Frétt

DV / Sigmundur Ernir | 31.07.2002 | 13:46Í sambúð með álveri

Hvorki heyrist hósti né stuna í umhverfisverndarsinnum vegna stækkunar álversins í Straumsvík ef miðað er við stóriðjuáform í öðrum landshlutum. Þar er þó ekki verið að tala um lítils háttar viðbót heldur þriðjungs stækkun á húsakosti og tækjum og nærfellt 300 prósenta meiri framleiðslugetu en nú er til staðar í Straumsvík. Skipulagsstofnun hefur nú fallist á þessa fyrirhuguðu stækkun fyrir sitt leyti með eðlilegum skilyrðum sem eru bæði ströng og afdráttarlaus.
Forráðamenn ALCAN sem reka álbræðsluna suður í hrauni sjá fram á allt að 460 þúsund tonna ársframleiðslu eftir að fyrsta og öðrum áfanga stækkunarinnar er lokið, en verksmiðjan annar nú 170 þúsund tonnum á ári. Þetta eru stórhuga ráðagerðir og sýna að möguleikar margs konar stóriðju í orkuríku landi eins og Íslandi eru miklir. Þau sýna að útlendingar eru reiðubúnir að fjárfesta myndarlega hér á landi enda bjóðist þeim raforkuverð sem er fært við samkeppni úr hvaða átt sem er.

Þegar fyrirhugað var að reisa 60 þúsund tonna álver við hliðina á Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í norðanverðum Hvalfirði reis upp hópur manna og fór mikinn í fjölmiðlum. Óttast var að sól myndi sortna í firðinum langa og var ákafi mótmælenda slíkur að þeir voru reiðubúnir að járna sig fasta við vinnuvélar og berjast til síðasta manns. Umræðan um umhverfismál í Hvalfirði er löngu þögnuð. Álverið er risið og mun ugglaust verða fimmfalt stærra á næstu árum – í kyrrþey.

Umræðan um verksmiðju ÍSALs sem nú heitir ALCAN hefur ekki fyllt margar síður á seinni árum. Hún hefur meira og minna legið í láginni. Ef til vill hentar það ekki umræðuefninu að vel hefur tekist til í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar. Þar stunda menn útivist á einhverjum fegursta golfvelli landsmanna í næsta nágrenni við afkastamesta og stærsta álver landsins. Þangað teygja sig nýjustu íbúðabyggðir bæjarins og er barist um lóðirnar. Álverið er fyrir margt löngu orðið snar þáttur í öllu bæjarlífinu.

Segja má að nýtt 290 þúsund tonna álver rísi í Hafnarfirði á næstu árum ef fram fer sem horfir. Það er næstum fimmfalt stærra álver en núverandi verksmiðja Norðuráls í Hvalfirði. Viðbrögðin við þessum tveimur kostum í uppbyggingu iðnaðar í landinu eru vægast sagt ólík. Engum sögum fer af hópum fólks sem ætlar að járna sig við vinnuvélar í Straumsvík. Engum sögum fer heldur af hugsanlegu umhverfisslysi í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar. Umræðuefnið hentar ekki málstaðnum.

Vitaskuld er það svo að sambúð álvers og íbúðabyggðar í Hafnarfirði hefur heppnast. Áratugareynsla sýnir að gamla grýlan er ágætur nágranni og ekki ófríðari en svo að menn vilja ólmir njóta útivistar í næsta nágrenni hennar og reisa sér og börnum sínum framtíðarheimili fast við hlið hennar. Þessi reynsla Hafnfirðinga ætti að nýtast íbúum annarra fjarða sem vonast eftir álveri í sína byggð. Hún sýnir að íbúðabyggð og álver eru engar andstæður eins og oft hefur verið haldið fram.

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir í DV í gær að stækkunin sé gríðarlega mikilvæg fyrir atvinnulífið í bænum. Vert er að minnast orða hans frá því í byrjun þessa mánaðar þegar frestur til að skila inn athugasemdum vegna umhverfisáhrifa af stækkun álversins í Straumsvík var liðinn. Þar sagði hann að „mikil sátt ríki í Hafnarfrði og nágrenni“ um þessa stækkun. Sex athugasemdir bárust, „óvenjufáar“ að mati skipulagsstjóra ríkisins. Kannski er álverið ekki nógu langt úti á landi?

Leiðari DV
Sigmundur Ernir

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli