Frétt

| 23.08.2000 | 13:26Einkennilegt gengi í sumar

Gengi Knattspyrnubandalags Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur (KÍB) í 2. deild karla í sumar hefur verið einkennilegt. Eftir fjórar umferðir eða um miðjan júní var lið sambandsins á toppnum með fullt hús stiga. Síðan fór að síga á ógæfuhliðina og sigur hefur ekki unnist síðan í lok júní. Eftir það hefur KÍB leikið sjö leiki og tapað sex þeirra, þar af fjórum síðustu leikjunum í striklotu. Í síðustu sjö leikjum hefur liðið skorað 7 mörk en fengið 24 á sig. Í kvöld kl. 19 tekur KÍB á móti Aftureldingu, sem er meðal efstu liða í deildinni. Leikurinn verður á Skeiði í Bolungarvík og verður fróðlegt að sjá hvernig fer.
Þeir sem til þekkja fullyrða, að liðið sjálft sé ekki slakara en í upphafi leiktíðar og spili ekki verr en þá. Einnig mun almenn ánægja með störf þjálfarans, Björns Vilhelmssonar, og engar ráðagerðir um að láta hann víkja, eins og oft er gert þegar illa gengur. Hins vegar hafa önnur lið í 2. deild verið styrkt verulega með ráðningu nýrra leikmanna, sem KÍB hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til. Liðsmenn KÍB eru allir ólaunaðir, fyrir utan þjálfarann, en yfirdráttarskuldir vegna rekstrarins munu nema hátt í milljón króna.

Samkvæmt reglum KSÍ var leikmönnum heimilt að hafa félagaskipti til loka júlímánaðar. Þessi heimild hefur óspart verið notuð syðra og m.a. hafa margir leikmenn liða í úrvalsdeild og fyrstu deild, sem lítið eða ekkert fengu að spila, gengið til liðs við félög í 2. deild til þess að fá tækifæri og þurfa ekki að sitja sífellt á varamannabekknum.

Fyrir utan að KÍB hefur ekki fjármagn til að greiða slíkum leikmönnum 60-150 þúsund krónur á mánuði í laun getur sambandið ekki boðið þeim þá aðstöðu sem nauðsynleg væri. Leikmenn sem skipta um félag á höfuðborgarsvæðinu hafa húsnæði og vinnu en hér þyrfti að útvega þeim hvort tveggja.

Auk þess sem leikmenn KÍB þiggja ekki laun frá sambandinu fyrir að spila fótbolta hafa þeir gert ýmislegt til að létta því róðurinn fjárhagslega. Þeir hafa tekið að sér störf og látið kaupið ganga til KÍB og þeir hafa farið akandi á einkabílum til Reykjavíkur til að spara KÍB flugfargjöld. Þrátt fyrir það kostar rekstur KÍB mikið fé og endar nást ekki saman.

Aðsókn að heimaleikjum KÍB er lítil, einkum á Ísafirði. Heimaleikir eru ýmist í Bolungarvík eða á Ísafirði og hefur aðsóknin að jafnaði verið frá fimmtán upp í sextíu til sjötíu manns á leik. Á Ísafirði virðast jafnan vera fleiri Bolvíkingar en Ísfirðingar meðal áhorfenda og má nefna, að á síðasta leik KÍB á Torfnesi töldust sex ísfirskir áhorfendur. Þó er nokkuð um að menn sitji í bílum í vegkantinum fyrir ofan völlinn og fylgist með en fari um leið og komið er að rukka.

Næsti og næstsíðasti heimaleikur KÍB er á Skeiðisvelli í Bolungarvík í kvöld. Þá tekur liðið á móti Aftureldingu, sem er í þriðja sæti í 2. deild og vann sig upp úr 3. deild á síðasta ári ásamt KÍB. Nú þegar fjórar umferðir eru eftir er KÍB í 7. sæti af tíu með 16 stig. Í þremur síðustu leikjunum keppir liðið á útivelli við Víði í Garði (sem er nú í 5. sæti), á útivelli við Selfoss (4. sæti) og á heimavelli við Létti úr Reykjavík (8. sæti). Væntanlega ræðst það ekki fyrr en í síðasta leiknum, sem verður 9. september, hvort KÍB heldur sér uppi í deildinni eða dettur aftur beina leið niður í þriðju deild.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli