Frétt

mbl.is | 13.09.2002 | 09:33Ölvuð og eftirlitslaus börn voru í lífshættu í miðbænum

Börn allt niður í þrettán aldur voru drukkin og eftirlitslaus í miðborg Reykjavíkur á síðustu menningarnótt. Kom það starfsfólki miðborgarstarfsins mjög á óvart að sjá nýjan aldurshóp undir áhrifum í miðbænum langt utan við leyfilegan útivistartíma. Hópamyndanir, slagsmál og ölvun hófust eftir miðnættið eins og kunnugt er, en það var hinn óvenjulega ungi aldur barnanna sem vakti hvað mesta athygli Jónu Hrannar Bolladóttur miðborgarprests og starfssystkina hennar.
Hún segir að margir foreldrar hafi líklega ekki áttað sig á því að framfylgja þyrfti reglum um útivistartíma barna og unglinga ekkert síður þessa nótt en aðrar. Þá hafi nánast óbærileg spenna verið í miðborginni um nóttina með tilheyrandi ofbeldi, oft tilefnislausu. Segir Jóna Hrönn að mörg börn hafi verið í beinni lífshættu um nóttina og umræða verði að fara fram um fyrirkomulag menningarnætur að ári til að fyrirbyggja að svona nokkuð endurtaki sig.

Á menningarnótt voru börn fædd1988 og 1989 á flækingi í bænum og þeim til viðbótar var óvenjustór hópur unglinga í áfengisneyslu. \"Miðað við það sem við höfum verið að sjá í miðbænum um helgar undanfarin misseri var þetta mjög óvanalegt,\" segir Jóna Hrönn.

Hún segir mikinn árangur hafa náðst í forvarnamálum sem snúa að útivistartíma barna og unglinga á síðastliðnum fjórum árum. \"En þessa nótt virðist sem foreldrar hafi haldið að það giltu önnur lög um útivistartíma en um aðrar helgar, sem er alger misskilningur. Okkur fullorðna fólkinu datt ekki hug að menningarnóttin snerist upp í útihátíð en á meðan við erum grandalaus eru unglingarnir okkar að breyta þessari hátíð í útihátíð.\"

Mbl.is

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli