Frétt

bb.is | 03.09.2002 | 12:59Samgönguráðherra skipar nefnd um framtíð ferjunnar Baldurs

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur.
Í tengslum við gerð samgönguáætlunar og með hliðsjón af þætti Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í eflingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum og við Breiðafjörð hefur samgönguráðherra skipað nefnd sem geri tillögur um framtíð ferjusiglinga um Breiðafjörð. Ráðherra leggur áherslu á að nefndin komi fram með allar þær tillögur og hugmyndir sem hún telur vænlegar í þágu bættra samganga við Vestfirði og til eflingar ferðaþjónustunni á svæðinu.
Árið 1989 var Breiðafjarðarferjan Baldur tekin í notkun og hóf siglingar milli Brjánslækjar og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Rekstur ferjunnar var boðinn út árið 2000 og gildir sá samningur til ársloka 2003 með heimild til framlengingar til ársins 2005. Með hliðsjón af núverandi vegáætlun og skv. upplýsingum Vegagerðarinnar er líklegt að vegurinn austur Barðaströnd verði að jafnaði vetrarfær árið 2004 og síðar. Heimildir ríkisvaldsins til þess að reka og styrkja ferjusamgöngur eru í 23. gr. vegalaga nr. 45/1994 en hún er eftirfarandi:

„Vegagerðinni er heimilt að kaupa, eiga og hafa umsjón með ferjum og flóabátum sem reknir eru til samgöngubóta, svo og eiga aðild að félögum sem hafa eignarhald á þeim.

Heimilt er að greiða af vegáætlun hluta kostnaðar við ferjur til flutnings á fólki og bifreiðum yfir sund og firði, enda komi ferjan í stað vegasambands um stofnveg eða tengiveg a.m.k. hluta úr ári.

Einnig er heimilt að greiða hluta kostnaðar við bryggjur fyrir slíkar ferjur.\"

Hlutverk ferjunnar er og hefur verið að þjóna byggðinni á sunnanverðum Vestfjörðum og í Breiðafjarðareyjum. Vaxandi þáttur í rekstri ferjunnar hefur verið að sigla með ferðamenn, sem ferðast að sumarlagi um Snæfellsnes og Vestfirði. Hafa þeir í auknum mæli sótt í að sigla og njóta ferðar um Breiðafjörð með viðkomu í Flatey, sem er að verða umtalsverð sumarhúsabyggð.

Augljóst er að nú er rétti tíminn til þess að fjalla um siglingar Baldurs og leggja fram tillögur um skipan mála til nokkurrar framtíðar. Ekki síst verður að líta til þess hvort nauðsynlegt sé að auka þjónustu í samgöngum til eflingar byggðanna á Vestfjörðum. Í tengslum við gerð samgönguáætlunar og með hliðsjón af þætti ferjunnar í eflingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum og við Breiðafjörð hefur samgönguráðherra því skipað nefnd sem geri tillögur um framtíð ferjusiglinga um Breiðafjörð.

Nefndin skal:
1) Leggja mat á þörfina fyrir flutninga með ferjum á siglingaleið Baldurs að teknu tilliti til uppbyggingar vegakerfis um Barðaströnd og gera tillögur um þjónustu ferjunnar og fjölda ferða,

2) leggja mat á nauðsynlega tegund skips til að mæta þeirri þörf sem talin er verða á flutningum í þágu atvinnulífs og íbúa svo og í þágu ferðamanna.

Nefndina skipa Kristján Vigfússon, Siglingamálastofnun, formaður, Pétur Ágústsson skipstjóri, Stykkishólmi, Sigfús Jónssson framkvæmdastjóri Nýsi, Reykjavík, Magnús Valur Jóhannsson umdæmisstjóri Vegagerðinni, Borgarnesi, og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir viðskiptafræðingur, Tálknafirði.

Mikilvægt er að nefndin ljúki störfum í september svo hægt sé að taka tillit til tillagna hennar við gerð samgönguáætlunar 2003-2014, segir í frétt frá samgönguráðuneytinu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli