Frétt

| 24.08.2000 | 07:00Vaxtarbroddur í ferðaþjónustu

Sigríður G. Ásgeirsdóttir ofan við flotbryggjuna þar sem ferðamenn koma á land.
Sigríður G. Ásgeirsdóttir ofan við flotbryggjuna þar sem ferðamenn koma á land.
Sigríður G. Ásgeirsdóttir á Ísafirði útskrifast nú um helgina af ferðamálabraut Hólaskóla. Þaðan liggur leið hennar í Háskóla Íslands, þar sem hún mun stunda nám í ferðamálafræði. Lokaverkefni Sigríðar þessari grein í Hólaskóla heitir Skemmtiferðaskip – vaxtarbroddur í ferðaþjónustu, og fjallar um móttöku erlendra skemmtiferðaskipa á Ísafirði.
Í sumar hefur Sigríður starfað við ferðaþjónustuna heima á Ísafirði og tekið á móti öllum skemmtiferðaskipum sem komið hafa. Starfið í sumar er lokaönn hennar í Hólaskóla og hinn verklegi þáttur námsins. Ritgerð sína byggir Sigríður að hluta á eigin reynslu en einnig hefur hún safnað upplýsingum um flest það sem málið varðar. Leiðbeinandi hennar við þetta verkefni var Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða.

Auk tölulegra samantekta, sem fram koma í ritgerðinni, bendir Sigríður á margt sem betur má fara við móttöku ferðamanna á skemmtiferðaskipum. Markmiðið er tvíþætt: Annars vegar að gestirnir njóti hinnar stuttu viðdvalar sem best og geti nýtt sér hana sem best. Hins vegar að þeir sem að ferðaþjónustu vinna og samfélagið á svæðinu í heild geti haft sem mestan hag af komu gestanna.

Fram kemur, að komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Markaðssetning hófst ekki fyrir alvöru fyrr en árið 1995, þegar þau Hermann Skúlason hafnarstjóri og Inga Ólafsdóttir ferðafræðingur fóru til Miami á sýninguna Shipping Cruise Convention, sem haldin er á hverju ári. Þessu hefur síðan verið fylgt rækilega eftir.

Farþegunum hefur fjölgað enn meira en skipakomunum. Má nefna, að árið 1995 voru þeir um 1.700 en á þessu ári tæplega 5.000 eða nærri þrefalt fleiri. Þá eru áhafnir ekki meðtaldar en þær eru jafnan mjög fjölmennar. Það er því ljóst, að miklu skiptir að geta boðið öllum þessum fjölda fólks þjónustu og varning sem það vill kaupa og að geta kynnt það sem í boði er á skilmerkilegan hátt. Forsenda þess að stöðugt fleiri skip og fleiri farþegar komi til Ísafjarðar er einnig sú, að þeir sem komið hafa beri heimsókninni og móttökunum vel söguna.

Í ritgerð Sigríðar kemur fram, að Bretar og Bandaríkjamenn sem koma með skemmtiferðaskipum séu einna áhugasamastir um að versla og kaupa sér aðra þjónustu og séu ánægðustu gestirnir. Þjóðverjar á hinn bóginn versla yfirleitt minna, enda þótt þeir séu vissulega áhugasamir um land og þjóð. Þessar þrjár þjóðir eru stærstur hluti farþeganna.

Sigríður veltir upp þeirri lykilspurningu, hvort móta þurfi mismunandi áherslur gagnvart mismunandi þjóðernum og hvernig betur sé t.d. hægt að höfða til Þjóðverja en tekist hefur til þessa. Hún nefnir einnig að gerðar verði hliðstæðar athuganir vegna ólíkra ferðamannahópa að öðru leyti, svo sem eftir því hversu íburðarmikil skipin eru og ferðirnar dýrar og eins eftir aldri gestanna. Þegar slíkt liggur fyrir er auðveldara fyrir ferðaþjónustuna að búa sig undir komu hópanna með mismunandi áherslum.

Sigríður leggur til að upplýsingum og fræðsluefni um það sem í boði er, svo sem möppum og myndböndum, verði komið um borð í skipin og í hendur gestanna áður en þeir koma til Ísafjarðar. Fólkið hefur oftast mjög lítinn tíma í landi og því væri heppilegt að geta skipulagt fyrirfram sem nákvæmast hvernig honum verði varið.

Í ritgerð sinni nefnir Sigríður ýmsa litla hluti sem geta þó verið stórir í reynd. Um gönguleið gestanna frá flotbryggjunni á Ísafirði og upp í bæ segir t.d.:„Stysta leiðin er milli tveggja frystihúsa og er þar frekar grýttur jarðvegur og mikið af illgresi. Þetta er mjög stuttur kafli og ætti ekki að vera mikið mál að laga þetta til.“ Annað dæmi frá komu tiltekins skemmtiferðaskips í sumar: „Vel gekk að koma farþegum í rútur og ferðir en mikill fjöldi farþega sem ætlaði út í skipið aftur safnaðist saman um hádegisbil á höfninni og þá vantaði tilfinnanlega sæti fyrir þá og vert er að spyrja sig hvort við þurfum ekki að vera betur undirbúin fyrir slíkan fjölda. Margt af því fólki sem ferðast með skemmtiferðaskipum er gamalt og fótlúið og því væri mjög gott að geta boðið því að sitja meðan beðið er.“

Sigríður fjallar í ritgerð sinni um fjölmargar hliðar á þessu máli, sem hér er ekki vikið að. Ljóst má vera, að þetta verk hennar er þarfur og góður grunnur að betri og skipulegri nýtingu og ræktun þeirrar auðlindar, sem ferðamannaþjónusta getur verið fyrir þetta svæði.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli