Frétt

| 06.09.2000 | 13:37Fólk í hættu á Óshlíðinni!

Sunnudaginn 26. ágúst síðast liðinn var haldið hátíðlegt, að 50 ár voru liðin frá því að vegur um Óshlíð var opnaður. Að vísu var nákvæmlega hálf öld frá þessum merkisatburði daginn áður, hinn 25. ágúst. Óneitanlega taldist það merkur áfangi í samgöngumálum við norðanvert Ísafjarðardjúp þegar akfær vegur opnaðist milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Vegagerð um Óshlíð var lengi talin, og er enn, með þeim vandasömustu á Íslandi og er þó af ýmsu að taka í þeim efnum. Bolvíkingar voru kappsamir og ýttu mjög á eftir vegagerð um Óshlíðina á sínum tíma.

Ekki þarf neinn að undra að þeir vildu halda upp á þennan merkisatburð. Hinu má ekki gleyma, að nokkur banaslys hafa orðið á þessum vegi. Síðasta áratuginn hefur miklu fé verið varið til endurbóta á Óshlíðarvegi og nú er hann ekki á neinn hátt sambærilegur við upphaflega veginn. Beinn og breiður vegur með fjórum vegskálum, allmörgum netgirðingum til að taka við snjó og grjóti úr fjallinu ofan vegar, sem að auki er upplýstur, ber merki stórhug í samgöngumálum. Þó hafa orðið alvarleg slys og manntjón á síðustu árum.

Snjóflóð hafa oft lokað veginum og grjóthrun er fastur þáttur tilverunnar, einkum ef mikið rignir. Þannig háttaði einmitt veðri sunnudaginn fyrir rúmri viku. Engu að síður var fólki stefnt að krossinum á Óshlíð, þar sem vegar í hálfa öld var minnst. Ekki hafa færri en eitt hundrað manns verið við athöfnina, þar á meðal bæjarstjórinn í Bolungarvík, ásamt sýslumanninum þar og reyndar félaga hans á Ísafirði, auk kórs, og ekki má gleyma formanni samgöngunefndar Alþingis, Árna Johnsen.

Sé litið til banaslysa, meiðsla og eignatjóns á umræddum vegi, að ógleymdum þeim náttúruhamförum, sem dunið hafa yfir norðanverða Vestfirði á undanförnum árum, má furðu sæta að tveir yfirmenn almannavarna við Ísafjarðardjúp skuli hafa tekið þátt í hátíðarhöldum á Óshlíð í mikilli rigningu. Ljóst mátti vera að hætta á skriðuföllum og grjóthruni hlaut að skapast við þessar aðstæður. Staðreyndir tala sínu máli. Þegar mannfjöldinn hélt til Bolungarvíkur til þess að halda hátíðinni áfram skall hurð nærri hælum. Grjót féll á bifreið við nyrsta netið á hlíðinni og stórskemmdi bifreið og slasaði ökumann hans. Betur fór en á horfðist. En sýslumaðurinn á Ísafirði lýsti því í DV fyrir rúmri viku, að skelfilegt hefði verið að horfa á fjögur stór björg falla niður hlíðina í átt að bílunum fyrir neðan. Þótt svo mildilega hafi tekist til að þessu sinni, að ekki urðu stórslys, sýnir þessi atburður að náttúru Íslands verða íbúarnir að umgangast með varúð. Það gildir um alla.

Hver verður að gæta að sér. Löngu er tímabært að taka upp í námsefni grunnskóla að kenna umgengni við náttúruna. En yfirmenn almannavarna verða að ganga á undan með góðu fordæmi.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli