fyrir ráðstefnu Alþjóðaþingmanna-sambandsins sem haldið verður í Genf seinna í mánuðinum. Einar K. Guðfinnsson er formaður norræna hópsins, en auk okkar Einars sat Gísli Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar einnig fundinn. Fundurinn heppnaðist mjög vel og tókst okkur norrænu þingmönnunum vel að stilla saman strengi okkar fyrir ráðstefnuna í Genf, en þar verður m.a. tekist á um nauðsynlegar breytingar á skipulagi samtakanna.
Ótrúleg náttúrufegurð og óvæntar uppákomur

Ástæða þess að ég set þessar línur á blað er þó fyrst og fremst sú stórkostlega upplifun sem Ísafjörður og nágrenni býður upp á fyrir ferðamenn. Í lok fundar á mánudaginn notuðum við tækifærið til að sýna gestum okkar perlur svæðisins í veðurblíðunni, en óvenjufallegt veður var um allt land þann dag. Komið var við í sjóminjasafninu í Ósvör, sem allir Íslendingar sem vilja skilja sögu sína ættu að heimsækja. Farið var upp á Bolafjall og í góðu skyggni sást vel yfir Djúpið og lágu Jökulfirðirnar fyrir fótum okkar. Ofan af háu fjallinu birtist okkur hið einkennandi landslag Vestfjarða, háslétta skorin með kröppum fjallshlíðum og djúpum fjörðum. Þaðan mátti einnig líta agnarsmáa báta á siglingu og veiðum í Djúpinu og í fjarska greindist í lítil hús við flæðarmálið inni í Jökulfjörðum. Frá Bolafjalli, sem reyndar hefur nýverið verið opnað fyrir almenningi, lá leiðin til Flateyrar þar sem snjóflóðamannvirkin voru m.a. skoðuð. Á heimleiðinni var stöðvað í miðjum göngum, þar sem beið okkar óvænt uppákoma. Af ótrúlegri hugvitsemi hafa heimamenn nýtt útskot í miðjum göngum, þar sem þeir bjóða upp á andlega og líkamlega hressingu, en rússneskur listamaður, sem býr á Ísafirði, tróð þar upp með harmonikkuleik.

Sigling og kvöldverður í Vigur

Í kvöldkyrrðinni var siglt út í Vigur með Hafsteini og Kiddý, sem reka fyrirtækið Sjóferðir og sigla með ferðafólk um Djúpið og í nálæga firði. Í Vigur tóku bændur á móti okkur og eftir stutta gönguferð var sest að snæðingi, sem Hugrún önnur húsfreyjan, átti heiðurinn af að töfra fram. Boðið var upp á lunda, nýjar íslenskar kartöflur, heimatilbúna rababarasultu, salat og smjörsoðinn lauk. Flestir gesta okkar voru að snæða sjófugl í fyrsta sinn á ævinni og gátu með engu móti líkt bragðinu við neitt sem þau höfðu áður reynt. Ingunn, hin húsfreyjan á eyjunni, sem er söngkona og söngkennari, fékkst til að taka nokkur lög við undirleik Gísla Einarssonar og toppaði það ferðina. Í ljósaskiptum var siglt til baka til Ísafjarðar. Gestir okkar voru himinlifandi og sænskur þingmaður, sem er að hætta þingmennsku eftir 17 ár, lýsti ferðinni sem stórkostlegustu upplifun þingmannsferils síns og hefur hann þó farið víða!

Ferðalag um Ísland utan sumartíma

Þessi frásögn er fyrst og fremst hugsuð sem hvatning til einstaklinga og fyrirtækja að nýta sér góða aðstöðu, einstaka fegurð landsins, ótrúlega gestrisni og hugvitssemi heimamanna til að skapa sérstaka upplifun fyrir þá sem sækja svæðið heim. Hvort sem tilgangurinn er upplyfting hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja, vinnufundir af ýmsum toga, fundir með erlendum viðskiptavinum, námskeið, ráðstefnur eða einfaldlega ferðalög fjölskyldunnar, þá er ljóst að heimamenn á Ísafirði og nágrenni hafa allar aðstæður til að taka vel á móti þeim og skapa ógleymanlega upplifun á öllum árstímum.

Ásta Möller alþingismaður.


Heimasíða Ástu Möller alþingismanns

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli