Frétt

bb.is | 23.07.2002 | 10:48Spennandi dagskrá Listasumars í Súðavík opinberuð

Súðavík á sumardegi. Ljósmynd: Mats Wibe Lund.
Súðavík á sumardegi. Ljósmynd: Mats Wibe Lund.
Dagskrá hins árlega Listasumars í Súðavík, sem fer fram helgina 8.-11. ágúst, hefur nú verið opinberuð og að vanda verður fjöldi forvitnilegra viðburða á dagskrá. Hátíðin hefst með námskeiði í gerð íkonamynda sem fer fram 7. og 8. ágúst. Þar kenna mægðurnar Sóley Veturliðadóttir og Sveinfríður Hávarðardóttir þessa mætu list, en allt efni í eina íkonamynd er innifalið í hóflegu námskeiðsgjaldi. Opinber setningarathöfn listasumarsins fer fram kl. 20 að kvöldi fimmtudagsins 8. ágúst við félagsheimili staðarins. Þar mun fulltrúi Listasumarsins flytja stutt ávarp. Því næst verður hátíðarfáni dreginn að húni og karamellum mun rigna af tröppunum. Hin árlega bíósýning í Súðavíkurbíói hefst stundarfjórðungi síðar, en að þessu sinni verður sýnd íslenska kvikmyndin Regína í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur.
Á föstudaginn ber hæst fjölskylduferð út á Folafót sem farin verður með Hornströndum ehf. Þar verða áhugasamir ferjaðir út í Folafót, en þaðan munu þeir ganga þriggja klukkustunda leið sem liggur yfir Fót og að Hesti. Þátttakendur verða síðan keyrðir þaðan heim til Súðavíkur. Fararstjóri er Barði Ingibjartsson. Göngulúnir Listasumarsgestir ættu ekki að láta sér leiðast þá um kvöldið, því kl. 22 hefjast tónleikar Sextetts Kristjönu Stefánsdóttur, jazzsöngkonunnar góðkunnu frá Selfossi, í sal Grunnskóla Súðavíkur. Með Kristjönu eru á ferð valinkunnir jazzarar og má meðal þeirra nefna píanóleikarann Agnar Má Stefánsson, trommarann Eric Qvick og kontrabassaleikarann Valdimar K. Sigurjónsson.

Klukkan 11 að morgni laugardagsins verður gengið um gamla þorpið í Súðavík undir leiðsögn Ragnars Þorbergssonar. Ragnar er kunnugur öllum krókum og kimum þar, en gengið verður frá mósaíklistaverkinu við Aðalgötu. Tveimur klukkustundum síðar hefst „Geislaglóð“, íþróttagleði ungmennafélagsins Geisla. Þar verður keppt í skemmtilegum íþróttagreinum fyrir alla fjölskylduna sem tveir súðvískir íþróttabrautarnemar hafa setið sveittir við að setja saman.

Kl. 14 verður Félagsmiðstöð Félags sumarbúa í Súðavík opnuð formlega í gamla pósthúsinu á staðnum. Þar hyggjast sumarbúar standa fyrir uppákomum á borð við sögukvöld og ljóðalestur fram á haust, en einnig verður félagsmiðstöðin vettvangur fyrir gesti til þess að sýna sig og sjá aðra.

„Dýrðleg veisla“ nefnist viðburður er hefst klukkan þrjú þennan dag í nýrri þjónustumiðstöð Súðavíkurhrepps. Þar munu tveir Súðvíkingar snæða mat frá sjö þjóðlöndum með viðeigandi tónlist með hverjum rétti. Sýningargestir geta fylgst með tilburðunum um leið og þeir þiggja mat af veisluborðinu, en ílátin sem þeir eru bornir fram í eru sýningargripir. Samhliða veislunni verður samsýning listakvennanna Ingiríðar Óðinsdóttur, Jónu Thors, Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur og Kristínar Ísleifsdóttur opnuð í þjónustumiðstöðinni.

Þá um kvöldið fer fram varðeldur og brekkusöngur í Súðavík, en í ár eru það Súðvíkingar sjálfir sem stýra herlegheitunum eins og þeim einum er lagið. Frosti Gunnarsson gegnir störfum brennustjóra, og Egill Heiðar Gíslason frá Grund og Stefán Kjartansson í Eyrardal stýra söngnum. Eftir varðeldinn skokka gestir í Grunnskóla Súðavíkur, kaupa sér sérlagaða súpu og brauð og hita þar upp fyrir ball kvöldsins í félagsheimili Súðvíkinga, en þar leikur hljómsveitin Bland í poka fyrir dansi. Súpusérfræðingur þessa Listasumars er Súðvíkingurinn góðkunni Esra Esrason.

Lokadagur hátíðarinnar hefst með fjölskylduguðsþjónustu í Súðavíkurkirkju, en að henni lokinni geta gestir matast í kaffihlaðborði á sal grunnskólans. Þar verður afrakstur íkonanámskeiðsins til sýnis auk þess sem leikararnir þjóðkunnu Björgvin Franz Gíslason og Þórunn Clausen sýna uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins á sögunni um Rauðhettu. Kaffihlaðborðið er síðasti dagskrárliður Listasumarsins að þessu sinni, en því verður formlega slitið klukkan fjögur á sunnudaginn og er þá búist við að undirbúningur fyrir fimm ára afmælishátíð Listasumarsins gangi í hönd.

Sem fyrr eru það Félag íslenskra hljómlistarmanna, Sumarbyggð í Súðavík og Súðavíkurhreppur sem bera veg og vanda af hátíðinni, en sérstakur framkvæmdastjóri hennar er Pálína Vagnsdóttir. Allar nánari upplýsingar um Listasumar í Súðavík má nálgast á heimasíðu Súðavíkurhrepps, www.sudavik.is.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli