Frétt

Stakkur 31. tbl. 2002 | 31.07.2002 | 13:02Sveitarstjórar á Vestfjörðum

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar var endurráðinn í starf sitt. Fyrri meirihluti endurnýjaði sig þrátt fyrir örlitlar breytingar. Framsóknarflokkur tvöfaldaði sig í bæjarstjórn og hefur nú tvo í stað eins áður. Halldór er nú efsti maður í bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna og um leið pólitískur oddviti hans. Laun hans hækkuðu um 50%. Sjálfsagt er að hann vel að þeim kominn eins og bæjarfulltrúarnir sem fengu einnig ríflega hækkun á litlu kaupi sínu.

Ólafur Kristjánsson hafði lýst því að hann hygðist hætta sem pólitískur bæjarstjóri og láta af störfum enda á hann langan feril í bæjarstjórn Bolungarvíkur og áður hreppsnefnd Hólshrepps. Hann mun nú sitja fram á haust meðan hreinn meirihluti sjálfstæðismanna hugsar sinn gang.

En annars staðar hafa orðið breytingar. Nú nýverið var Ómar Már Jónsson iðnrekstrarfræðingur ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Nokkra athygli vekur að meðal hinna tólf umsækjenda, er urðu að víkja fyrir honum, voru bæði Ágúst Kr. Björnsson, fyrrverandi sveitarstjóri Súðavíkurhrepps 1995 til 2001 og núverandi sveitarstjóri og fyrrum oddviti hreppsins, Friðgerður Baldvinsdóttir, sem tók við af Ágústi. Ýmsar vangaveltur koma upp af þessu tilefni. Ágúst hefur reyndar sótt um bæði í Ölfusi og sveitarfélaginu Árborg. Í hinu fyrrnefnda voru 40 umsækjendur og hinu síðara 17, en þeim var reyndar öllum hafnað, komu bersýnilega ekki til greina. Ágúst sótti reyndar einnig um í Vesturbyggð en þar var ráðinn fyrrverandi sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, Brynjólfur Gíslason. Fráfarandi bæjarstjóra, Jóni Gunnari Stefánssyni, var einnig hafnað. Brynjólfur var í millitíðinni sveitarstjóri í Húnaþingi vestra með aðsetur á Hvammstanga.

Áður en vikið verður að því af hverju sitjandi sveitarstjórar á Vestfjörðum njóta ekki trausts er rétt að minna á, að minnihluti bæjarstjórnar Vesturbyggðar vildi að einnig yrði rætt við Ágúst, en því var hafnað. Jón Gunnar og Friðgerður nutu greinilega ekki trausts sinna sveitarstjórna og var hafnað. Hafði þeim orðið á í störfum sínum eða voru þau einfaldlega ónothæf, þótt þau hafi gegnt bæjar- og sveitarstjórastörfum til þess að nýir voru ráðnir í þeirra stað? Fróðlegt væri að fá spurningunni svarað. Ólíklegt er þó að hreppsnefnd Súðavíkurhrepps eða bæjarstjórn Vesturbyggðar muni svara því hvað gerði starfsmenn og fyrrum starfsmann síður hæfa en aðra.

Nýr sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps, Ásdís Leifsdóttir rekstrarfræðingur, var valin úr hópi 10 umsækjenda, sem Haraldur V.A. Jónsson oddviti hafði eftirfarandi orð um: „Við hefðum þó yfir heildina litið viljað sjá reynslumeiri einstaklinga sækja um stöðuna.“ Oddvitinn taldi þó að Ásdís myndi standa sig vel. Ekki er annað vitað en Jóna Valgerður Kristjánsdóttir verði áfram sveitarstjóri í Reykhólahreppi og Ólafur Magnús Birgisson sömuleiðis á Tálknafirði. Óbreytt staða er því í fjórum sveitarfélögum en breytingar í vændum í Bolungarvík. Þrír sveitarstjórar koma ferskir til starfs. Eins og horfir gildir það um meirihluta þeirra næstu áramót. Boðar það nýtt?


bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli