Frétt

| 28.01.2000 | 11:57Sáttatillögum í málum sr. Gunnars hafnað

Gunnar Björnsson.
Gunnar Björnsson.
„Við vorum pínd inn í þennan feril og okkur finnst rétt að honum verði lokið með formlegum hætti", sagði einn málshefjenda í kærumálum sóknarbarna og sóknarnefnda gegn sr. Gunnari Björnssyni í Holti í samtali við Bæjarins besta. Samstaða var um að hafna framkomnum sáttatillögum í málinu. Meðal þess sem lagt var til, var að sr. Gunnar yrði settur niður á Bergþórshvoli í Landeyjum, þar sem prestssetur var lagt niður fyrir fáum árum, og látinn sinna þar „sérverkefnum", en kærumálin yrðu látin niður falla.
„Úrskurðarnefndinni ber að kveða upp úrskurð og við viljum einfaldlega fá botn í þetta mál", sagði viðmælandi blaðsins. „Við getum ekki fallist á að nefndin fái ótakmarkaðan tíma. Sá frestur sem tilskilinn er að öllum jafnaði er liðinn. Nú er aðeins eftir þriðjungur af þeim þriggja mánaða tíma sem sr. Gunnar var leystur frá starfi hér. Áður var búið að leita sátta. Það var gert þegar málið var í höndum fyrri nefndarinnar.

Ég er í sjálfu sér ekki að segja neitt um það að sáttatillögurnar hafi verið óaðgengilegar. Hins vegar voru þar atriði sem við höfum nákvæmlega ekkert um að segja. Það er ekki á valdi okkar hér að ákveða hvort séra Gunnar verður prestur á Bergþórshvoli eða ekki. Ef við ættum að taka slíkar ákvarðanir fyrir hönd Þjóðkirkjunnar, þá yrðum við að fá til þess sérstakt umboð ellegar taka biskupsvígslu."

Vegna ágreiningsmála þessara ákvað biskup Íslands fyrir tveimur mánuðum, að sr. Gunnar skyldi flytjast til bráðabirgða úr embætti sóknarprests í Holti í embætti sérþjónustuprests með aðsetur í Holti og sinna kirkjulegum verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun. Sú ráðstöfun gildir í þrjá mánuði frá 3. desember eða fram í byrjun mars og skal endurskoðuð innan þess tíma. Einnig getur hún komið til endurskoðunar „þyki niðurstaða áfrýjunarnefndar Þjóðkirkjunnar eða önnur atvik gefa tilefni til þess".

Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar fjallaði á sínum tíma um kærumál sóknarnefndar Holtssóknar og nokkurra sóknarbarna í Holtsprestakalli á hendur sr. Gunnari, vegna ætlaðra ávirðinga í starfi. Einnig beindust kærumál í nokkrum atriðum að eiginkonu prestsins. Niðurstöðum úrskurðarnefndar var vísað til áfrýjunarnefndar og komu þær til kasta hennar um miðjan desember. Í starfsreglum áfrýjunarnefndar segir, að úrskurður skuli „að jafnaði" kveðinn upp innan sex vikna frá því að mál berst.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli