Frétt

Stakkur 30. tbl. 2002 | 24.07.2002 | 08:56Þú skalt á Suðureyri!

Sveitarstjórnir eru sá þáttur stjórnsýslunnar sem gjarnan er talað um í sömu andránni og nauðsyn þess að færa ákvaraðanatöku nær íbúum sveitarfélaganna. Nú er svo komið að sveitarstjórnir bera ábyrgð á rekstri grunnskóla eftir að sá verkþáttur var fluttur frá til þeirra frá ríkinu. Ýmislegt hefur verið rætt um þann tilflutning enda mátti öllum vera ljós sú staðreynd að sveitarfélög á Íslandi eru mjög misjöfn að gerð. Íbúafjöldi þeirra er frá nokkrum tugum til þess að telja á annað hundrað þúsund. Á Vestfjörðum er nú svo komið að heildarfjöldi íbúa nær ekki átta þúsundum. Enn eru sveitarfélögin þar þó 11 talsins. Ísafjarðarbær er hið fjölmennasta og tekur til svæðis sem áður taldi þegar mest lét 11 sveitarfélög. Fyrir sameiningu 1996 voru þau þó aðeins sex. Snæfjallahreppur hafði áður sameinast Ísafjarðarkauspstað og Auðkúluhreppur sömuleiðis Þingeyrarhreppi. Enn fyrr hafði Eyrarhreppur sameinast Ísafirði og Grunnavíkurhreppur Snæfjallahreppi og síðar var eyðihreppurinn Sléttuhreppur lagður undir Ísafjörð.

Hvað hefur þessi þróun að gera með flutning grunnskólanas til sveitarfélaganna? Svarið er einfalt. Til þess að vera fær um taka að sér verkefni þurfa sveitarfélögin að hafa burði og getu til þess að ráða fram úr vandamálum og viðfangsefnum sem upp koma. Krafa íbúa til þjónustu grunnskólans hefur heldur vaxið við flutninginn. Deilur þær sem nú eru uppi sýnast glöggt dæmi um það. Foreldrar barna á Suðureyri sætta sig ekki við þá ákvörðun skólayfirvalda í Ísafjarðarbæ að grunnskólabörn þar eigi að sækja skólann á Suðureyri og megi því ekki sækja grunnskólann á Ísafirði. Sú ákvörðun að gera grunnskólanemendum á Suðureyri skylt að sækja skólann þar er að mörgu leyti skiljanleg. Meðan grunnskóla er haldið uppi þar er það eðlileg tilætlun sveitarstjórnar að grunnskólanemendur á Suðureyri sæki skólann á staðnum. En af hverju nú? Ef litið er til þess að átta börn þaðan hafa sótt skólann á Ísafirði undanfarin ár verður þessi tilskipan eftitektarverð. Ekki er að sjá að neitt hafi breyst nema ef vera skyldi að aukin ásókn nemenda frá Suðureyri sé í Grunnskólann á Ísafirði. Nú munu vera átján Suðureyrarbörn sem óska grunnskólagöngu á Ísafirði.

Tvennt vekur sérstaka athygli. Hið fyrra er að skólastjórinn á Suðureyri virðist koma af fjöllum. Hið síðara er er fullyrðing þeirra foreldra sem nú lýsa óánægju sinni með breytt fyrirkomulag. Þau segja fullum fetum að ekki sé tekið á einelti í grunnskólanum á Suðureyri. Einelti er nú orðið viðurkennt vandamál og enn fremur talið hafa áhrif til framtíðar á þau börn sem fyrir því verða. Sérfræðingar telja að taka þurfi á þessu mikla vandamáli strax og af fullri alvöru. Hvað sem öðru líður er brýnt að skólayfirvöld upplýsi hvað er á ferðinni og skýr svör fáist við því hvort ekki skuli ríkja jafnræði með nemendum grunnskóla í Ísafjarðarbæ óháð búsetu.

Fullyrðing stendur gegn fullyrðingu, en með hag grunnskólans og nemenda hans að leiðarljósi verður að upplýsa málið.


bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli