Frétt

bb.is | 02.09.2002 | 08:41Þjónustuíbúðir fyrir aldraða teknar í notkun á Þingeyri

Frá Þingeyri.
Frá Þingeyri.
Fimm þjónustuíbúðir fyrir aldraða voru teknar í notkun á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri við hátíðlega athöfn í gær. Íbúðirnar eru ætlaðar eldri borgurum sem geta séð um sig sjálfir en geta ef þeir vilja nýtt sér ákveðna þjónustu innanhúss, svo sem með því að kaupa mat og þvotta. Aðra almenna þjónustu svo sem heimilishjálp fær fólk að sjálfsögðu einnig en það er með sambærilegum hætti og fyrir eldri borgara sem búa á heimilum sínum út í bæ. „Staðsetning íbúðanna gerir íbúum þeirra kleift að nýta þjónustu sem er nálægt þeim og veitir án efa visst öryggi og öryggistilfinningu“, sagði Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ávarpi þegar íbúðirnar voru teknar í notkun. Sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir, sóknarprestur Dýrfirðinga, flutti blessunarorð og blessaði að gömlum íslenskum sið hverja og eina íbúð fyrir sig.
Í kjallara hússins að Tjörn eru vinnustofa, fótaaðgerðaraðstaða og kapella. Vinnustofan er opin tvo daga í viku eftir hádegi. Hún er ekki einungis ætluð þeim sem búa í húsinu heldur öllu eldra fólki í Dýrafirði.

Bæjarstjóri rakti gang framkvæmda við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Tjörn í stórum dráttum og sagði m.a.:

Árið 1984 hófust framkvæmdir Dvalar- og hjúkrunarheimilið hér á Þingeyri. Þetta er stórt verk og átti að vera enn stærra í upphafi því reiknað var með stærra húsi en það var endurskoðað. Á bak við þá ákvörðun heimamanna á Þingeyri að hefja hér framkvæmdir við svo glæsilegt hús hefur verið mikill metnaður og framtíðarsýn fyrir byggðarlagið. Það hefur verið okkur sem tókum við verkinu heiður að fá að ljúka því og vonumst við til að vel hafi tekist að sem flestu leyti.

Heildarframkvæmdakostnaður er kominn yfir 200 milljónir og ber Ísafjarðarbær um 40% af kostnaði, Framkvæmdasjóður aldraðra um 25% og ríkissjóður um 35%. Eignarhlutföll hafa eitthvað breyst frá upphaflegri teikningu og skiptingu á framkvæmdatíma en Ísafjarðarbær og heilbrigðisráðuneyti munu semja upp á nýtt um þá skiptingu.

Eftir er að gera samstarfssamning um þjónustuna hér innanhúss. Sá samningur er í burðarliðnum og mun lúta að þjónustu við leiguíbúðirnar hér og íbúa þeirra. Stefnt er á að hann verði tilbúinn um miðjan september og mun þá liggja fyrir sameiginlegur kostnaður, leigufjárhæð fyrir hverja íbúð og aðrir þeir þættir er tengjast búsetu hér og samrekstri.

Miðvikudaginn 5. maí 1999 var heilsugæslustöð og hjúkrunarheimilið hér í þessu húsi tekin formlega í notkun að viðstöddu fjölmenni, þ.á m. heilbrigðisráðherra. Nú tökum við íbúðirnar í notkun og þá má segja að húsið sé að mestu tilbúið. Framkvæmdir við lóð eru eftir en Ísafjarðarbær og Heilbrigðisstofnun hafa lagt drög að þeim framkvæmdum á næsta ári og hefur lóðin verið teiknuð upp og kostnaðaráætlun gerð. Heilbrigðisstofnun hefur í sinni vörslu 700.000 kr. sem er gjöf frá Jóhönnu Guðmundsdóttur og Guðmundi Gíslasyni frá Höfða með ósk um að gjöfinni verði varið í gerð hellulagðrar stéttar.

Í vörslu Ísafjarðabæjar er fjármagn á sérstakri bók sem kallað hefur verið Elliheimilissjóður að upphæð 1,1 milljón króna, ætluð í tækjakaup. Þessi sjóður hefur ekki verið hreyfður ennþá.

Ég vil geta þess, að Styrktar- og minningarsjóður Tjarnar mun færa Tjörn nýjan hefilbekk ásamt algengustu handverkfærum og nokkrum útskurðarverkfærum. Með þessu vill sjóðurinn „bæta aðbúnað og afþreyingu eldri borgara í Dýrafirði í tengslum við Tjörn“, sbr. 3. grein skipulagsskrár sinnar. Áætlað verðmæti gjafarinnar er um 150 þúsund krónur. Styrktar- og minningarsjóður Tjarnar, Þingeyri, er með stofnfé eina milljón króna. Sjóðinn stofnuðu þau Mýrasystkin til minningar um foreldra sína, Gísla Vigni Vagnsson og Guðrúnu Sigríði Jónsdóttir, fyrrum ábúendur á Mýrum í Dýrafirði.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli