Frétt

Björn Bjarnason / bjorn.is | 06.08.2002 | 15:08Deilur um hús

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.
Deilur um hús, sem reist eru fyrir opinbert fé, eru algengar, enda er oftar en ekki tilefni til að finna að því, hvernig að slíkum framkvæmdum er staðið. Ákvarðanir um það, hvort nauðsynlegt sé að ráðast í framkvæmdir með opinberum atbeina, valda oft ágreiningi. Síðan er gjarnan fylgst náið með því, hvort staðið sé við áætlanir eða ekki. Dæmin um slíkar deilur eru svo margar úr síðari tíma sögu okkar Íslendinga, að ekki er unnt að nefna þau öll. Mörg þessara húsa setja mikinn svip á umhverfi sitt eins og Hallgrímskirkja og Perlan.
Í mörg ár ræddu vinstri menn um flugstöð Leifs Eiríkssonar á þeim forsendum, að hún hefði verið eitthvert gæluverkefni sjálfstæðismanna og sáu ofsjónum yfir kostnaði við mannvirkið og töldu, að það hvíldi sem alltof þungur baggi á þjóðinni og sligaði ríkissjóð. Fljótlega kom í ljós, að flugstöðin var of lítil og nú hefur hún verið stækkuð til mikilla muna, án þess að nokkuð sé rætt sérstaklega um kostnaðinn vegna þeirra framkvæmda, enda sjá allir sanngjarnir menn, hve mikið notagildi mannvirkið hefur og hve miklu skiptir, að öll þjónusta þar sé samkeppnisfær á alþjóðavísu.

Seðlabankahúsið var lengi til umræðu og í mörg ár var sagt, að nær væri að gera eitthvað annað við fjármunina, sem til þess runnu, en að reisa húsið. Vissulega eru rök fyrir því, að ekki þurfi að reisa sérstakt glæsihýsi yfir starfsemi seðlabanka og öðru máli gegni til dæmis um það mannvirki en ráðhús, sem alls staðar verður eitt af táknum viðkomandi borgar – eða mannvirki eins og Perluna, sem verður sem borgartákni helst jafnað við Eiffel-turninn, þótt ekki eigi hún rætur að rekja til heimssýningar.

Næstu stórmannvirki í miðborg Reykjavíkur eru tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð, sem ætlunin er að bjóða út til einkaframkvæmdar með glæsihóteli við Reykjavíkurhöfn. Á stjórnmálavettvangi er ekki ágreiningur um nauðsyn þess, að hið opinbera, ríki og borg, komi að þessum framkvæmdum, en innan Sjálfstæðisflokksins hafa einkum ungir menn lagst gegn opinberri þátttöku í mannvirkjagerðinni.

Hinn málefnalegi Alfreð

Eitt hinna opinberu húsa, sem nú veldur ágreiningi, er verið að reisa sem höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við Réttarháls í Reykjavík. Þegar ákveðið var að leggja í þessa framkvæmd var ekki ágreiningur um hana í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða í borgarráði, enda var lagt upp á þeim forsendum, að kostnaður við mannvirkið yrði tæplega tveir milljarðar og mundi hann verða greiddur af sölu fasteigna OR, það er með því að selja höfuðstöðvar rafmagnsveitunnar, hitaveitunnar og vatnsveitunnar. Við flutning á allri starfsemi OR á einn stað mundi auk þess verða mikil hagræðing. Nú hefur tekist að selja ofan af rafmagnsveitunni og hitaveitunni fyrir samtals 1400 m. kr. en höfustöðvar vatnsveitunnar eru óseldar.

Nú í vikunni var skýrt frá því, að kostnaður við þetta hús OR mundi fara fram úr áætlun, sem síðast var um 2,3 milljarðir króna. Þegar Morgunblaðið spurði forstjóra OR um það, hve þetta frávik yrði mikið, vildi hann ekki svara því, þar sem stjórn OR hefði ekki verið skýrt frá því. Sama dag og Morgunblaðsfréttin birtist, 31. júlí, hafði fréttamaður RÚV samband við mig og fóru þá meðal annars fram þessi orðaskipti, sem birtust í kvöldfréttum þennan dag:

„Þórdís Arnljótsdóttir: Höfuðstöðvar fyrir á þriðja milljarð króna, þykir þér heldur mikið í lagt? Björn Bjarnason: Já mér finnst það. Ég held nú að þessi tala eins og ja, núna koma fram að hún kunni að verða á fjórða milljarð króna og ég hef sagt það og það er mín skoðun að það eigi nú að líta til annarra hluta heldur en að reisa svo dýrar höfuðstöðvar eða skrifstofubyggingar yfir þjónustufyrirtæki af þessum toga. En þessar ákvarðanir hafa verið teknar og það er unnið samkvæmt ákvörðunum sem voru teknar áður en ég kom beint að þessu máli. En þá var líka málið lagt fyrir á þann veg að það ætti að afla fjár til byggingarinnar með sölu á eignum, það hefur heldur ekki gengið eftir. Þannig að það eru tveir þættir sem ekki hafa gengið eftir í þessu máli. Annars vegar salan á eignunum og hins vegar kostnaðurinn við bygginguna. Þannig að þetta gat verður stærra en menn gerðu ráð fyrir í upphafi.?

Í þessum orðum endurtók ég sömu skoðun og ég hafði sett fram í kosningabaráttunni og olli deilum þá. Það er í fyrsta lagi, að líklegt sé, að kostnaður við þetta mannvirki verði á fjórða milljarð króna, og það sé að mínu mati ekki nauðsynlegt að ráðast í slíkar byggingar fyrir þjónustufyrirtæki eins og OR.

Daginn eftir ræddi fréttastofa RÚV við sjálfan Alfreð Þorsteinsson, stjórna

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli