Frétt

Stakkur 37. tbl. 2002 | 11.09.2002 | 11:59Gengisfall Orkubúsins

Orkubú Vestfjarða var ekki aðeins framfaraspor á sínum tíma. Það var stórt stökk fram á veginn, inn í nútímann. Margar litlar rafveitur sameinuðust í eina og heildsöluþátturinn var tekinn í fyrirtækið, því Rafmagnsveitur ríkisins lögðu sinn skerf starfseminnar inn í nýja heild. Þetta var fyrir aldarfjórðungi og stofnun OV jók íbúum á Vestfjörðum bjartsýni og þor. Ekki voru allir jafn bjartsýnir á árangurinn, sem sannast sagna verður að segja að hafi orðið framar björtustu vonum. Allir þættir varðandi orkusölu hafa tekið miklum framförum og fáum hefði dottið í hug að hægt yrði að koma upp hitaveitum í þéttbýli á Vestfjörðum, sem byggja á því að kynda upp vatn inn á sameiginlegt dreifikerfi eins raunin hefur orðið.

Þarflaust er að rekja söguna frekar en á ýmsu hefur gengið, einkum þó til framfara. Þó deila margir um ágæti þess að sveitarfélögin skyldu samþykkja að ríkið leysti til sín þeirra hlut í félaginu. Þegar það var ráðið blasti við að fjárvana sveitarfélögum var fárra kosta völ. Ríkið bauð gott verð. Sá sem enga peninga á en þarf þeirra við er tilneyddur að grípa til ráða sem ekki yrðu notuð þegar allt gengur vel. Auðvitað seldu sveitarfélögin hlutinn sinn enda ekki á öðru völ. Margt var jú orðið breytt á rúmum tveimur áratugum. Sveitarfélög sátu uppi með þunga skuldabyrði vegna félagslegs húsnæðis eðli málsins samkvæmt. Þau báru skyldu til að kaupa af þinglýstum eigendum, sem stundum höfðu í raun eignast húsin fyrir gráglettni áratuga langrar verðbólgu en sumir áttu lítið í, vart annað en réttinn til þess að kallast eigandi. Fækkun íbúa undanfarin einn og hálfan áratug var farin að segja rækilega til sín er litið var á tekjur sveitarfélaganna á Vestfjörðum.

Orkubúið átti þrátt fyrir allt að teljast stolt sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Fyrirtækið er vel rekið og hefur verið sýnt góða afkomu nokkra tíð eftir að hinni brýnu uppbyggingu lauk í framhaldi af stofnun þess. Kjarni málsins er auðvitað sá að sveitarfélögin seldu ríkinu sinn hlut, eign sem vaxið hafði mjög frá stofnun. Verðið var gott og aðstæður ýttu undir. Nú er hins vegar svo komið að fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, sem tók með sér skuttogara þegar hann fór til Akureyrar vill nú fá OV líka. Svo segir að minnsta kosti almannarómur og máltækið segir hann sjaldan ljúga. Stofna skal nýtt fyrirtæki úr Norðurorku á Akureyri, Rarik og OV. Skyndilega hefur verðmæti OV fallið niður í nærri þriðjung af því sem ríkð gaf fyrir hann. Einar Oddur Kristjánsson er hinn eini sem mótmælir framgangi iðnaðaráðherra í þessum efnum kröftuglega og bendir á ósanngirnina sem fylgir, enda allar líkur á því að forræði á OV tapist annað og þá til Akureyrar ef af verður.

Ósagt skal látið hvort í raun sé skynsamlegt að kaupa OV aftur til sveitarfélaganna. En standa verður vörð um að halda starfseminni innan héraðs. Ekki má gleyma upphafinu, bjartsýninni og kjarkinum, sem segir okkur einfaldlega á táknrænan hátt að það teljist ósigur ef OV yrði stýrt að norðan eða annars staðar en frá Ísafirði.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli