Frétt

| 24.08.2000 | 10:06Að slökkva á (ríkis) útvarpinu hefur...

...fengið nýja meiningu eftir að maður kom og sló út rafmagni í húsnæði ríkisútvarpsins að Efstaleiti í Reykjavík. Hann slökkti þar með á ríkisútvarpinu, báðum útvarpsrásum og sjónvarpinu í einu vetfangi. Svo einfalt var það, að ganga inn af götunni og inn í herbergið með rafmagnstöflunni og slá öllu út. Allt í einu var ekkert rafmagn, ekkert útvarp og ekki sjónvarp. Auðvitað urðu stjórnendur ríkisútvarpsins slegnir yfir þessu uppátæki mannsins. En það breytti engu um málið. Í nokkuð langan tíma var ríkisútvarpið ekki með í myndinni. Bylgjan, Stöð2, Skjár einn og Sýn voru ein um hituna, að ógleymdum öllum litlu útvarpsstöðvunum.

Útvarpsstjóri krafðist lögreglurannsóknar og taldi réttilega að ekki dygði að ,,slökkvarinn? sæti inni í fangaklefa eina nótt og þar með væri málinu lokið. Það er rétt hjá útvarpsstjóra að málið er alvarlegt og rannsókn verður að fara fram og niðurstöður hennar hljóta að verða forsvarsmönnum ríkisútvarpsins umhugsunar- og athugunarefni. Ríkisútvarpið hefur sérstöðu meðal fjölmiðla á Íslandi. Að því er skylduáskrift. Enginn getur átt útvarpstæki heima hjá sér án þess að greiða afnotagjald til stofnunarinnar. Sama er um sjónvarpið. Vilji einhver eignast sjónvarpstæki fylgir sú kvöð að greiða afnotagjald til Sjónvarpsins, sem ríkisútvarpið á og rekur.

Í umræðu undanfarinna ára um breytt rekstrarform ríkisútvarpsins, einkavæðingu, sölu að hluta eða öllu leyti, hefur öryggishlutverk ríkisútvarpsins ávallt borið hæst meðal röksemda gegn sölu. Vissulega hefur örugg fjölmiðlun á hættustund úrslitaáhrif. Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní síðastliðinn, brást ríkisútvarpið. Umfjöllun um fótboltaleiki utan úr heimi hafði forgang. Stöð2 og Bylgjan höfðu betur í samanburði við ríkisútvarp og –sjónvarp. Nokkuð féll því á glansmynd ríkisrekins öryggisútvarps. Enda fór svo að aðfaranótt 21. júní síðast liðinn vaknaði ríkisútvarpið og sinnti skyldum sínum þegar jarðskjálfti að styrkleika 6,6 á Richter skók Suðurland á nýjan leik.

En mánudaginn 7. ágúst síðastliðinn sló Stöð2 ríkissjónvarpinu við á nýjan leik með fréttaflutningi strax um kvöldið. Flugslys við Reykjavík er alvara, sem fjölmiðlar hljóta að láta sig varða strax. Ríkisútvarpið mátti því ekki við þessu áfalli nú.

En ýmsir kostir fylgja þó því að slökkt var á útvarpinu um daginn. Vandinn er ljós. Íslendingar eru smám saman að átta sig á því, að allt getur gerst. Öryggismál eru ekki fólgin í því einu að taka upp símann og hringja í lögregluna. Hver og einn, bæði einstaklingur og fyrirtæki hefur þær skyldur gagnvart sjálfum sér og öðrum að sinna öryggi sínu og sinna að miklu leyti. Frjáls aðgangur allra að öllum skrifstofum og starfsmönnum hins opinbera er ekkert sjálfsagt mál á Íslandi nútímans. Ef öryggis er ekki gætt verður bara slökkt á útvarpinu eða jafnvel hverju sem er!

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli