Frétt

bb.is | 11.09.2002 | 11:33Tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi eftir skrautlega afbrotahrinu

Liðlega þrítugur Ísfirðingur var í morgun dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða í tíu mánaða óskilorðisbundið fangelsi fyrir fjölmörg afbrot sem hann hefur framið á liðlega einu ári, einkum innbrot og þjófnaði auk fíkniefnabrota. Einnig var hann fundinn sekur um fólskulega líkamsárás á þáverandi eiginkonu sína. Eiginkonan var einnig fundin sek um líkamsárás á manninn en refsing hennar var felld niður. Maðurinn á langan afbrotaferil að baki. Konan hefur líka hlotið marga refsidóma en hefur að mati dómsins sýnt af sér bætta hegðun.
Brot þau sem maðurinn var ákærður og sakfelldur fyrir eru í stuttu máli fíkniefnabrot á Ísafirði í fyrrasumar, innbrot og þjófnaður í togara í Ísafjarðarhöfn í fyrrahaust þar sem hann stal ýmsum verðmætum auk lyfja og sprautunála, hnupl í verslun á Ísafirði í vetur og fíkniefnabrot á svipuðum tíma, innbrot í ýmis fyrirtæki í Vestrahúsinu á Ísafirði í febrúar, þar sem hann vann skemmdarverk og rótaði til í leit að verðmætum, og innbrot í skip í Reykjavík sömu erinda skömmu síðar. Síðan tók við mikill brotaferill sem hófst í júlímánuði síðastliðnum og stóð til 23. ágúst þegar hann var handtekinn og síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan. Þar má nefna búðarhnupl í Kringlunni í Reykjavík, lyfjaþjófnað úr skipi í slipp í Reykjavík, innbrot og tilraunir til lyfjaþjófnaðar í skipum í Ísafjarðarhöfn, innbrot, skemmdarverk og þjófnað í fyrirtækjum í Vestrahúsinu á Ísafirði, innbrot, skemmdarverk og tilraun til þjófnaðar í aðalstöðvum Orkubús Vestfjarða á Ísafirði, innbrot og lyfjaþjófnað á læknastofu í Reykjavík, innbrot, skemmdarverk og þjófnað á lyfjum og ýmsum verðmætum í skipi í slipp í Reykjavík, þjófnaði í úraverslunum í Reykjavík og innbrot í íbúð í Reykjavík í leit að lyfjum og verðmætum. Þá var hann handtekinn á innbrotsstað og hefur setið inni síðan.

Eins og áður segir var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir líkamsárás á þáverandi eiginkonu sína en atvikið átti sér stað í fyrrasumar. Þau lentu þá í átökum á heimili sínu á Ísafirði og voru bæði ákærð fyrir líkamsárás hvort á annað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið um kverkar konunnar og slegið hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og mar hægra megin í andliti. Konan var ákærð fyrir að hafa í sömu átökum stungið manninn í bakið með vasahnífi svo af hlaust grunnur skurður, um tveir sentimetrar á lengd, hægra megin á aftanverðum brjóstkassa. Ákæruvaldið krafðist þess að bæði yrðu dæmd til refsingar fyrir þessa verknaði.

Í dómnum segir, að konan hafi frá árinu 1989 hlotið átta dóma fyrir hegningarlagabrot, síðast með dómi Hæstaréttar Íslands í maí 1997, er hún var dæmd í 15 mánaða fangelsi. „Þá var hún árið 1991 sektuð tvisvar, fyrir fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Eftir að nefndur hæstaréttardómur gekk hefur hún ekki sætt öðrum refsingum en tveimur sektum fyrir umferðarlagabrot. Ákærða hefur aldrei sætt refsingu fyrir líkamsárás. Upplýst var við aðalmeðferð málsins að ákærða hafi nýlega verið metin hæf til samfélagsþjónustu. Ákærða hefur samkvæmt þessu sýnt af sér bætta hegðun undanfarið.“

Þótt leitt hafi verið í ljós að mati dómsins, að maðurinn hafi náð yfirhöndinni í átökunum við konu sína, þótti dómnum ekki verða byggt á því að hann hafi verið byrjaður svo alvarlega atlögu að ákærðu að henni verði metið það refsilaust á grundvelli neyðarvarnar að beita svo hættulegu áhaldi sem hnífi þeim sem hún notaði. Var hún því ekki sýknuð af ákæru fyrir líkamsárás en rétt þótti að refsing félli niður.

Fram kemur að maðurinn hefur frá árinu 1988 sætt 11 refsidómum og sex sáttum fyrir hegningar-, fíkniefna- og umferðarlagabrot, þar af sjö refsidómum fyrir m.a. þjófnað og skjalafals. Síðast var hann dæmdur í fangelsi í tvo mánuði árið 1999 fyrir þjófnað, en hefur síðan sætt einni sekt samkvæmt dómi árið 2000 fyrir fíkniefnalagabrot. Hann hefur ekki áður sætt refsingu fyrir líkamsárás. Frá refsingu ákærða dregst með fullri dagatölu gæsluvarðhald frá 23. ágúst 2002 allt til 11. september 2002.

Við ákvörðun refsingar mannsins leit dómurinn til þess að ákærði var nú sakfelldur „fyrir mörg innbrot og innbrotstilraunir, sem hann hefur framið á skömmum tíma og í sumum tilvikum valdið með þeim umtalsverðu tjóni og óþægindum. Hefur hann sýnt af sér einbeittan ásetning til þessarar brotastarfsemi.“ Var honum gert að sæta fangelsi í tíu mánuði auk þess sem fíkniefni sem lagt hafði verið hald á voru gerð upptæk.

Konunni var gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björns Jóhannessonar hdl., og kostnað vegna áverkavotto

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli