Frétt

Kreml.is / Hólmfríður Sveinsdóttir | 31.07.2002 | 14:35Kall eftir konum

Áhugafólk um stjórnmál er þegar farið að hlakka til spennandi kosningavetrar. Það spillir heldur ekki fyrir að kosið verður eftir nýju kjördæmafyrirkomulagi með tilheyrandi breytingum. Slíkar breytingar bjóða upp á ýmis tækifæri fyrir þá sem þau vilja nýta. Fyrir þá sem það ekki vita þá verður nú kosið í þremur afar víðfemum landsbyggðarkjördæmum, sem hvert fær 10 þingmenn og þremur litlum en fjölmennum kjördæmum á höfuðborgarsvæðinu, sem hvert fær 11 þingmenn.
Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar þingmönnum umtalsvert á kostnað landsbyggðarinnar. Það er eðlilegt þar sem flestir kjósendur búa á höfuðborgarsvæðinu. Þannig fækkar t.d. í hinu nýja Norðvesturkjördæmi um 5 þingmenn. Þeir eru 15 en verða 10. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar þingmönnum aftur á móti um 11, auk þess sem Reykjanesið verður í Suðurkjördæminu og er því fjölgun þingmanna í raun enn meiri. Þrátt fyrir að vera sjálf landsbyggðartútta hef ég ekkert á móti því að fjöldi þingmanna sé í takt við íbúafjölda hvers svæðis. Enda var megin tilgangur þessara breytinga að jafna vægi atkvæða. Menn höfðu reyndar ekki dug í sér að ganga skrefið til fulls því enn vantar talsvert upp á að vægi atkvæða sé jafnt. Það er þó staðföst trú mín og von að þegar blásið verði til Alþingiskosninga árið 2007 þá verði landið allt eitt kjördæmi.

Það sem ég hef áhyggjur af varðandi þessar breytingar er kynjahlutfall landsbyggðarþingmanna af afstöðnum kosningum. Áhyggjurnar byggi ég á þeim rökum að fyrir eru mun fleiri karlar en konur. Svo ég taki dæmi úr mínu kjördæmi, því sem snýr í Norðvestur, þá voru þetta þrjú kjördæmi samkvæmt gamla fyrirkomulaginu með alls 15 þingmenn. Kynjahlutfallið er 14:1 (sem NB er verra en 14:2 og þótti það nógu slæmt á sínum tíma). Eftir því sem ég best veit þá ætla allir sitjandi þingmenn þessa kjördæmis að gefa áframhaldandi kost á sér til starfsins. Og það sem verra er, eina konan er Siglfirðingur og fer því í Norðausturkjördæmið. Að óbreyttu verður staðan 10:0.

En breytingar kalla líka á tækifæri. Ekki hvað síst fyrir konur í þessu tilfelli. Því held ég í vonina að talsverð endurnýjun muni eiga sér stað. Það er bara að nota tækifærin þegar þau bjóðast. Nú, og ef þau bjóðast ekki af sjálfu sér þá er bara að opna augu fólks fyrir möguleikunum.

Lengi vel voru þingmenn eingöngu af karlkyni. Þar af leiðandi var stjórnmálaumhverfið allt afar karllægt. Hægt og rólega tóku konur að hasla sér völl. En það gerist afar hægt og frumkvöðlarnir unnu í raun þrekvirki. Árið 1995 var hlutfall kvenna á Alþingi 25% og 1999 fór hlutfallið upp í 35%. En betur má ef duga skal. Og nú eru það sérstaklega konur af landsbyggðinni sem spjótin beinast að. Þær þurfa í auknu mæli að axla ábyrgð á landsmálunum og gefa kost á sér í efstu sæti framboðslista.

Mér sýnist ekki þörf á að hafa áhyggjur af höfuðborgarsvæðinu hvað kynjahlutfallið varðar, þó vissulega megi ekki sofna á verðinum. Konur á því svæði virðast vera búnar að læra inn á leikinn og þær láta sig vonandi ekki vanta á framboðslistanna. Það góða við þessa miklu fjölgun þingmanna þar er að þá gefst nýju fólki, af báðum kynjum, tækifæri til að spreyta sig.

Gagnrýnisraddir segja oft og iðulega að það eigi ekki að fá konu í framboð bara vegna þess að hún er kona..... þvílík endemis vitleysa. Það hefur aldrei verið gert og stendur ekki til. A.m.k. ekki frekar en karl fer í framboð vegna þess að hann er karl. Þessar sömu raddir segja líka að það eigi ekki að ganga á eftir konum til að fá þær í framboð. Þar er ég ósammála. Þar sem frambærileg kona á í hlut þá er það svo sannarlega þess virði að ganga á eftir henni til að fá hana í framboð. Eins og fram er komið þá er umhverfið enn það karllægt að mörgum konum finnst það ekki henta þeim. Svo eru líka flestar konur þannig úr garði gerðar að þær eru haldnar meiri fullkomnunaráráttu en karlar. Og karlarnir treysta sér frekar út í hið óþekkta.

Ég trúi því einlæglega að þjóðfélaginu farnist best komi sjónarmið beggja kynja sem jafnast fram í stjórnun þess. Kynin eru ólík, um það verður ekki deilt, og þar af leiðandi sjá konur og karlar hlutina í ólíku ljósi. Hvorugt sjónarmiðið er réttara eða sannara en hitt.

Baráttukveðjur,
Hólmfríður Sveinsdóttir.

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli