Frétt

maddaman.is - Einar Skúlason | 13.09.2002 | 10:05Súkkulaðimálið

Einar Skúlason.
Einar Skúlason.
Nýverið kom upp mál, sem varðar smábæinn Hershey í Bandaríkjunum og hugsanlega sölu fyrirtækisins Hershey. Hershey er smábær í Pennsylvaniu með 12.000 íbúum. Á sama stað er súkkulaðifyrirtækið þekkta með starfsemi, sem felur í sér um 6.200 störf fyrir svæðið. Þegar bæjarbúar fréttu af hugsanlegri sölu fyrirtækisins til alþjóðlegra framleiðenda á borð við Nestle eða Cadbury Schweppes þá runnu á þá tvær grímur og í framhaldinu hefur saksóknari fylkisins farið með málið fyrir dómstóla. Hann byggir athugasemdir sínar á því að þúsundir starfa séu í hættu og að ef meira en aldagamalli hefð súkkulaðiframleiðslu verði raskað þá sé samfélagsleg heill bæjarbúa sömuleiðis í hættu. Og svona fyrir áhugasama þá er saksóknarinn einnig í framboði sem fylkisstjóri þessa dagana og því einstaklega áhugasamur um öll mál sem hugsanlega koma honum í fjölmiðla.
Skólasjóður Milton S. Hershey á 77% í súkkulaðifyrirtækinu góðkunna og telja þær eigur ríflega helming eigna sjóðsins. Eins og nafnið bendir til, þá er tilgangur sjóðsins að styrkja menntun og eru styrkþegar að jafnaði um 1200 börn hverju sinni. Stjórn sjóðsins ákvað í sumar að freista þess að selja sinn hlut í súkkulaðifyrirtækinu til þess að dreifa áhættunni í fjárfestingastefnu sjóðsins í ljósi þess titrings sem hefur verið á fjármálamörkuðum.

Dómari í sýslunni tók undir kröfur saksóknarans og nú er tímabundið lögbann í gildi fyrir sölu fyrirtækisins eða þangað til dómstóllinn hefur metið hugsanlegar afleiðingar fyrir bæinn. Í gær (miðvikudag) mættu forsvarsmenn andstæðra sjónarmiða og skýrðu mál sitt fyrir réttinum, en rétturinn komst ekki að niðurstöðu um hvort aflétta ætti lögbanninu.

Nú skeggræða menn vestra um afleiðingar þessa og hvort fjárfestar í svipaðri aðstöðu þurfa að hafa áhyggjur af stöðu sinni. Það er að minnsta kosti víst að málið er tekið mjög alvarlega og þegar er farið að leita leiða út úr stöðunni, þ.e. að Skólasjóðurinn geti selt án þess að raska jafnvæginu með því að fyrirtækið kaupi sjálft hluta bréfanna. Fyrirtækið sjálft er altént ekki jafn verðmikið og áður þar sem hvers kyns hömlur draga úr verðgildi. Og á sama tíma hefur aldrei gengið jafn vel í rekstri þess.

Þá vekur þetta upp spurningar hvort málið geti hugsanlega verið fordæmisgefandi á öðrum vígstöðvum eða verði til þess að sams konar mál yrðu rekin. Hér á landi er þekkt að lítil bæjarfélög geta litlu um það ráðið hvort að kvóti sé seldur út úr byggðarlagi, en hins vegar getur tilvist kvóta ráðið öllu um tilvist bæjarfélaganna því ef enginn kvóti er, þá kemur enginn fiskur á land til vinnslu. Ef súkkulaðibærinn hefur eitthvað til síns máls, þá á það sama við flest sjávarpláss á Íslandi.

ES. Byggt á grein af vefslóð The Economist.

Pistillinn birtist á Maddaman.is.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli