Frétt

| 24.08.2000 | 14:29Verðmæt fróðleiksnáma

Halldór Halldórsson og Birkir Friðbertsson við undirritun samningsins í dag.
Halldór Halldórsson og Birkir Friðbertsson við undirritun samningsins í dag.
Í dag undirrituðu þeir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Birkir Friðbertsson, formaður Búnaðarsambands Vestfjarða, samning um kaup Ísafjarðarbæjar á fjörutíu eintökum af Vestfjarðaritum I og II. Með kaupunum vill Ísafjarðarbær styðja við frumkvæði sambandsins í útgáfu metnaðarfullra rita af þessu tagi. Ritverk það sem hér um ræðir er nú þegar verðmæt samtímaheimild auk þess að vera fróðleiksnáma frá fyrri tíð og jafnframt örnefnaskráning.
Yfirskrift þessa tveggja binda verks er Vestfjarðarit I og II, Firðir og fólk 900-1900 og 1900-1999, Vestur-Ísafjarðarsýsla. Hvort bindi er sjálfstæð heild.

Fyrra bindið er margra ára eljuverk Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi alþingismanns og ritstjóra, en hann er upprunninn í Súgandafirði. Kjartan ritar inngang um hvern hrepp, eins þeir voru frá fornu og til skamms tíma, og greinir frá staðháttum og atvinnuháttum og ekki síst mannlífi, allt frá landnámi til síðustu aldamóta. Þar er saman kominn geysimikill fróðleikur. Síðan fylgir Kjartan bæjaröð í hverjum hreppi og segir jafnt frá þeim býlum sem enn eru setin og hinum fjölmörgu sem komin eru í auðn. Rakin er saga hvers bæjar og hvers kots, eftir því sem heimildir leyfa, allt frá Hokinsdal við Langanestá í Arnarfirði til Keflavíkur milli Galtar og Öskubaks.

Kjartan dregur saman heimildir og vinnur úr þeim að hætti vísindamannsins en ritar söguna að hætti listamannsins. Hann kryddar frásöguna ótalmörgum smásögum af örlögum fólks, sorglegum sem skoplegum. Bókin er hinn mesti skemmtilestur fyrir þá sem eru á annað borð gefnir fyrir þjóðlegan fróðleik.

Heimildaskrá Kjartans í bókarlok er um 30 þéttprentaðar síður. Álíta mætti það ærið starf um árabil að kynna sér þær heimildir allar, þótt ekki væri unnið úr þeim líka. Höfundur styðst við hin sundurleitustu rit prentuð, auk þess óprentaðar heimildir og handrit í skjalasöfnum og í einkaeigu hérlendis og erlendis og samtöl við fjölda fólks. Jafnan vísar hann til heimilda. Slíkar tilvísanir í bókinni eru lauslega metið vel á þriðja tug þúsunda. Þeim er samt þannig fyrir komið, að þær trufla ekki lesturinn.

Höfundar síðara bindisins eru samtals á þriðja tuginn. Fjallað er um tímabilið 1900-1999 en auk þess er sérstakur kafli um jarðsögu Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslna. Í þessu bindi eru lýsingar einstakra hreppa og byggða, greint frá landslagi og gróðurfari, búskap, útvegi, verslun, heilbrigðismálum, kirkjumálum og félagsmálum og mætti enn telja. Greint er frá ábúendum á hverju býli á þessari öld og fylgir aragrúi mynda, gamalla og nýrra, af fólki og bæjum og byggðum, auk mynda af atvinnutækjum og atvinnuháttum fyrri tíðar. Meðal annars eru nýjar myndir af ábúendum og býlum sem Árný Herbertsdóttir ljósmyndari á Ísafirði tók og aðrar sem Jón Aðalbjörn Bjarnason ljósmyndari frá Ísafirði tók með sama hætti fyrir liðugum aldarþriðjungi.

Formaður ritnefndar var Valdimar H. Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði, en aðrir í nefndinni voru Birkir Friðbertsson í Birkihlíð, formaður Búnaðarsambands Vestfjarða, Bergur Torfason, Guðmundur Grétar Guðmundsson og Magnús Guðmundsson. Áður áttu sæti í ritnefnd Friðbert Pétursson, Guðmundur Ingi Kristjánsson og Kjartan Ólafsson.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli