Frétt

bb.is | 06.09.2002 | 16:06Opnunardagskrá í Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Vika símenntunar

Fræðslumiðstöð Vestfjarða verður opnuð í nýjum húsakynnum að Eyrargötu 2-4 á Ísafirði á sunnudag.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða verður opnuð í nýjum húsakynnum að Eyrargötu 2-4 á Ísafirði á sunnudag.
Tveggja stunda opnunardagskrá hefst kl. 16 á sunnudag í hinu nýja aðsetri Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í Íshúsfélagshúsinu að Eyrargötu 2-4 á Ísafirði. Jafnframt hefst þá Vika símenntunar á Vestfjörðum með formlegum hætti. Allir eru boðnir velkomnir að koma og kynna sér starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar auk þess sem ýmsir aðrir sem standa fyrir fræðslu verða á staðnum með borð eða bása, kynna það sem þeir hafa að bjóða og ræða við gesti. Ætlunin er að sem allra flestir sem koma með einhverju móti að fullorðinsfræðslu á Vestfjörðum verði á staðnum. Kynnt verða þau námskeið sem í boði verða á þessu hausti og kynnt verður greiningarkerfið Markviss, sem þróað er til að meta og greina menntunarþörf innan fyrirtækja og stofnana. Einnig geta gestir skoðað nýtt tölvuver Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Fræðslumiðstöðin mun kynna starfsemi sína, einkum þau námskeið sem boðin verða haustið 2002 og greiningarkerfið Markviss, sem er þróað til að meta og greina menntunarþörf innan fyrirtækja og stofnana. Aðrir fræðsluaðilar munu verða á staðnum við borð eða bása, kynna það sem þeir hafa upp á að bjóða og vera til viðtals fyrir gesti. Þeir munu m.a. hafa aðgang að nýju tölvuveri Fræðslumiðstöðvarinnar.

Þess má geta, að við flutninginn úr Þróunarsetrinu við Árnagötu á Ísafirði í Íshúsfélagshúsið hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða fengið nýtt símanúmer: 456 5025.

Yfirskrift Viku símenntunar að þessu sinni er Símenntun í atvinnulífinu. Dagskrá hennar er þessi:

Sunnudagur 8. september kl. 16
Eyrargata 2-4, Ísafirði.
Opnun nýrrar aðstöðu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og opnun Viku símenntunar. Vetrarstarf Fræðslumiðstöðvarinnar kynnt. Sérstök kynning á greiningarkerfinu Markviss. Guðrún Anna Finnbogadóttir Markvissráðgjafi og Kristján G. Jóakimsson. Aðilar sem sinna fullorðinsfræðslu kynna starfsemi sína.

Mánudagur 9. september kl. 20-22
Eyrargata 2-4, Ísafirði.
Ferilskrá. Markaðssetning eigin þekkingar. Notkun netsins við atvinnuleit. Örnámskeið á vegum Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða.

Þriðjudagur 10. september kl. 20-22
Grunnskóli Vesturbyggðar, Patreksfirði.
Ferilskrá. Markaðssetning eigin þekkingar. Notkun netsins við atvinnuleit. Örnámskeið á vegum Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða.

Miðvikudagur 11. september kl. 20-22
Grunnskólinn á Hólmavík.
Ferilskrá. Markaðssetning eigin þekkingar. Notkun netsins við atvinnuleit. Örnámskeið á vegum Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða.

Fimmtudagur 12. september
Þróunarsetur Vestfjarða, Árnagötu 2-4, Ísafirði.
Námskeið Vinnueftirlits ríkisins fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði.

Föstudagur 13. september
Þróunarsetur Vestfjarða, Árnagötu 2-4, Ísafirði.
Námskeið Vinnueftirlits ríkisins fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli