Frétt

Kreml.is - Finnur Þór Birgisson | 03.09.2002 | 13:47Tveggja flokka stjórn án íhaldsins?

Skoðanakönnun Kremlar bendir til þess að fylgi Samfylkingarinnar myndi stóraukast ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði í forystu fyrir flokkinn í næstu alþingiskosningum. Þá yrði tveggja flokka ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins að raunhæfum valkosti.
Skoðanakannanir eru skemmtilegar. Fyrir utan að vera eitt mikilvægasta hjálpargagn við rannsóknir í félagsvísindum þá geta skoðanakannanir verið óþrjótandi uppspretta fréttaefnis. Eða kannast lesendur ekki við að hafa heyrt í útvarpinu eitthvað á þessa leið: “Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallups hefur fylgi ríkisstjórninnar....? eða “Könnun DV sýnir minnkandi fylgi við...? Að þessu leyti svipar skoðanakönnunum til sjálfvirkra veðurathugunarstöðva Veðurstofu Íslands. Þær geta gefið þeim sem reyna að spá í hin pólitísku veðrabrigði áreiðanlegar tölfræðilegar upplýsingar til að vinna úr. Það getur hins vegar verið þrautin þyngri að túlka þessar tölur.

Þjóðmálaritið Kreml.is fékk nýlega IMG Gallup til þess að kanna hvaða áhrif Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði á alþingiskosningarnar 2003. Niðurstaða könnunar sýnir ótvírætt að framboð borgarstjórans í Reykjavík myndi auka framboð Samfylkingarinnar um 8%. Átta prósent sveifla í fylgi stjórnmálaflokka er vitaskuld mjög mikil. Slík sveifla getur raunar skilið á milli feigs og ófeigs í stjórnmálum. Ef Samfylkingin fengi um þriðjung atkvæða í næstu Alþingiskosningum myndi það gjörbreyta landslaginu í íslenskri pólitík. Það þýddi líka að sameiningarbrölt vinstrimanna á síðasta áratug 20. aldarinnar hefði þá ekki verið til einskis.

Þessi könnun sýnir það líka að stór hluti af auknu fylgi Samfylkingarinnar myndi koma frá Framsóknarflokknum. Könnunin sýnir að fylgi Framsóknarflokksins er í kringum 18%, en það er hefðbundið kjörfylgi hans. Ef bústýran í ráðhúsi Reykjavíkur myndi hins vegar bjóða sig fram undir merkjum Samfylkingarinnar þá myndi fylgi flokksins falla niður í rúm 14%.

Þessi niðurstaða veldur mér þó ekki teljandi áhyggjum. Þetta segi ég, góður og gegn framsóknarmaðurinn (sem ég er, þrátt fyrir að slúðrað hafi verið um annað). Ástæðan er einfaldlega sú að allar mælingar á því hvaðan hugsanleg fylgisaukning við Samfylkinguna kæmi eru háðar mikilli óvissu. Framboð Ingibjargar Sólrúnar myndi vissulega hafa einhver áhrif á vígstöðu Framsóknarflokksins. En slíkt framboð væri líklegra til að gefa flokknum færi á því að brjóta sér nýjar víglínur, frekar en að veikja stöðu flokksins svo nokkru næmi.

Ef fylgi Framsóknarflokks og Samfylkingar, með Ingibjörgu Sólrúnu í brúnni, er lagt saman þá er niðurstaðan sú að flokkarnir fá 48.6%. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – Grænt framboð fengu hins vegar samtals 48%. Þar sem Frjálslyndi flokkurinn fengi aðeins um 2,7% þá kæmist hann ekki yfir 5% þröskuldinn, sem er nauðsynlegur til að fá uppbótarþingmann. Það eru því litlar líkur á því Frjálslyndi flokkurinn næði manni á þing. En þó erfitt sé að fullyrða hvernig þingsætin myndu skiptast á flokkanna þá bendir könnunin samt ótvírætt til þess að Framsóknarflokkurinn gæti myndað blokk með Samfylkingunni, sem væri stærri en hinir þingflokkarnir samanlagt. Vissulega er aðeins sjónarmunur á milli blokkanna tveggja og þessi munur er langt innan skekkjumarka. Það er hins vegar ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er einfaldlega það að þessi niðurstaða gefur til kynna að það kann að verða hægt að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins eftir næstu Alþingiskosningar.

Slík stjórnarmyndun væru mikil pólitísk tíðindi. Á þeim 64 árum sem liðin eru frá því að stjórn hinna vinnandi stétta leið undir lok í innbyrðis átökum á milli Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins hefur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins verið utan stjórnar í um 11 ár (eða 14 ef við fríum Sjálfstæðisflokkinn af allri ábyrgð á ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens). Að baki þeim ríkisstjórnum sem myndaðar hafa verið án þátttöku Sjálfstæðisflokksins að jafnaði staðið þrír, eða jafnvel fjórir flokkar. Þær hafa líka flestar verið skammlífar.

Skoðanakönnun Kremlar sýnir hins vegar að eftir næstu Alþingiskosningar gætu verið upp á borðinu gjörbreytt staða varðandi hugsanlega stjórnarmyndun. Ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir myndi leiða Samfylkinguna, þá væri vitaskuld tómt mál að tala um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks o

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli