Frétt

| 22.08.2000 | 10:58Enn óskað eftir svörum

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Í bréfi til Tekjustofnanefndar félagsmálaráðuneytsisins sl. föstudag óskar Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, eftir svörum við því, hvernig ríkisvaldið hyggist bregðast við fjárhagsvanda sveitarfélaga vegna sívaxandi kostnaðar við lögboðna þjónustu. Þungur tónn er í bréfinu enda er hér um að ræða þriðja bréf hans til nefndarinnar varðandi þessi mál. Hin fyrri voru rituð 11. október á síðasta ári og 29. júní í sumar.
Halldór segir m.a. í bréfi sínu nú:

„Á undanförnum mánuðum og misserum hefur Ísafjarðarbær ítrekað skrifað ráðuneytinu, Jöfnunarsjóði og Tekjustofnanefnd bréf, þar sem lýst er margvíslegum vanda vegna viðbótarútgjalda sem ekki hefur fengist leiðrétting á.

Í bréfi til Tekjustofnanefndar 11. okt. 1999 er því lýst, hvernig Ísafjarðarbær hefur orðið fyrir tuga milljóna króna útgjaldaauka á ári vegna verkefna sem sveitarfélögum hafa verið send frá ríkisvaldinu án þess að nýir tekjustofnar hafi komið á móti.“

Bæjarstjóri minnir síðan á fyrra bréf til nefndarinnar, þar sem því var lýst hvernig ríkisvaldið hefur notað undanþágur í lögum til að komast hjá að greiða Ísafjarðarbæ fasteignaskatta sem nema tugum milljóna króna á ári. Einnig minnir hann á lagakvöð um innlausn sveitarfélaga á félagslegum íbúðum, án þess að nokkuð bóli á viðunandi lausn. Á árunum 1992-99 greiddi Ísafjarðarbær þannig um 150 milljónir króna í meðlag með rekstri félagslega íbúðakerfisins sem ríkisvaldið kom á.

Síðan víkur bæjarstjóri að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga:

„Ítrekað hefur verið reynt að fá leiðréttingu á allt of lágu framlagi úr Jöfnunarsjóði við sameiningu sveitarfélaganna sex á norðanverðum Vestfjörðum. Jafnvel hefur ekki fengist leiðrétting þegar bent var á að í forsendum útreikninga hafi ekki öll atriði málsins verið tekin með.“

Niðurlag bréfs bæjarstjóra til Tekjustofnanefndar er svohljóðandi:

„Á fyrstu sjö mánuðum ársins hafa staðgreidd útsvör (frá Ríkisféhirði) dregist saman um 27 millj. kr. eða um 8% miðað við sama tímabil á árinu 1999. Miklar líkur eru á að tekjum af staðgreiðslu útsvars samkvæmt fjárhagsáætlun ársins verði ekki náð, en fyrstu spár sýna 40-50 millj. kr. frávik.

Ljóst er að í óefni stefnir hjá Ísafjarðarbæ og stofnunum hans á næstu misserum, komi ekki til nýir tekjustofnar til að standa undir lögboðinni þjónustu, greiða afborgarnir og vexti af lánum og kosta allra nauðsynlegustu fjárfestingar. Því er afar nauðsynlegt að ríkisvaldið svari þeirri áleitnu spurningu sveitarfélaganna, sérstaklega þeirra úti á landsbyggðinni, hvernig það hyggst bregðast við á komandi mánuðum.“

bb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli