Frétt

bb.is | 30.08.2002 | 13:25Líflegar umræður á opnum fundi með samgönguráðherra

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.
Tæplega fimmtíu manns mættu á opinn fund með Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, sem haldin var á veitingastaðnum Finnabæ í Bolungarvík í gærkvöldi. Í upphafi fundarins gerði ráðherra grein fyrir helstu málaflokkum er heyra undir samgönguráðuneytið, hvað áunnist hefði á kjörtímabilinu og hvað væri framundan. Meðal annars fjallaði Sturla um fjarskipta- og ferðamál, land-, sjávar- og flugsamgöngur auk þess sem hann ræddi um fyrirhugaðar breytingar á hafnalögum og væntanlegar endurbætur á vegasamgöngum Vestfirðinga. Sagði ráðherra m.a. að í nýrri 12 ára samgönguáætlun verði lögð áhersla á að klára lagningu bundins slitlags á Reykjavíkurleið um Djúpveg og Barðaströnd auk þess sem tekin verði afstaða til væntanlegrar tengingar milli Djúps og Stranda yfir í Dali.
Vestfjarðagöng milli norður- og suðurfjarða segir ráðherra verða til umræðu að lokinni gangnagerð milli Reyðarfjarðar - Fáskrúðsfjarðar og Siglufjarðar - Ólafsfjarðar. Fyrirliggjandi hafnalög, sem Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur sagt að koma muni mörgum smærri höfnum landsins afar illa, sagði Sturla óhjákvæmileg af ýmsum ástæðum. Sagði hann að samræmdri gjaldskrá, sem gömlu lögin kveða á um, hefði verið mótmælt kröftuglega af atvinnulífinu og samkeppnisyfirvöldum og verið væri að bregðast við þeim mótmælum með breytingunum. Tilgang laganna sagði Sturla aðallega vera að auka tekjur hafna landsins.

Að loknu erindi samgönguráðherra stýrði Elías Jónatansson, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíku, líflegum umræðum. Bárust ráðherra fjölda fyrirspurna úr sal, sem flestar sneru að veg- og hafnabótum og fjarskiptamálum. Þá voru málefni Óshlíðar nokkuð til umræðu og greindi ráðherra frá því að vinnuhópur sem stofnaður var til þess að gera tillögur að úrbótum á málum Óshlíðar og Súðavíkurhlíðar hefði lokið störfum og yrðu niðurstöðurnar kynntar fljótlega. Sagði ráðherra líklegt að þær tillögur færu inn í næstu samgönguáætlun.

„Þetta var mjög líflegur fundur og ánægjulegur í alla staði. Það var gaman að sjá hve margar fyrirspurnir bárust frá fundargestum og umræðurnar sem fylgdu í kjölfarið voru málefnalegar. Mest var spurt um vegina, en einnig var nokkuð rætt um hafna- og fjarskiptamál eins og við mátti búast. Það er greinilegt að mikill áhugi er fyrir ýmsum úrbótum á svæðinu og það er mitt álit að framkvæmdir á þessum sviðum ættu að ganga hraðar fram en verið hefur,“ sagði Sturla og bætti við að tilgangurinn með fundinum hafi fyrst og fremst verið að skynja betur þarfir heimamanna. „Það komu margar góðar hugmyndir fram á fundinum sem ég mun skoða nánar eftir því sem á líður.“

Samgönguráðherra mun í dag heimsækja nokkur vestfirsk fyrirtæki auk þess sem hann flytur ávarp á 47. fjórðungsþingi Vestfirðinga, sem verður sett í Bolungarvík kl. 13:30.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli