Frétt

kreml.is - Kolbeinn Einarsson | 04.09.2002 | 15:18Það sem allir hugsa

Kolbeinn Einarsson.
Kolbeinn Einarsson.
Sú skoðanakönnun sem KREML.IS hefur nýverið birt hefur komið eins og himnasending inn í íslenska fréttatíma. Könnunin hefur einnig ýtt af stað atburðarás sem hlýtur að leiða til þess að fréttamenn krefji Borgarstjóra svars mjög fljótlega um það hvort hún mun gefa kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Fyrstu viðbrögð reyndra stjórnmálamanna er merkileg. Þess hefur lengi verið von að Ingibjörg Sólrún láti til sín taka í landsmálunum og hún hefur verið í senn mesti vonarpeningur jafnaðarmanna og martröð sjálfstæðisflokksins.
Fyrstu útreikningar byggðir á niðurstöðum þessarar könnunar benda til þess að með Ingibjörgu í fylkingarbrjósti muni Jafnaðarmenn og Framsókn geta myndað saman nauman meirihluta á Alþingi. Þá hlýtur maður að hugsa til þess að kjörfylgi og skoðanakannanir eru sitt hvað, og það eru líkur á því að þessir flokkar næðu jafnvel meira fylgi uppúr kössunum eftir kosningar heldur en þessi spá segir til um.

Í pólitík skiptir sköpum að hafa gott tímaskyn. Stóra spurning hlýtur að vera sú hvort að Ingibjörg metur það svo að nú sé lag ( og að hún hafi til þess nokkurn vilja), að fara fram. Það er jafnframt mikilvæg spurning hvort að henni verði gefið til þess svigrúm af hálfu þeirra sem sitja fyrir á fleti í forystu Samfylkingarinnar. Núverandi formaður flokksins hefur oft á tíðum kallað eftir Ingibjörgu í landsmálin, en nú mun á það reyna hvort hann sé tilbúin til þess að sætta sig við “dömufrí?. Það kann að vera úrslita spurning um hans eigið tímaskyn sömuleiðis.

Jafnframt því að kalla borgarstjórann til leiks á þessum vettvangi verður að gefa henni færi á því að hafa með sér þá samverkamenn sem hún treystir best til verka, það dugar einfaldlega ekki að stilla henni upp sem einhverri puntudúkku á lista, sem væri þá jafnvonlaus eftir sem áður.

Í þessari ágætu könnun er fólki boðið uppá að gera upp hug sinn til Samfylkingarinnar með Ingibjörgu í forystu – en ekki í öðru sæti. Tölurnar tala sínu máli: Ingibjörg í forystu = c.a. 8% í plús, og möguleiki á tveggja flokka stjórn með Framsókn.

Það hlýtur að vera verkefni forystu Jafnaðarmanna að stilla upp liði sem getur staðið undir þessum fylgistölum, og gott betur. Narcississmi og eiginhagsmunasemi munu engu áorka öðru en áframhaldandi þaulsetu Sjálfstæðisflokksins á valdastóli og svartnætti fyrir íslenska jafnaðarmenn.

Kolbeinn Einarsson.

Pistill Kolbeins birtist á Kreml.is.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli