Frétt

bb.is | 26.07.2002 | 16:05Galdramenn af Ströndum fremja seið sinn í Berlín í næstu viku

Krummi og klukka á Galdrasafninu á Hólmavík.
Krummi og klukka á Galdrasafninu á Hólmavík.
Mikil aðsókn hefur verið að Galdrasýningu á Ströndum það sem af er sumri. Útlit er fyrir að gestir í ár verði ekki færri en í fyrra en þá lögðu um 7.000 manns leið sína á sýninguna. Sigurður Atlason, einn aðstandenda sýningarinnar, segir að þessi stöðuga aðsókn komi talsvert á óvart. „Við áttum aldrei von á því að toppa fyrsta sýningarárið í gestafjölda“, segir hann. Á safninu á Hólmavík hefur verið bryddað upp á ýmsum nýjungum í ár. Má þar nefna umfjöllun um veðurgaldra sem þar hefur verið komið fyrir, en miklum sögum fer af kunnáttu Strandamanna þegar veðurguðirnir voru annars vegar. Þeir gátu komið í veg fyrir að aðkomumenn kæmust burt ef illa gekk að semja um verð á varningi og þeir gátu einnig selt mönnum byr í burtu.
Vinna við annan áfanga sýningarinnar, sem verður að Klúku í Bjarnarfirði, heldur og áfram og vonast Sigurður til þess að smíðum á kotbýli kuklarans verði lokið í haust. Þar hefur verið sett upp spjaldasýning utandyra þar sem lýst er fornum byggingaraðferðum og sagt frá bjarnfirskum galdramönnum ásamt fleiru. Gestir sem sækja Bjarnarfjörðinn heim í sumar geta komið við og fræðst lítillega um þau mál um leið og þeir fylgjast með smíðum og uppbyggingu á kotbýlinu. Stefnt er að því að fullbúin sýning verði opnuð í Bjarnarfirðinum innandyra og utan þann 1. júlí að ári.

Sigurður segir annars nóg um að vera í herbúðum galdramannanna af Ströndum og nefnir að hönnunarvinna sé þegar hafin við þriðja áfanga sýningarinnar, sem verður í Trékyllisvík. „Það er ómögulegt að segja hvenær þar verður opnað en ég vona að við getum hafist handa við að koma þeim hluta upp árið 2004“, segir Sigurður og bætir við að ýmislegt fleira sé í deiglunni.

„Tveir galdramenn af Ströndum eru á förum til Berlínar og galdra þar í næstu viku. Það hefur verið í gangi verkefni á vegum borgarsafnsins í Lúxemborg og háskólans í Trier um 17. öldina og við fengum boð um að koma og kynna Galdrasýninguna á hátíð sem þeir standa að í Berlín um þessar mundir. Þetta er gott tækifæri til þess að koma á einhvers konar evrópsku samstarfi um sýninguna okkar, því við þurfum meira fjármagn. Galdrasýningin á eftir að kosta eitthvað um 100-150 milljónir króna þegar upp verður staðið og því er mikilvægt að við náum að afla okkur styrkja til áframhaldandi uppbyggingar“, segir Sigurður og bætir því við að innkoma á Galdrasafnið í Hólmavík standi undir öllum rekstrarkostnaði við það. „Við þurfum fyrst og fremst styrki til þess að sinna áframhaldandi uppbyggingu. Safnið stendur undir sér.“

Fjórða áfanga Galdrasýningarinnar er áætlað að opna á Ströndum í ófyrirsjáanlegri framtíð. Þar segir Sigurður að ætlunin sé að fjalla um tengsl Íslands við Evrópu 17. aldar, áhrif þeirra á mannlífið hér og samband við galdrafárið. „Í beinu framhaldi er svo ætlunin að boða til stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu á Ströndum um 17. öldina eins og hún leggur sig“, segir Sigurður Atlason að lokum.

Þetta er þriðja starfsár Galdrasafnsins á Hólmavík, en það er opið frá kl. 10 til 18 alla daga fram til 31. ágúst.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli