Frétt

Eiríkur Bergmann Einarsson | 30.07.2002 | 11:33Undarleg brottvikning

Þorfinnur Ómarsson.
Þorfinnur Ómarsson.
Tímabundin brottvikning Þorfinns Ómarssonar úr starfi framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs er undarleg svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins vegna þess að bókhaldsmál Kvikmyndasjóðs hafa ekki verið í neitt meiri óreiðu en hjá mörgum öðrum ríkisstofnunum, heldur einnig útaf því að ekkert í skýrslu Ríkisendurskoðunar gefur tilefni til slíkra viðbragða. Samt var honum umsvifalaust vikið úr starfi sama dag og skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út. Af fréttum að dæma fékk hann ekki einu sinni tækifæri til að skýra sitt mál eða koma nokkrum athugasemdum á framfæri. Örfáum tímum eftir að skýrslan kom út var einfaldlega hringt í farsímann hans þar sem hann var staddur út á landi og honum tilkynnt um brotvikninguna.
Við lestur á skýrslu Ríkisendurskoðunar er fátt sem gefur tilefni til umsvifalausrar brottvikningar úr starfi. Vissulega kemur fram að bókhald stofnunarinnar hafi verið í ólestri en hvergi nokkurstaðar er gefið í skyn að framkvæmdastjórinn hafi misfarið með fé. Þvert á móti er sérstaklega tekið fram að útskýringar á færslu reikninga séu mjög trúverðugar þótt ekki hafi verið farið að góðum bókhaldsreglum. Ennfremur er tryggilega greint frá því að undanfarin misseri hafi verið gerð veruleg bragabót á bókhaldinu og það sé nú til fyrirmyndar.

Þorfinnur hefur sjálfur gefið þær skýringar á pappírsveseninu að samfara vaxandi fjárhagslegum umsvifum Kvikmyndastjóðs hafi fáliðað starfsfólkið ekki haft undan að færa pappírana til bókar. Hann fór því – eðlilega – fram á það við stjórn Kvikmyndasjóðs að ráðinn yrði fjármálastjóri til að tryggja rétta bókhaldsmeðferð. Því var hafnað.

Allir sem hafa fylgst með Kvikmyndasjóði og störfum framkvæmdastjóranns vita að Þorfinnur hefur staðið sig feikivel í starfi. Það er óumdeilt að hann hefur verið óþreytandi við að koma íslenskum kvikmyndum á framfæri erlendis og fáir í kvikmyndabransanum efast um þátt hanns í að gera kvikmyndagerð að fullburða listgrein og iðnaði á Íslandi.

En hvers vegna er þá verið að víkja honum úr starfi? Sumir fullyrða að það sé vegna þess að hann sé stjórnvöldum ekki næginlega leiðitamur varðandi úthlutanir úr sjóðnum, en hann á einnig sæti í úthlutunarnefnd. Því vil ég ekki trúa.

Eiríkur Bergmann Einarsson / kreml.is

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli