Frétt

Ásgeir Friðgeirsson / pressan.is | 26.07.2002 | 08:14Norðurljós eru að vinna tíma

Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson.
Það er komið að skuldadögum hjá Norðurljósum. Fyrirtækið skuldar a.m.k. 8 milljarða króna og er útséð að rekstrarafgangur dugi fyrir afborgunum og vöxtum. Bankarnir eru að missa þolinmæðina en það vill Norðurljósum til happs að þeir eru ekki samstiga í aðgerðum. Íslensku bankarnir, Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands, eru að hefja harðar innheimtuaðgerðir á meðan félagið á í viðræðum við erlenda lánadrottna um endurskipulag á fjármálum félagsins. Viðræður við erlendu bankana miðast m.a. að því að skuldum verði breytt í hlutafé en skilmálar þeirra breytinga hugnast ekki Landsbankanum. Svo virðist sem íslensku bankarnir vilji ekki bara endurskipuleggja fjármál Norðurljósa heldur endurskipuleggja sjónvarpsmarkaðinn hér á landi með sameiningu Norðurljósa og Skjás eins.
Segja má að á hinum einkarekna sjónvarpsmarkaði hér á Íslandi séu annars vegar Norðurljós, stórt og öflugt sjónvarpsfyrirtæki sem rekur nokkrar áskrftasjónvarpsrásir, Stöð 2, Sýn, Bíórásin, Fjölvarpið ofl. og hefur að auki verulegar auglýsingatekjur. Þrátt fyrir mikla veltu fjármuna er fyrirtækið er skuldugt upp fyrir haus og núverandi eigendur hafa ekki burði til að takast á við skuldirnar. Hins vegar er vinsæl sjónvarpsrás, - Skár einn, sem er ókeypis en hefur einvörðungu tekjur af sölu auglýsinga. Sú stöð aflar lítils og eyðir litlu, - er við að skila hagnaði en er talsvert skuldug. Að baki Skjá einum eru tiltölulega fjársterkir aðilar sem gætu lagt fram aukið hlutafé í sameiginlegt rekstrarfélag sem fljótlega gæti orðið arðbært. Íslenskir bankar sem eiga kröur á Noðruljós og Skjá einn álíta, eins og fleiri, að eina vitið sé að sameina félögin, auka hlutafé og ná niður skuldum og einbeita sér að rekstri öflugs fyrrtækis sem byði fjölbreytta þjónustu í samkeppni við RÚV.

Ástæðan fyrir því að þetta hefur ekki gengið eftir er að ekki næst sátt um verðmæti eignarhlutanna í Norðurljósum. Bankarnir og aðstandendur Skjás eins telja verðmæti ekki mikil í ljósi mikilla skulda. Aðaleigendur Norðurljósa eru þessu ekki sammála. Þessi ágreiningur snýst að sjálfsögðu um fjármuni en þegar upp er staðið stendur slagurinn um hverjir munu fara með völdin í hinu sameiginlega fyrirtæki. Hverjir ná ráðandi stöðu eða meirihluta? Yrði það sveit Jóns Ólafssonar aðaleiganda Norðurljósa eða yrðu það Skjás eins-menn?

Málatilbúnaður Sigurðar G. Guðjónssonar, forstjóra Norðurljósa, með kærunni til Fjármálaeftirlits er slunginn og góður leikur. Í svona refskák, þegar skuldir eru miklar og fyrirtækið stefnir í gjaldþrot, er tvennt sem skiptir máli, - fjármunir og tími. Séu fjármunir ekki til reiðu þá er næstbesti kosturinn að skapa tíma til að reyna að afla fjármuna eða styrkja með einhverjum hætti stöðu sína. Það sem fyrir Sigurði G. og félögum vakir er að vinna tíma því um leið og innheimtur verða árangurslausar og fjárnáms- og gjaldþrotaferli fara af stað gengur klukkan á þá og það styttist í þann dag að þeir ráða ekki lengur för. Með kærunni til Fjármálaeftirlitsins nær hann að tefja allt ferlið.

Þá er málatilbúnaðurinn jafnframt pólitísk snilld því Sigurði G. tekst að tengja þessar tilfæringar fjármálastofnana þekktri andúð Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra á eigendundum Stöðvar 2 og þar með verður aðför bankanna liður í víðtæku samsæri stjórnmála- og peningaafla gegn Norðurljósum, - sem samkvæmt kenningunni er eini fjölmiðiðillinn sem stendur utan áhrifavalds Davíðs og sjálfstæðismanna. Þannig verður barátta Sigurðar G. og aðaleiganda Norðurljósa, Jóns Ólafssonar, fyrir að halda eignarhlutum sínum í stórskuldugu fyrirtæki, að baráttu fyrir sjálfstæðri sjónvarpsstöð sem lítur ekki ægivaldi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.

Það er ljóst að Sigurður G. og Norðurljós hafa snúið vörn í sókn eftir íslensku bankarnir hófu fyrr í sumar harðari innheimtuaðgerðir.

– pressan.is / Ásgeir Friðgeirsson

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli