Frétt

kreml.is - Sigurður Pétursson | 22.07.2002 | 16:24Selárdalsblús

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Við vestanverðan Arnarfjörð utanverðan liggja Ketildalir. Vegurinn liggur um Bíldudal, fallegt og friðsælt sjávarþorp sem hefur meðal annars að geyma dægurlagasafn Jóns Ólafssonar. Þá er haldið áfram út fjörðinn, og ekið fyrir grösuga dali sem opnast milli hárra og þungbúinna fjalla. Nöfnin eru í ætt við Arnarfjörðinn, hljómmikil og sterk: Hvestudalur, Hringsdalur, Feigsdalur. Og eftir rúmlega hálftíma akstur á virkilegum íslenskum malarvegi er komið í SELÁRDAL. Þar óma þjáningar íslensku þjóðarinnar úr berginu og þrautseigjan og lífskrafturinn úr grasinu.
Í Selárdal bjuggu forðum merkir prestar og höfðingjar, enda mikið útræði í nágrenninu og kirkjan fékk sinn toll frá fiskimönnunum sem reru á opnum bátum við opið haf, og þökkuðu máttarvöldunum afla sinn og líf með því að gefa til kirkjunnar tíunda hvern fisk sem veiddist (nema þeir hafi eins og við nútímamenn litið á þetta sem kvöð yfirvaldanna, en hlutverk yfirstéttanna hefur gegnum aldirnar verið að leggja álögur og gjöld á almúgann). Selárdalur þótti eitt besta brauð landsins og það voru aðeins heldri klerkar sem þar fengu ból.

Nú er öldin önnur. Selárdalur er kominn í eyði. Allt það líf og öll sú barátta sem þar var háð, er horfin á braut. Eftir standa tóftir og tún, hús og kirkjur sem eiga sér merkilega sögu. Að standa í Selárdal og anda að sér ómenguðu sjávarloftinu er sérstök tilfinning. Háir hamrar fjallanna horfa þungbúnir á þig eins og þeir vilji minna þig á örlög liðinna kynslóða. Þessi dalur hefur fóstrað háa sem lága, hefðarklerka og auðnuleysingja, hámenntað yfirvald og auðmjúkan listamann, háleita heimspekinga og kotkarla. Hér hafa skrítnir fuglar átt sinn vængjaslátt.

Á sautjándu öld sat í Selárdal séra Páll Björnsson, samtímamaður Brynjólfs biskups Sveinssonar. Páll var einn lærðasti maður landsins á sinni tíð og var sagður hafa hafnað biskupstign, fyrir Selárdalinn. Hann reiknaði út hnattstöðu Látrabjargs fyrir Konunglega breska vísindafélagið, sem hann átti í bréfasambandi við. Enginn smákall! En hann átti sér sína skuggahlið sem heldur nafni hans hátt á lofti um ókomna tíð. Séra Páll Björnsson og fjölskylda hans lét brenna fimm manns á báli fyrir galdra. Páll og kona hans Helga voru börn síns tíma, þau trúðu að sá vondi væri allsstaðar nálægur og útsendarar djöfulsins væru á hverju strái. Líka í Selárdal. Veikindi Helgu urðu til þess að þau létu brenna sveitunga sína á báli, brenna bæinn til ösku og byggja á ný, til að hreinsa burt afleiðingar galdra og djöfuldóms. Skuggi Páls hvílir yfir Selárdal. En þar eru líka bjartari skuggar.

„Það var lurkur“ sagði Gísli á Uppsölum í Stikluþætti Ómars Ragnarssonar. Og Gísli er orðinn að þjóðsagnapersónu. Frá bæjarhólnum í Selárdal sér maður um allan dalinn, og að Uppsölum. Húsakynnin eru ekki reisuleg, og tímans tönn er þegar tekin að vinna sitt verk, enda nokkur ár síðan Gísli skokkaði þar um völl. Kannski kaffifanturinn hans Gísla sé þar enn (en aðrir munir Gísla eru nú til sýnis í Byggðasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð). Smábóndi í stórum dal.

Fram á sjávarbökkunum er önnur kirkja. Einkakirkja og listaverkasafn Samúels Jónssonar sem bjó á Brautarholti í Selárdal allt til 1969. Listamaðurinn með barnshjartað er réttnefni. Úti á annesi, vestast í afskekktri sveit, í útkjálka Evrópu, bjó Samúel og reisti sín listaverk með eigin höndum. Hrærði steypuna og hellti í mót, yfir trégrindur sem hann smíðaði auðvitað sjálfur, lagaði og snyrti og bjó til einstæðar eftirlíkingar af listaverkum frá Róm, Grenada og fleiri stórborgum Evrópu. Hugurinn er háleitur, en efniviðurinn og efnistökin einföld. Ótrúlegur staður fyrir ótrúlegt listasafn. En hér er eyðileggingarmáttur veðurs og vinda auðsær. Verk Samúels Jónssonar liggja undir skemmdum. Samtök einstaklinga hafa gengið fram fyrir skjöldu til að reyna að bjarga verkunum frá tortímingu. Ekki hafa opinberir sjóðir opnað fyrir flóðgáttir sínar enn sem komið er, en hver veit. Vonandi tekst að varðveita þennan einstaka stað í sinni réttu mynd til minningar um útvörð vestrænnar listahefðar í vestfirskum eyðidal (kannski Evrópusambandið eigi einhvern sjóð fyrir list Samúels, hver veit?).

Það sem stingur þó meir í augun, er umgengnin við prestsetrið í Selárdal, þetta opinbera. Á staðnum er reisuleg timburkirkja, nokkuð dæmigerð íslensk sveitakirkja frá síðustu öld, byggð árið 1861, segir á Vestfjarðavefnum. Inni í kirkjunni er margt gamalla og merkilegra muna. Ekki gefst ferðamönnum þó kostur á að skoða þessa muni eða annað í Selárdalskirkju. Kirkjan er harðlæst, og enginn þar til staðar um ferðamannatímann. Hlerar fyrir gluggum, s

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli