Frétt

kreml.is - Þröstur Freyr Gylfason | 09.09.2002 | 23:01Hvað gerði Davíð?

Þröstur Freyr Gylfason.
Þröstur Freyr Gylfason.
Svona var málum fyrirkomið árið 1990. Nú er 9. september 2002, og enn knýja fjölmiðlamenn dyra hjá borgarstjóra - í þetta sinn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur - til að spyrja hana þess sama og Davíð var spurður. Lítum aðeins betur á aðstæður Davíðs. Byrjum bara á byrjuninni og förum aftur til ársins 1989. Það er landsfundur Sjálfstæðisflokksins og Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins til átta ára er í ræðustólnum. Í dag, laugardaginn 7. október, lýsir Friðrik því yfir, að hann vilji draga sig til baka í sínu þriðja varaformannskjöri. Ástæðuna segir hann þá, að Davíð Oddsson borgarstjóri tilkynnti í gær, að hann væri tilbúinn að taka kjöri í varaformannskosningu á þessum fundi.
,,Frá þeirri stundu hef ég skoðað þetta mál rækilega... Mér hefur lengi verið ljóst að þar sem Davíð Oddsson fer er framtíðarforingi á ferð. Ég leyni því hins vegar ekki að ég hef haft efasemdir um að rétti tíminn sé kominn fyrir hann og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.\", segir Friðrik varaformaður meðal annars, og heldur áfram: ,,Davíð Oddsson hefur sjálfur tekið ákvörðun og lýst sig tilbúinn til að takast á hendur þetta verkefni strax... Ég vænti mikils af honum í nýju hlutverki fyrir Sjálfstæðisflokkinn.\"

[Gaman er að skjóta því hér inn, að þetta var í annað sinn sem Davíð Oddsson bauð sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrra skiptið var árið 1979, en þá var auk Davíðs kosið á milli Gunnars Thoroddsen og Matthíasar Bjarnasonar. Gunnar bar sigur úr býtum.]

Þremur mánuðum eftir landsfundinn kynnir Davíð fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1990. Það hefur verið nokkuð rólegt frá síðasta landsfundi, en Davíð hefur sinnt borgarmálunum af eljusemi líkt og borgarstjóra sæmir. Í landsmálunum starfa nú saman Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Borgaraflokkur, en þeir tóku við ríkisstjórnartaumunum mánuði áður en Davíð varð varaformaður.

Vorið 1990 er kosningavor í borginni, og fer fljótlega að bera á því. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra úr Alþýðubandalaginu líkir, í lok janúar, Davíð við hinn austur-evrópska kommúnistaforingja Ceausescu. (Mér fannst þetta bara svo magnað að ég varð að nefna það!) Nokkrum dögum síðar birtist skoðanakönnun á Stöð 2 um að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 70,5% atkvæða ef kosið yrði til borgarstjórnar nú. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1990 er kynntur 22. febrúar, en Davíð vinnur stórsigur í kosningunum 28. maí með 60,4% fylgi.

Enn gengur allt sinn vanagang, en eins og kemur fram í upphafi greinarinnar sagðist Davíð ekki farinn að leiða hugann að þátttöku í prófkjöri í neinni alvöru - í september árið sem hann var kosinn borgarstjóri í þriðja sinn. Það er ekki fyrr en 6. október sama ár (1990), sem Davíð tilkynnir þáttöku sína í prófkjöri Sjálfstæðsflokksins fyrir Alþingiskosningarnar vorið 1991.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi þing kosningar er svo kynntur 29. janúar 1991, fjórum mánuðum fyrir Alþingiskosningarnar, en Davíð Oddsson er þar efsti maður á lista. Nú eru hlutirnir aldeilis farnir að gerast hratt hjá Davíð borgarstjóra. Tæpum mánuði eftir birtingu listans ákveður Davíð að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.

Á blaðamannafundi um framboð sitt sagði Davíð: ,,Það hefur á liðn um árum, misserum og mánuðum, töluvert verið um það rætt að hlutir kynnu að skipast svo, að eftir því yrði leitað að ég gæfi kost á mér sem formaður flokksins.\" Um mögulegt hlutverk sitt í landsmálunum var hann mjög afdráttarlaus í orðum: ,,[Kjósendur] eiga að kjósa þann mann, sem þeir telja að sé líklegastur til að leiða flokk inn til sigurs í kosningum. Þeir eiga að kjósa þann mann, sem þeir telja að sé líklegastur til að standa að stjórnarmyndun af flokksins hálfu.\" ,,Og þeir eiga að kjósa þann mann sem þeir telja að eigi að geta leitt ríkisstjórn með skaplegum hætti ef stjórnarmyndun tekst\", sagði Davíð.

Þorsteinn Pálsson var formaður Sjálfstæðisflokksins á þessum tímapunkti, reyndar alveg frá árinu 1983. Hann sóttist eftir endurkjöri, en Davíð varaformaður ákvað að fara í framboð gegn honum. Þorsteinn hafði hugmyndir ólíkar Davíðs um landsmálin, og lét hafa eftir sér - að hann hefði fremur hugsað sér að hann sjálfur og Davíð myndu í sameiningu stýra flokknum í gegnum þær kosningar sem framundan væru, í hlutverki formanns og varaformanns.

Á þessum blaðamannafundi Davíðs þann 25. febrúar 1991 sagði hann meðal annars frá því að Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður flokksins, hefði kallað til sín Þorstein Pálsson og sig til að ræða hvort annar hvort þeirra gæti orðið sinn eftirmaður. Þetta samtal hafi átt sér stað árið 1983, en þá hafði Davíð aðeins verið búinn að vera eit

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli