Frétt

bb.is | 03.09.2002 | 09:09Umfram allt þurfa lögin og reglurnar að vera réttlát ...

Alþingi er skylt að taka á afleiðingum þess, að Vestfirðingar hafa á undanförnum árum tapað þúsundum tonna í þorskígildum til annarra landshluta, segir á samþykkt Fjórðungsþings Vestfirðinga um sjávarútvegsmál, enda hljóti Alþingi og stjórnvöld að bera mikla ábyrgð á þeirri þróun. Fjórðungsþingið telur að besta byggðastefnan á Íslandi felist í því að gera virk ákvæði 1. mgr. laga um stjórn fiskveiða, en þar segir að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu fiskistofnanna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fjórðungsþingið segir afar brýnt að stöðugleiki ríki í stjórn fiskveiða og ekki sé sífellt verið að breyta lögum og reglum. Umfram allt þurfi þó lögin og reglurnar að vera réttlát og stuðla að því meginmarkmiði að vernda fiskistofnana og stuðla að hagkvæmri nýtingu þeirra.
Ályktun Fjórðungsþings Vestfirðinga um sjávarútvegsmál fer hér á eftir í heild.


Ályktun um sjávarútvegsmál

47. Fjórðungsþing Vestfirðinga, haldið í Bolungarvík 30. og 31. ágúst 2002, vekur athygli á að í byggðaáætlun fyrir Vestfirði er ítarlega bent á nauðsyn þess að Vestfirðingar njóti arðs af nálægð við fiskimiðin, aðalauðlind fjórðungsins.

Sjávarútvegur hefur verið undirstöðuatvinnuvegur Vestfirðinga frá upphafi byggðar og mun verða það áfram. Aðrar atvinnugreinar hér á Vestfjörðum eru flestar tengdar sjávarútvegi eða byggjast algerlega á honum. Þess vegna hlýtur byggðaáætlun fyrir Vestfirði að byggjast á þeim grunni sem traustastur er.

Fjórðungsþingið tekur eindregið undir ofangreind sjónarmið.

Í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða segir m.a.: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu fiskistofnanna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“

Eftir 18 ára reynslu af kvótakerfinu er ljóst, að fyrrnefnd meginmarkmið laganna hafa engan veginn náðst. Verndun fiskistofna hefur algerlega mistekist, ef marka má niðurstöður fiskifræðinga, og árangursleysi fiskveiðistjórnunarinnar hefur dregið máttinn úr sjávarbyggðum landsins.

Fjórðungsþingið krefst tafarlausrar rannsóknar á því hvað hafi farið úrskeiðis eða hvort niðurstöður fiskifræðinga um ástand helstu fiskistofna séu rangar.

Á undanförnum árum hafa Vestfirðingar tapað þúsundum tonna í þorskígildum til annarra landshluta. Margir hafa talið, að þar sé um að kenna andvaraleysi Vestfirðinga. Ábyrgð Alþingis og stjórnvalda hlýtur að vera mikil á slíkri þróun. Hver er t.d. réttur sjómanna og fiskvinnslufólks, sem stendur uppi atvinnulaust í sinni heimabyggð, þegar fiskiskip hafa verið seld úr sjávarþorpunum?

Fjórðungsþingið telur það skyldu Alþingis að taka á afleiðingunum.

Þegar togurum og stærri skipum fækkaði á Vestfjörðum sneru Vestfirðingar sér í auknum mæli að smábátaútgerð, sem ennþá hafði ekki verið njörvuð niður í kvótakerfi. Á seinustu misserum hafa stjórnvöld „sett undir þennan leka“ og þjarmað stöðugt að smábátasjómönnum. Nú síðast með því að skerða dagafjölda smábáta á sóknarmarki úr 23 í 21. Það skiptir ekki sköpum fyrir stofna þorsks og ýsu við Ísland hvort þessi takmarkaði fjöldi smábáta veiðir deginum lengur eða skemur. Í ástandi þar sem vitneskja fiskifræðinga er ekki meiri en svo, að skekkjumörk í þorskstofninum geta numið hundruðum þúsunda tonna og ekki er vitað hvort brottkast afla, sem er bein afleiðing af kvótakerfinu, nemur 50 eða 60 þúsund tonnum, geta tveir dagar til eða frá ekki gert gæfumuninn. Slík vinnubrögð eru hláleg og ekki sæmandi í nútímaþjóðfélagi.

Fjórðungsþingið átelur fyrrnefnd viðbrögð harðlega.

Það er afar brýnt fyrir alla þá, sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi, að stöðugleiki ríki í stjórn fiskveiða og ekki sé sífellt verið að breyta lögum og reglum. Umfram allt þurfa þó lögin og reglurnar að vera réttlát og stuðla að því meginmarkmiði, sem nefnt er hér að framan, að vernda fiskistofnana og stuðla að hagkvæmri nýtingu þeirra. Og ekki síst að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Með þessu orðalagi, „byggð í landinu“, er án nokkurs vafa verið að leggja drög að því að treysta hinar dreifðu byggðir Íslands, sérstaklega sjávarbyggðirnar.

Fjórðungsþingið telur að besta byggðastefnan á Íslandi felist í því að gera virk ákvæði 1. mgr. laga um stjórn fiskveiða.

Byggð á Vestfjörðum á nú mjög undir högg að sækja. Ekki síst eftir þá tilfærslu sem orðið hefur á aflaheimildum til annarra landshluta.

Fjórðungsþingið hvetur Alþingi og ríkisstjórn til að taka tillit til sérstöðu Vestfirðinga, þannig að þeir fái notið nálægðar helstu auðlinda sinna, fiskimiðanna.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli