Frétt

| 07.09.2000 | 07:47Útsýnisskífa við Ósvör

Guðmundur Páll afhjúpar skífuna með aðstoð Jónasar Guðmundssonar.
Guðmundur Páll afhjúpar skífuna með aðstoð Jónasar Guðmundssonar.
Útsýnisskífu hefur verið komið upp við Ósvör í Bolungarvík. Frumkvæðið að þessu verki átti Lionsklúbbur Bolungarvíkur og þó einkum formaður hans, Jónas Guðmundsson. Skífuna afhjúpaði Guðmundur Páll Einarsson, elsti félaginn í klúbbnum, en hann varð fyrstur manna til að aka Óshlíðarveg í áttina frá Bolungarvík fyrir liðlega hálfri öld.
Sú hugmynd hefur lengi verið uppi í Lionsklúbbi Bolungarvíkur, að koma þyrfti upp útsýnisskífu einhvers staðar í bænum eða í grennd við hann. Fyrir þremur árum var hafist handa við að finna heppilegan stað. Þótt nokkrir góðir staðir kæmu til greina varð það niðurstaðan, að heppilegast væri að skífan yrði þar sem henni hefur nú verið komið fyrir ofan við Ósvör. Þar er gott útsýni yfir bæinn, fjallahringurinn nýtur sín vel og aðkoman er góð. Bílastæðin við Ósvör eru þar rétt hjá og tilvalið að sameina heimsókn þangað og skoðun á skífunni.

Pétur Guðmundsson, málari og teiknari á Ísafirði, var fenginn til að gera grunnskissu. Teikningar sem þessar krefjast mikillar nákvæmni og ekki er eins auðvelt og sýnast kann í fyrstu að ná réttri lögun. Af þeim sökum dróst talsvert að ljúka gerð skífunnar. Margar ferðir voru farnar á staðinn með hina og þessa fróða menn um örnefni og annað, sem að gagni mætti koma. Einnig var fengin aðstoð Sjómælinga Íslands og Vegagerðarinnar við mælingar og fleira þannig að allt yrði sem réttast.

Undirstöðuna að skífunni hannaði Jón Sigurpálsson, listamaður á Ísafirði. Jónas Guðmundsson telur að nefna megi hana „Milli fjalls og fjöru“, þar sem hún er fyllt fjörugrjóti að neðan og fjallagróti að ofan. Smíðina á undirstöðunni annaðist Vélvirkinn ehf. í Bolungarvík af alkunnri vandvirkni. Skífan sjálf var svo loks fullbúin undir ágústlok, krómuð og gljáandi, en gerð hennar annaðist fyrirtækið Merking ehf. í Reykjavík.

Þar sem til stóð að minnast þess sérstaklega síðustu helgina í ágúst að vegurinn um Óshlíð var formlega tekinn í notkun fyrir hálfri öld, þótti við hæfi að afhjúpa skífuna í tengslum við afmælið. Til þess var fenginn Guðmundur Páll Einarsson (Guðfinnssonar), elsti félagi í Lionsklúbbi Bolungarvíkur. Guðmundur ók einnig fyrstur manna frá Bolungarvík um Óshlíð eftir að vegurinn varð fyrst fær. Fór hann á Ford-fólksbíl, árgerð 1936, sem meðal heimamanna var nefndur Afi. Á þeim tíma voru alls skráðar þrjár eða fjórar bifreiðar í Bolungarvík.

Kostnaður við að smíða og koma upp skífu sem þessari og allt sem henni tengist er milli 400 og 500 þúsund krónur. Til að afla fjár til verksins hefur Lionsklúbburinn verið með skilti í miðjum bænum með loftljósmynd af Bolungarvík og ýmsar upplýsingar um þjónustu, þar sem menn hafa getað vakið athygli á starfsemi sinni og þjónustu gegn sanngjarnri þóknun. Eins hefur Bolungarvíkurkaupstaður styrkt verkið. Lionsklúbbur Bolungarvíkur færir bestu þakkir öllum þeim sem að gerð skífunnar komu, ekki síst þeim sem styrkt hafa gerð hennar með því auglýsa á skiltinu góða.

Þótt skífan sé komin upp og Vegagerðin hafi merkt hana með skilti er enn nokkur frágangur eftir við göngustíg, sem bíða verður næsta sumars.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli