Frétt

murinn.is – Ármann Jakobsson | 15.08.2002 | 15:50Refsingar og hefnd

Ármann Jakobsson.
Ármann Jakobsson.
Allt fram á 20. öld tíðkuðust opinberar aftökur í löndum Evrópu. Fólk klæddi sig í sparifötin og labbaði niður í bæ til að horfa á nýjustu henginguna eða fallöxinni beitt. Ekki veit ég hvort það var klappað en það kæmi ekkert á óvart. Ennþá er þetta til siðs víða um heim, til að mynda í Sádi-Arabíu og Kína. Hugmyndafræðin á bak við þetta er ekki ókunnugleg okkur hér: að harðari refsingar hafi í för með sér meiri aga og færri glæpi.
Nú eru Íslendingar í hópi þeirra þjóða sem hafa afnumið dauðarefsingu þó að hér vanti ekki fólk sem á hverjum degi lofsyngur það ríkjasamband sem er í fararbroddi í heiminum að taka menn af lífi. Það er raunar ekki gert lengur á torgum eða á íþróttavöllum og ekki fær allur almenningur að mæta á aftökuna, aðeins ættingjar fórnarlambanna sem horfa á aftökuna bak við gler. Þetta er nútímaleg útgáfa af þessum gamla góða sið sem áður var lýst.

Í kjölfar fjármálahneyksla í Bandaríkjunum steig sjálfskipaður leiðtogi heimsins í pontu og kynnti eigin ráð við þessum vanda. Og hver voru þau? Vitaskuld hertar refsingar. Í kjölfarið hefur tíðkast að handjárna hvítflibbabrotamenn. Ekki af því að þeir séu hættulegir heldur til að svala blóðþorsta hneykslaðs almennings. Og Bush forseti sem sjálfur er tengdur við svindlmál leiðir auðvitað hepp-kórinn. Vegna þess að þá kemur hann fyrir sem „tough and decisive“. Það er nefnilega svo töff að styðja aftökur og hernað og vera alltaf til í að refsa öðrum (en hins vegar ekki mjög töff að kannast við eigin afglöp).

Á Íslandi myndast samt stundum mikil stemming fyrir hertum refsingum og núverandi ríkisstjórn hefur afrekað nokkuð í að „herða refsirammann“ eins og það heitir. Nú er t.d. leyfilegt að dæma menn í tólf ára fangelsi fyrir að smygla fíkniefnum. Samkvæmt hugmyndafræðinni hlýtur þá mjög að draga úr fíkniefnasmygli bráðum. Og ef hægt verður að dæma menn í 16 ára fangelsi eða 20 ára fangelsi hlýtur smyglið barasta að hverfa, er það ekki?

Einnig hefur oft verið rætt um hertar refsingar við nauðgunum og öðrum brotum sem stundum eru kölluð „kynferðisbrot“ sem er þó eilítið varasamt nafn. Þessi brot eru svo sannarlega hræðileg. Samt er maður stundum ekki síður hræddur þegar fólk fer að tjá sig á spjallsíðum um mikilvægi þess að herða refsingar við þessum brotum. Enda glyttir þá talsvert í sama hugsunarhátt og í Sádí-Arabíu og í Bandaríkjunum.

Á meðan sósíalisminn var og hét í heiminum og frjálslyndi merkti eitthvað annað en hömlulaus auðsöfnun hinna fáu var stundum rætt um „betrunarhús“ og „betrunarvist“ og að fangelsi hefði þann tilgang að gera menn að betri mönnum. Samt var alltaf nauðsynlegt að horfast í augu við það að í sumum tilvikum væru fangelsi staðir til að geyma stórhættulegt fólk sem beitir ofbeldi að staðaldri.

En hugmyndafræði refsigleðinnar gengur ekki út á það. Refsingar eiga að vera hefnd, bæði einstaklinga og samfélagsins. Samkvæmt hugmyndafræði refsigleðinnar er allt í lagi með að geyma Talíbana á Kúbu án dóms og laga við viðbjóðslegar aðstæður vegna þess að þetta er einfaldlega hefndin fyrir 11. september. Meðferðin á hvítflibbunum í Bandaríkjunum er líka hefnd hinna fátæku á þeim ríku sem hefur orðið á. Og aftökurnar á torgum víða um heim og inni í fangelsum í andlegu föðurlandi margra Íslendinga eru samfélagsleg hefnd.

Það er sorglegur vitnisburður um ástand heimsmála að refsigleðin skuli vera farin að sækja í sig veðrið. Enn eru þó aftökur bannaðar í Evrópu en það vígi er viðkvæmt og brothætt. Umræðan í Bretlandi um morðingja Jim Bulger er ekki síður óhugnanlegt en morðið sjálft og sama gerist aftur og aftur þegar aðstæður verða þannig. Þess vegna er mikilvægt að haldið sé áfram við það sem eina sinni var gert: Að kenna fólki að fangelsi eru ekki til þess að samfélagið hefni sín og gildi refsinga felst ekki í að þær séu harðar þannig að fórnarlambið geti komið fram hefndum. Refsingar eiga að vera til betrunar og í stöku tilvikum til að vernda samfélagið gegn hættulegu fólki. Það er sjaldnast til bóta að herða þær. Við viljum vonandi ekki gera aftökur aftur að sunnudagsskemmtun.
Ármann Jakobsson.

Múrinn.is

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli