Frétt

bb.is | 30.08.2002 | 16:30„Bið að heilladísir verndi vestfirska byggð“

Ólafur Kristjánsson flytur skýrslu stjórnar.
Ólafur Kristjánsson flytur skýrslu stjórnar.
Fjórðungsþing Vestfirðinga var sett í dag í Safnaðarheimili Bolungarvíkur. Að setningu lokinni flutti Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík og stjórnarformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, skýrslu stjórnar og varð meðal annars rætt um byggðaáætlun fyrir Vestfirði, framtíð Fjórðungssambandsins, málefni Orkubús Vestfjarða, hafnarmál og önnur samgöngumál. Einnig ræddi hann um sparisjóði á landinu, en að undanförnu hafa verið miklar umræðum um eignaraðild þeirra. „Sveitarstjórnamenn þurfa því að vera vel á verði og er ég einn af þeim sem tek undir og vara við of mikilli samþjöppun auðs og valds og leyfi mér því hiklaust að segja: Við skulum slá skjaldborg um sparisjóðina í landinu“, sagði Ólafur.
Stjórnarformaðurinn rifjaði upp gang mála þegar byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út. „Ráðherra var þá ljóst, að Vestfirðingum þótti hlutur sinn fyrir borð borinn og óvarlega, ég vil segja klaufalega, komist að orði um framtíð Vestfirðinga, sérstaklega það, að ekki væri ráðlegt að gera ráð fyrir fjölgun íbúa á Vestfjörðum. Þetta þóttu nægar ástæður til mótmæla. Að frumkvæði bæjarstjórans í Ísafjarðarbæ og bæjarráðs Ísafjarðar var blásið í herlúðra og leitað til allra sveitarfélaga á Vestfjörðum og fjölmargra einstaklinga og forystumanna í atvinnulífinu um að taka til umræðu og senda frá sér áherslupunkta sem væri grunnur að sérstakri byggðaáætlun fyrir Vestfirði“, sagði Ólafur.

Um málefni Orkubús Vestfjarða sagði Ólafur meðal annars: „Ekki ætla ég hér að vekja upp umræðu um þá ákvörðun sveitarstjórna að selja eignarhluta sinn í Orkubúi Vestfjarða, en ljóst er að fjárhagsstaða sveitarfélaganna á Vestfjörðum er í dag allt önnur en fyrir sölu eignarhlutans og þau betur í stakk búin að veita þá þjónustu sem nútíminn krefst um leið og hægt er að ganga til viðhaldsverkefna og nýrra framkvæmda þar sem þess er þörf. 7. febrúar 2001 var gert sérstakt samkomulag við ríkisvaldið er tengist sölunni. Það kom því vestfirskum sveitarstjórnarmönnum mikið á óvart að heyra frétt um að iðnaðarráðherra hafi ákveðið að sameina Orkubú Vestfjarða við RARIK og Norðurorku.“

Í lokaorðum sínum sagði Ólafur að hann ætti eftir að sakna þess að starfa á pólitískum vettvangi, en eins og kunnugt er mun hann fljótlega láta af störfum sem bæjarstjóri í Bolungarvík. „Hinsvegar er það einnig léttir að varpa mikilli ábyrgð yfir á nýja stjórnendur og um leið tilhlökkun að takast á við önnur og ný verkefni sem tilheyra efri árum. Ég hef eignast marga góða vini í þessu fjölbreytta starfi sem sveitarstjórnarmálin eru. Flokkspólitík hefur þar ekki skipt máli, heldur málefnin, sameiginleg áhuga- og baráttumál og dregskapur ríkt á milli manna þrátt fyrir oft á tíðum ólíka sýn að ákvörðunum og stefnumótun. Í lokin óska ég sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum alls hins besta í erfiðu og krefjandi starfi og bið að heilladísir verndi vestfirska byggð.“

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli