Frétt

Jónas Haraldsson / DV | 07.08.2002 | 13:14Ólíðandi illmennska

Fréttir af ótrúlegum fantaskap flæða yfir okkur. Af nýjustu slíkum ber hæst líkamsárás í vesturbæ Reykjavíkur fyrir helgi. Þrír menn, bræður um tvítugt og faðir þeirra, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um fólskulega árás á ungan mann sem fannst meðvitundarlaus, höfuðkúpubrotinn auk þess sem blætt hafði inn á heila. Ungu mennirnir eiga sér langan brotaferil, innbrot, líkamsárásir og fíkniefnamisferli. Afbrotin stigmagnast og mildi að ekki hlaust dauði af í ofangreindu tilviki. Svipað má segja af nýlegu máli þar sem kona var skorin á háls. Fréttir af hótunum, barsmíðum, hnífstungum og jafnvel skotárásum eru tíðar. Harka er að aukast og oftar en ekki tengjast málin fíkniefnaneyslu eða -sölu. Handrukkarar, innheimtumenn sem ná sínu fram með hótunum og líkamsmeiðingum, eru í stétt manna sem í seinni tíð er talað um eins og sjálfsagðan hlut.
Lögregla, læknar og hjúkrunarfólk koma að þessum málum og ofbýður að vonum. Þannig undraðist Jón Baldursson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þá illmennsku sem viðgengst í samfélaginu. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði hann illmennskuna óskaplega og mikið álag á bráðadeildir vegna hennar.

Læknirinn vakti athygli á andvaraleysi þjóðarinnar gagnvart ofbeldinu. Þá greindi hann frá tilfellum þar sem starfsfólk sjúkrahúsanna fékk til meðferðar fórnarlömb sem augljóslega höfðu verið pyntuð. Hann kallaði eftir samstilltu átaki til þess að berjast gegn ástandinu.

Undir þau orð læknisins skal tekið. Ólíðandi er með öllu að rumpulýður komist upp með fautaskap, hótanir og meiðingar. Í þeim efnum þarf lögregla að herða tökin en mest á ríður að almenningur skeri upp herör gegn ofbeldinu, líði það ekki. Oft má sjá í hvað stefnir með unglinga sem lent hafa út af sporinu. Afbrotaferillinn vill verða langur sé ekkert að gert. Ráði foreldrar og forráðamenn ekki við vandann verða aðrir að grípa inn í.

Ofbeldi eykst samfara aukinni fíkniefnaneyslu. Þeirri vá fylgir að öll gildi falla úr gildi. Líf og heilsa verður einskis virði. Fíknin tekur öll völd og í þeim heimi er öllum brögðum beitt. Sá sem ekki getur greitt fyrir efnin, hvort sem er neytandi eða dreifingaraðili, er ekki tekinn vettlingatökum. Dugi hótanir ekki er pyntingum beitt. Illmennskan tekur öll völd.

Skemmtanalífi okkar fylgir ofbeldi, segir Jón Baldursson yfirlæknir, sem þekkir afleiðingar þess. Þess er rétt að minnast nú þegar árleg sukkhátíð Íslendinga, verslunarmannahelgin, er afstaðin. Ungmenni eru komin til síns heima, hrakin af bleytu og vosbúð og eru sammála um það eitt að útihátíðavistin hafi verið ömurleg. Þótt þessar sukkhátíðir hafi viðgengist í áratugi er ekki þar með sagt að það ástand sé óumbreytanlegt. Vilji menn viðurkenna vonda stöðu er það óforsvaranlegt að senda þúsundir unglinga á þær samkomur. Þar kynnast þeir áfengi fyrst, verða oft ofurölvi og ósjálfbjarga. Þar kynnast þeir fíkniefnum fyrst, oftar en ekki með skelfilegum afleiðingum. Þar eru nauðgarar á ferð í leit að auðveldri bráð. Ábyrgir foreldrar vilja ekki vita af börnum sínum á samkomum þar sem engin leið er að tryggja öryggi þeirra.

Almenningur má ekki yppta öxlum þegar sagt er frá sífellt aukinni hörku og föntum sem enga virðingu bera fyrir lífi og limum fólks. Það er heldur ekki sjálfsagður hlutur að safna unglingum saman árvisst til þess að auðvelda eitursölum starfið, til að tryggja það eitt að ungdómurinn komist sem fyrst í kynni við áfengi og fíkniefni. Samfélag sem leyfir slíkt er úr lagi gengið.

dv.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli