Frétt

bb.is | 06.09.2002 | 17:00Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld jarðsunginn á morgun

Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli.
Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli.
Útför Guðmundar Inga Kristjánssonar skálds á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði, heiðursborgara Ísafjarðarbæjar, verður gerð frá Ísafjarðarkirkju kl. 14 á morgun, laugardag, en jarðsett verður í Holti í Önundarfirði. Útförin fer fram á vegum Ísafjarðarbæjar í virðingarskyni við hinn látna í samráði við óskir aðstandenda. Guðmundur Ingi fæddist á Kirkjubóli og ól þar allan aldur sinn. Hann lést á Sólborg á Flateyri á föstudag í síðustu viku, 95 ára að aldri. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar Inga Kristjánssonar er Þuríður Gísladóttir.
Í upphafi bæjarstjórnarfundar Ísafjarðarbæjar í gær minntist Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar hins látna heiðursborgara. Ávarp hennar fer hér á eftir:


Í örfáum orðum minnumst við Guðmundar Inga Kristjánssonar, bónda, skálds, kennara, hugsjónamanns og heiðursborgara Ísafjarðarbæjar, en hann lést á öldrunarheimilinu Sólborg á Flateyri síðastliðinn föstudag, 95 ára að aldri.

Guðmundur Ingi ól allan aldur sinn að Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og tók við búi þar lýðveldisárið 1944. Hann var kennari í Mosvallahreppi með hléum í nær hálfa öld, þar af sem skólastjóri heimavistarskólans í Holti í tvo áratugi. Hann lét alla tíð mikið til sín taka í félagsmálum, jafnt í heimasveit sinni sem á landsvísu, hvort heldur var á vettvangi bændasamtakanna, ungmennafélagshreyfingarinnar eða stjórnmála almennt. Og flestir þekktu til bindindissjónarmiða hans og bróður hans, Halldórs Kristjánssonar.

Svo dæmi séu tekin af afskiptum Guðmundar Inga af sveitarstjórnarmálum má nefna, að hann sat í hreppsnefnd Mosvallahrepps og var um skeið oddviti hennar. Hann var heiðursborgari Mosvallahrepps og síðar Ísafjarðarbæjar og var hann sá eini sem bar þá nafnbót hin síðari ár. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar Inga er Þuríður Gísladóttir.

Guðmundur Ingi er eitt af öndvegisskáldum Vestfirðinga en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1938. Eftir hann liggja meðal annars ljóðabækurnar sem allar eru kenndar við sólina: Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg, Sólborgir og Sólfar auk fjölda greina og kvæða í blöðum og tímaritum.

Það er við hæfi að vitna í skáldið sjálft að lokum en árið 1975, fyrir 27 árum, orti hann um endalokin og ber ljóðið yfirskriftina Órað fyrir ævilokum.


Tólf ár til stefnu? Ekki æðrast ég
og ekki skal mér þykja dvölin stutt.
Enn get ég fetað ánægjulegan veg
sem aðrir hafa rutt.

Seinstígur verð ég samt til lokadags
og sæki vart á brattann héðan af
uns undir heiðum himni sólarlags
ég hvíli göngustaf.

Væntir mig þá að hönd þín haldi vörð
um hugsun mína og efstu þakkargjörð.


Ég bið bæjarfulltrúa og aðra viðstadda að rísa úr sætum og minnast Guðmundar Inga Kristjánssonar með stuttri þögn.

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli