Frétt

Björn Bjarnason / bjorn.is | 26.07.2002 | 08:44Breytt vinnubrögð blaðamanna

Fyrir þremur vikum tók ég að rita fastan dálk í Morgunblaðið, sem birtist þar á miðopnu á laugardögum. Er ánægjulegt að fá tækifæri til þess á nýjan leik að fást við þann þátt blaðamennskunnar, sem felst í því að láta eitthvað frá sér fara með reglubundnum hætti. Það krefst þess til dæmis að fylgjast betur en ella með öllu, sem er að gerast á vettvangi þjóðmála eða alþjóðamála og vega og meta, hvað er þess eðlis, að ástæða sé til að ræða það frekar.
Eftir að hafa haldið úti föstum pistlum hér á síðunni með því sniði, sem ég hef valið þeim, að vera persónulegri en almennt í blaðagreinum, er það endurþjálfun í sjálfu sér að setjast niður við að skrifa fastan blaðadálk reglubundið og það á jafnvirðulegan stað og miðopnu Morgunblaðsins.

Raunar hefur orðið veruleg breyting á Morgunblaðinu undanfarin ár að því leyti, að blaðamenn rita þar meira undir nafni en áður, þar á meðal dálka á borð við Viðhorf, þar sem þeir geta lýst skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Af þessum dálkum sést, að stjórnmálaskoðanir og áherslur blaðamannanna eru eins margar og þeir, sem láta þær í ljós. Þegar ég starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar sem aðstoðarritstjóri heyrði það til undantekninga, að blaðamenn skrifuðu annað en það, sem beinlínis sneri að fréttum og fréttatengdu efni.

Þá urðu fréttaskýringar oft tilefni opinberra umræðna og deilna, en þær hafa tekið á sig annan svip núna en var á áttunda og níunda áratugnum, þegar mikið var fjallað um stjórnmál í slíkum skýringum. Nú lýsa blaðamenn hins vegar skoðunum sínum á stjórnmálum í dálkum eins og Viðhorfi og taka þar afstöðu með og á móti mönnum og málefnum.

Í Morgunblaðið laugardaginn 20. júlí ritar Egill Ólafsson blaðamaður til dæmis um hið risastóra skrifstofuhús, sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) er að reisa við Réttarháls. Undir lok greinar sinnar gefur Egill í skyn, að í kosningabaráttunni til borgarstjórnar nú í vor höfum við sjálfstæðismenn lagt blessun okkar yfir þessar framkvæmdir og helst rætt um það, hvort í húsinu skyldi verða kaffihús, aðstaða til líkamsræktar eða myndlistarsýninga. Þessi ummæli Egils gefa alls ekki rétta mynd af því, sem ég sagði um þetta hús fyrir kosningar. Ég gagnrýndi það harkalega á fjölmörgum fundum, að ráðist væri í smíði skrifstofuhúss með þessum hætti og gerði það raunar einnig í ræðu, sem ég flutti í borgarstjórn 20. júní og lesa má hér á síðunni. Fékk ég þá þau svör frá Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni OR, að ég væri að ráðast á starfsfólk OR, það ætti rétt á að fá viðunandi starfsaðstöðu! Spurði ég þá, hvort andstæðingar Ráðhússins hefðu á sínum tíma verið að ráðast á þá, sem vinna í því húsi – en fékk að sjálfsöðgu engin svör. Finnst mér furðulegt, að blaðamaður skuli, þegar hann fjallar um mál sem þetta og afstöðu einstakra flokka til þess, ekki afla sér betri vitneskju en þeirrar, sem kemur fram í niðurlagi greinar hans.

– – –

(Ofanritað er hluti af pistli Björns Bjarnasonar á heimasíðu hans (www.bjorn.is) en fyrirsögnin Breytt vinnubrögð blaðamanna er samin af Bæjarins besta).

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli