Frétt

bb.is | 03.09.2002 | 12:13Skorað á ráðherra að falla frá áformum sínum í orkumálum

Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Nái áform iðnaðarráðherra um sameiningu Rarik, Orkubús Vestfjarða og Norðurorku með höfuðstöðvar á Akureyri fram að ganga má telja líklegt, að störfum að orkumálum fækki á Vestfjörðum, að áliti Fjórðungsþings Vestfirðinga. Þingið sem haldið var í Bolungarvík sl. föstudag og laugardag skoraði á ráðherrann að falla frá þessum áformum sínum. Jafnframt var skorað á ráðherrann að efla Orkubú Vestfjarða með því að víkka starfssvæði þess, þannig að það nái til alls hins nýja Norðvesturkjördæmis. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra var gestur Fjórðungsþingsins og flutti ávarp og ræddi þar m.a. málefni Orkubús Vestfjarða. Fram kom í samtölum við þingfulltrúa að þeim þóttu svör ráðherrans við fyrirspurnum um orkumálin „léttvæg“ eða eitthvað þaðan af verra.
Ályktun Fjórðungsþingsins um orkumál fer hér á eftir í heild, svo og eldri ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem þar er vísað til.


Ályktun um orkumál

47. Fjórðungsþing Vestfirðinga, haldið í Bolungarvík 30. og 31. ágúst 2002, skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að falla frá áformum sínum um sameiningu Rarik, Orkubús Vestfjarða og Norðurorku með höfuðstöðvar á Akureyri. Nái þessi áform iðnaðarráðherra fram að ganga má telja líklegt, að störfum að orkumálum fækki á Vestfjörðum þrátt fyrir samkomulag við ríkisstjórn Íslands um eflingu þessarar starfsemi í fjórðungnum.

Þingið skorar á ráðherra að efla Orkubú Vestfjarða með því að víkka starfssvæði þess, þannig að það nái til alls hins nýja Norðvesturkjördæmis. Bent skal á, að umdæmin tvö sem um ræðir hjá Rarik eru nú þegar rekin að mestu sem sjálfstæðar einingar. Sú þjónusta sem þessi umdæmi fá frá höfuðstöðvum Rarik í Reykjavík er sú sama og höfuðstöðvar Orkubúsins eru með í dag fyrir sitt veitusvæði.

Þingið tekur undir ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem kynnt er á þinginu, og hvetur ráðherra til að hraða viðræðum um framtíðarstöðu orkumála á Vestfjörðum við forsvarsmenn sveitarfélaganna og starfsmenn Orkubús Vestfjarða hf.


Sú ályktun stjórnar Fjórðungssambandsins, sem vitnað er til í ofangreindri ályktun Fjórðungsþingsins, var gerð eftir að fram kom í fréttum, að iðnaðarráðherra hefði ákveðið að sameina Orkubú Vestfjarða hf. við Rarik og Norðurorku. Stjórnin kom þá saman til símafundar og samþykkti eftirfarandi ályktun sem send var ráðherra, þingmönnum kjördæmisins og fjölmiðlum:

Frétt um ákvörðun iðnaðarráðherra um sameiningu Orkubús Vestfjarða hf. við Rarik og Norðurorku kemur Vestfirðingum afskaplega mikið á óvart.

Í samkomulagi ríkisstjórnar Íslands og sveitarfélaga á Vestfjörðum sem gert var 7. febrúar 2001 er m.a. sérstaklega kveðið á um, að þar til breytt skipulag raforkumála tekur gildi skuli eftirfarandi gilda:

Orkubú Vestfjarða hf. starfi sem sjálfstæð eining og verður ekki sameinað öðru orkufyrirtæki. Ef ákvörðun verður tekin um að aðlaga gjaldskrá OV hf. að gjaldskrá Rarik skal það gert í áföngum. Engum starfsmanni OV verður sagt upp störfum vegna breytinga á félagsformi fyrirtækisins og hugsanlegra kaupa ríkisins á eignarhluta sveitarfélaga.

Í nýlegri „Byggðaáætlun fyrir Vestfirði“ sem unnin var af sveitarfélögunum á Vestfjörðum, er sérstaklega komið inn á iðnað og orku. Ráðherra er fullkunnugt um að sérstök áhersla er lögð á að „Orkubú Vestfjarða hf. er öflugt orkufyrirtæki með víðtæka þekkingu og reynslu í rekstri virkjana og dreifikerfis. Fyrirtækið er með stærri vinnuveitendum á Vestfjörðum og mikilvægur hluti í fjölbreytni atvinnulífs. Hægt er að efla fyrirtækið enn frekar á Vestfjörðum með því að taka við auknum verkefnum. Dæmi um slík verkefni er stækkun rekstrarsvæðis til nálægra landshluta og auknar rannsóknir á virkjunarkostum vatns, vinds og sjávarfalla. Með þessum hætti getur eigandi þess, íslenska ríkið, náð að styrkja og efla fyrirtækið og þar með störf á Vestfjörðum.“

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að fara sér hægt í fyrirhugaðri ákvarðanatöku og taka fullt tillit til skoðana Vestfirðinga í orkumálum. Eðlilegt verður að telja að fram fari viðræður við fulltrúa Vestfirðinga um framtíð OV sem byggir á fyrri umræðum.

Því verður seint trúað, að ráðherra byggðamála vilji sniðganga Vestfirðinga í svo mikilvægu máli. Ríkisstjórn Íslands hlýtur að taka tillit til núverandi erfiðrar stöðu Vestfirðinga með því að efla byggð á Vestfjörðum og taka fullt tillit til framlagðra tillagna í áður kynntri „Byggðaáætlun fyrir Vestfirði“. Því er hér og nú endurtekin ósk um viðræður við viðkomandi ráðherra um þetta mikla hagsmunamál okkar Vestfirðinga.“

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli