Frétt

Stakkur 34. tbl. 2002 | 21.08.2002 | 11:19Eitthvað við að vera

Hverjum hugsandi Íslendingi hlýtur að vera það áhyggjuefni hversu ört fólki fækkar á Vestfjörðum. Upphaf síðustu aldar var tími framfara og velgengni í viðskiptalífi á Vestfjörðum. Síðastu áratugir hinnar nítjándu voru miklir uppgangstímar á Ísafirði og samskipti við útlönd veruleg og eftirtektarverð. Í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar rann upp nýtt framfaraskeið á Vestfjörðum með komu skuttogara og auknum umsvifum í frystingu. Rúmum áratug síðar var kvótakerfinu komið á. Vestfirðingum tókst ekki að nýta sér það með sama hætti og ýmsum öðrum heppnaðist. Miklar veiðar á rækju og vinnsla samfara þeim dugði skammt til aukinnar velferðar. Ákefðin bar menn ofurliði og veiðireynsla varð ekki eftir heima í héraði. En kjarni málsins er þó sá að önnur færi til atvinnusköpunar tókust ekki. Þar er átaks þörf af fullum krafti.

Þótt litið hafi verið vonaraugum til ferðaþjónustu um skeið skortir enn nokkuð á að þar sé að finna þá aukningu í atvinnu og störfum sem bráðvantar til þess að snúa afturför í framför. Árið 1895 kom út frásögn Matthíasar Jochumssonar, ,,Chicagoför mín?. Um hana ritaði Þorsteinn Gíslason ritsjóri og blaðamaður, hinn fyrsti sem hafði það að aðalstarfi, og sagði í umfjöllun um vesturferðir Íslendinga er þá streymdu úr landi til að finna betri kjör og lífvænlegri: ,,Hið eina er að festa hugi manna við eitthvað heima, einhverjar hreyfingar, einhver fyrirtæki, þar sem vonin um framgang og árangur bindur.? Fyrir rúmum eitt hundrað árum var honum ljóst hvað þurfti til, ef til vill ljósara en Vestfirðingi nútímans. Á árum heimstyrjaldar númer tvö streymdu Íslendingar úr sveitum landsins, af ystu nesjum og úr fjarlægum fjörðum til Reykjavíkur. Þar skorti húsnæði og aðstæður til þess að taka við fólkinu. Koma breska hersins og síðar hins bandaríska tryggði að atvinna snarjókst og fólkið hafði nóg við að vera og valdi það fram yfir fyrri aðstæður. Skipti engu þótt húsnæði skorti og það er fengist væri dýrt. Atvinna og betri laun freistuðu.

Fólksflóttinn af Vestfjörðum mun halda áfram ef hugir manna festast ekki við eitthvað heima. Menningin hér vestra freistar margra, tónlistin og margt fleira. Lengi var blómlegt leiklistarlíf á Bíldudal langt umfram fólksfjölda. Þar og annars staðar vakti athygli krafturinn sem bjó í fólki og entist því langt fram yfir starfstímann í frystihúinu eða á sjónum. Nú er það atvinnan, lifibrauðið sem vantar. Þar er undirstaðan sem allt annað er byggt ofan á. Eftir rúma viku mun verða fjallað um byggðaáætlun fyrir Vestfirði á Fjórðungsþinginu í Bolungarvík. Það er sannast sagna mjög spennandi að fá upplýst hvernig henni er ætlað að taka á málum. Verður þar að finna atvinnuáætlun og hvað með samgöngumál sem einnig verða til umfjöllunar? Menningarsamningur fyrir Vestfirði er þýðingarlaus án atvinnu. Framgangur og árangur er það sem skiptir máli. Við fyrirtæki þess efnis bindast hugirnir heima annars halda fólksflutningar áfram og ekki verður við neitt ráðið. Ábyrgð þingmanna á Fjórðungsþingi er mikil og eftir því mun verða tekið hvað þaðan kemur.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli