Frétt

Óli Björn Kárason / DV | 06.08.2002 | 15:16Umbrotatímar

Miklir umbrotatímar eru í íslensku þjóðfélagi. Hvert sem er litið er mikil gerjun og undiralda. Allt frá fjölmiðlum til fjármálastofnana, frá stóriðju til sjávarútvegs. Nýir aðilar með fjárhagslegt bolmagn til að takast á við krefjandi verkefni hafa komið fram á sviðið. Valdahlutföll í viðskiptalífinu hafa sem betur fer breyst. Fyrir fjölmiðla og blaðamenn er fátt skemmtilegra en fylgjast með hræringum og umbrotum í þjóðlífinu. En í hita leiksins er erfitt að sjá undir kraumandi yfirborðið. Oftar en ekki átta menn sig ekki á breytingunum fyrr en nokkru eftir að þær hafa orðið.
Bylting hefur orðið á íslenskum fjármálamarkaði síðustu ár sem gert hefur fyrirtækjum kleift að sækja fram með áður óþekktum þunga. Og enn eiga eftir að eiga sér stað róttækar breytingar.

Fyrir ráðherra bankamála væru það ekki ónýt eftirmæli í sögunni að hafa tryggt fulla einkavæðingu tveggja ríkisviðskiptabanka. Raunhæfur möguleiki virðist vera á því að selja á komandi mánuðum allt hlutafé ríkisins í Landsbankanum og a.m.k. stóran eignarhluta í Búnaðarbanka þannig að ríkissjóður verði í minnihluta. Með einkavæðingu bankanna verður til jarðvegur fyrir enn frekari breytingar í átt til nauðsynlegrar hagræðingar á fjármálamarkaðinum.

Hvernig svo sem deilurnar um eignarhald á Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, enda er ljóst að miklar breytingar verða á rekstrarumhverfi og formi sparisjóðanna á komandi árum. Augljóst er að áfram verður barist, með beinum eða óbeinum hætti, um völdin og áhrifin sem sparisjóðirnir hafa tryggt sér á umliðnum áratugum.

Umhverfi fjölmiðla hefur verið erfitt síðustu misseri og þegar hefur átt sér stað nokkur uppstokkun. Nýir eigendur hafa komið að útgáfu DV. Fréttablaðið komst í þrot þrátt fyrir yfirlýsingar forráðamanna þess um að blaðið hefði skilað hagnaði aðeins sex mánuðum eftir að útgáfa hófst. Nú er blaðið gefið út á nýrri kennitölu en ekkert liggur fyrir um eignarhald. Norðurljós, sem meðal annars reka Stöð 2, Sýn og Bylgjuna, berjast harðri baráttu fyrir lífi sínu enda skuldsetning fyrirtækisins gríðarleg og félagið í raun órekstrarhæft við núverandi aðstæður til frambúðar. Nýir meirihlutaeigendur hafa komið til liðs við Skjá einn en vandséð er að tvö einkarekin sjónvarpsfyrirtæki geti lifað á litlum markaði. Rekstrarfyrirkomulag Ríkisútvarpsins hefur fyrir löngu gengið sér til húðar en engin pólitísk samstaða hefur náðst um breytingar, sem er í sjálfu sér ágætt fyrir frjálsa fjölmiðla.

Ekki þarf mikinn sérfræðing til að sjá fram undan miklar breytingar á fjölmiðlamarkaðinum, sameiningu fyrirtækja, róttækar breytingar annarra. Og breytingarnar munu ekki allir lifa af.

Smátt og smátt hafa verið að myndast nokkurs konar fyrirtækjaheildir í sjávarútvegi líkt og Brynjólfur Bjarnason, fyrrum forstjóri Granda og núverandi forstjóri Landssímans, spáði fyrir nokkrum árum. Allt mælir með frekari samvinnu fyrirtækja og samruna í sjávarútvegi. Sú gríðarlega gerjun sem átt hefur sér stað í greininni síðustu 15 ár eða svo mun því halda áfram af fullum þunga.

Í stóriðju er allt á fleygiferð. Fyrirhuguð stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík og Norðuráls, hugsanleg bygging álvers í Reyðarfirði og tilheyrandi virkjunarframkvæmdir skjóta enn frekari stoðum undir íslenskt efnahagslíf.

Umbrotatímar geta verið erfiðir en tækifærin til framsóknar eru til staðar enda umbrot og gerjun hreyfiafl efnahagslegra framfara. Það er því engin ástæða til að örvænta heldur miklu fremur er ástæða til bjartsýni þar sem tekist er á við verkefni í síbreytilegu umhverfi.

dv.is

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli