Frétt

bb.is | 06.08.2002 | 12:51Minnisvarða um Fjalla-Eyvind og Höllu komið upp á Hrafnfjarðareyri

„Hér liggur Félla Eivindur Jónsson“. Gamli steinninn yfir Eyvindi lætur lítið yfir sér í grasinu í Hrafnfirði.
„Hér liggur Félla Eivindur Jónsson“. Gamli steinninn yfir Eyvindi lætur lítið yfir sér í grasinu í Hrafnfirði.
Minnisvörðum um útilegufólkið Fjalla-Eyvind og Höllu verður á morgun komið upp á Hrafnfjarðareyri í Jökulfjörðum, þar sem þau bjuggu saman um nokkurt árabil. Hugmyndina að þessu framtaki mun Konráð Eggertsson á Ísafirði eiga og hefur hún verið á döfinni í nokkur ár. Í minnisvarða Höllu var notaður steinn sem þeir Konráð og Einar Guðnason á Suðureyri völdu í Súgandafirði en þangað er talið að Halla hafi átt ættir að rekja. Steinn Eyvindar er hins vegar af heimaslóðum hans í Hlíð í Hrunamannahreppi. Magnús Tómasson myndlistarmaður fór síðan höndum og verkfærum um steinana. Hrafnfjarðareyri er einn af þeim sögustöðum íslenskum sem fæstir þekkja af eigin kynnum, enda sannarlega ekki í alfaraleið eftir að byggðirnar norðan Djúps fóru í eyði.
Á Hrafnfjarðareyri bjó á sínum tíma ung ekkja, Halla Jónsdóttir, og til hennar kom á einmanalegum flótta sínum undan réttvísi þeirra tíma útilegumaðurinn, friðsemdarmaðurinn og hagleiksmaðurinn frægi, Fjalla-Eyvindur Jónsson. Um 1760 lögðust þau Eyvindur og Halla út og bjuggu allvíða á miðhálendi Íslands næstu 15 til 20 árin, eins og örnefni og frásagnir eru til vitnis um. Síðan sneru þau aftur heim til Hrafnfjarðar og bjuggu þar frjálst fólk og þar andaðist Eyvindur árið 1782, nær sjötugur að aldri.

Á leiði Eyvindar er hvítmálað krossmark úr tré en einnig legsteinn allgamall með áletruninni Hér liggur Félla Eivindur Jónsson. Tóftir og rústir eru margar og dreifðar á Hrafnfjarðareyri, bæði af bæjarhúsum og peningshúsum, og eru þær nú ríkulega vaxnar hvönn. Bæjarlækurinn er á sínum stað en á sínum tíma var innangengt í hann eftir að Eyvindur byggði yfir hann af hugviti sínu og hagleik.

Hrafnfjarðareyri er einnig ein af sviðsmyndum Fóstbræðra sögu. Þar dvöldust þeir um skeið, Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld, og eru ýmsar sérkennilegar frásagnir af dvöl þeirra í Jökulfjörðum líkt og víðar um Vestfirði.

Þess má geta, að víða í ritum og á landakortum má sjá ritháttinn Hrafnsfjörður og Hrafnsfjarðareyri. Sú mynd virðist jafnframt breiðast jafnt og þétt út meðal fólks sem þessi nöfn eru ekki tungutöm.

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli