Frétt

| 01.09.2000 | 10:11Sýning í Safnahúsinu

Pourquoi pas? á Ísafirði sumarið 1936.
Pourquoi pas? á Ísafirði sumarið 1936.
Sýning á merkum og sögulegum ljósmyndum frá Ísafirði verður opnuð í Safnahúsinu (Gamla sjúkrahúsinu) á Ísafirði kl. 14 á morgun, laugardag. Jafnframt kemur út hjá Íslenska myndasafninu askja með tuttugu Ísafjarðarmyndum frá þeirri öld sem nú er að kveðja. Henni fylgir bók með ítarlegum skýringartextum og yfirlitsgrein um þróun byggðar, atvinnulífs og samfélags á Ísafirði á 20. öld. Höfundur er Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræðingur og kennari á Ísafirði. Askjan og ritið nefnast Ísland í eina öld – Ísafjörður.
Á sýningunni í Gamla sjúkrahúsinu, sem stendur til 10. september, verða myndir sem margar hverjar hafa aldrei birst áður. Meðal myndasmiða eru Þorsteinn Jósepsson, Mats Wibe Lund og Haraldur Ólafsson. Elstu myndirnar eru frá Þjóðminjasafninu og Héraðsskjalasafninu á Ísafirði og fleiri söfnum og sýna glöggt umskiptin sem orðið hafa í atvinnuháttum og samfélagi á Ísafirði á árunum 1901-2000.

Myndirnar tuttugu á sýningunni eru í stóru formi, allt að 1 x 1,5 m. Auk þess verða þar til sýnis fleiri ljósmyndir eftir Mats Wibe Lund. Myndirnar verða allar til sölu og einnig er hægt að panta þær í mismunandi stærðum eftir óskum hvers og eins. Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 og virka daga kl. 17-21.

Íslenska myndasafnið er deild innan útgáfufyrirtækisins Genealogia Islandorum – gen.is. Tilgangur safnsins er að skrá og varðveita gamlar og nýjar myndir af landi og þjóð í samvinnu við ýmis önnur ljósmyndasöfn. Ísland í eina öld – Ísafjörður er önnur ljósmyndaaskjan sem Íslenska myndasafnið gefur út um kaupstaði og ýmis landsvæði á Íslandi þessi misserin.

Myndina af franska rannsóknarskipinu Pourquoi pas? sem hér fylgir tók Haraldur Ólafsson ljósmyndari á Ísafirði sumarið 1936. Henni fylgir eftirfarandi texti Jónu Símoníu Bjarnadóttur:

„Fáir skipskaðar eru þekktari í Íslandssögunni en strand Pourquoi pas? við Mýrar í september 1936. Þar fórst hinn heimsfrægi vísindamaður dr. Jean-Baptiste Charcot og öll hans áhöfn fyrir utan einn skipverja sem bjargaðist við illan leik. Skipið hafði verið við rannsóknir í norðurhöfum en var á heimleið þegar það hreppti ofviðri skammt utan Reykjavíkur.

Pourquoi pas? var fjórða skip dr. Charcots með þessu nafni. Sagan segir að hann hafi snemma ætlað sér til sjós og væri hann spurður hvers vegna á hann að hafa svarað pourquoi pas? – hvers vegna ekki? Dr. Charcot var tíður gestur á Íslandi og þótti mikið til lands og þjóðar koma. Á leið sinni suður á bóginn þetta örlagaríka sumar kom Pourquoi pas? við á Ísafirði til að afla vista og lagðist að Bæjarbryggjunni. Þessi mynd er tekin við það tækifæri og mun vera með síðustu ljósmyndum sem teknar voru af skipinu.

Í sjávarplássi eins og Ísafirði þóttu skipakomur fréttnæmar og gáfu þær því tilefni til að bregða sér niður á bryggju til að sýna sig og sjá aðra. Þar var rætt um landsins gagn og nauðsynjar og ekki síst þyrsti fólk í að fá fréttir af aflabrögðum. Þannig var bryggjan miðpunktur samfélagsins. Koma Pourquoi pas? vakti mikla athygli í bænum enda var óalgengt að skip af þessari gerð legðust að bryggju.“

Eftirfarandi kafli er sýnishorn úr bók Jónu Símoníu og nefnist Samvinnan og sjórinn:

„Þegar kom fram á þriðja áratug aldarinnar hafði ásjóna bæjarins breyst allnokkuð. Byggðin var farin að teygja sig upp í hlíðina ofan við bæinn, þilskipin voru horfin en í þeirra stað lágu fjölmargir vélbátar við bryggjur. Árið 1920 var íbúafjöldinn kominn í 1969, verslanir voru fimmtíu og ein og stærri vélbátar voru orðnir sautján talsins.

Síldarkrakkið mikla árið 1919, þegar íslensk síld seldist ekki á erlendum mörkuðum, hafði mikil áhrif á Ísafirði eins og alla aðra útgerðarstaði á landinu. Ekki bætti úr skák að gengi krónunnar var hækkað árið 1925. Í kjölfarið riðuðu margar útgerðir til falls. Árið 1927 birtist auglýsing í blaðinu Vestra þar sem Íslandsbanki auglýsti ellefu vélskip til sölu. Ljóst var að við svo búið mátti ekki standa og til að koma í veg fyrir algert hrun í bænum stóðu bæjaryfirvöld fyrir stofnun Samvinnufélags Ísfirðinga, útgerðarfélags með samvinnusniði.

Þannig hófu Ísfirðingar mikla uppbyggingu í sjávarútvegi á sama tíma og kreppan hóf innreið sína. Samvinnufélagið lét smíða sjö báta á árunum 1928-1929, Birnina svokölluðu. Og fleiri tóku sig til í kjölfarið. Þrjú fyrirtæki í einkaeigu hófu útgerð í byrjun fjórða áratugarins, Huginn, Muninn og Njörður. Bátar þeirra, Hugarnir, Stjörnurnar og Dísirnar, voru ýmist smíðaðir erlendis eftir teikningum ísfir

bb.is | 27.09.16 | 11:48 Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt „Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli