Frétt

| 19.08.2000 | 13:57Arkitektúr á Íslandi

Hjallurinn í Vatnsfirði, sá eini sinnar gerðar sem varðveist hefur.
Hjallurinn í Vatnsfirði, sá eini sinnar gerðar sem varðveist hefur.
Birgit Abrecht arkitekt flytur á morgun erindi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um íslenska byggingarlist. Þar mun hún gefa innsýn í áhugaverðan arkitektúr á Íslandi með myndum og teikningum frá ólíkum tímabilum í byggingarsögu landsins. Auk þess fjallar hún nokkuð um byggingarsögu Ísafjarðar, þar sem finna má dæmi frá flestum tímabilum íslenskrar byggingarsögu. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, mun flytja inngangsorð.
Birgit Abrecht hefur rekið eigin teiknistofu í Þýskalandi í rúman áratug. Hún hefur verið tíður gestur á Íslandi og erindi sitt, sem hefst kl. 17 á morgun, flytur hún á íslensku. Yfirskrift þess er Frá torfhúsum til nútíma byggingarlistar – ferð um íslenska byggingarsögu.

Eftir Birgit Abrecht kom nýlega út hjá Máli og menningu bókin Arkitektúr á Íslandi, sem er handhægt leiðsögurit í máli og myndum og sýnir þverskurð íslenskrar byggingarlistar að fornu og nýju. Hún er gefin út á íslensku, ensku og þýsku og hentar jafnt heimamönnum sem erlendum gestum. Bókin verður til sölu í Edinborgarhúsinu á sérstöku kynningarverði þegar höfundurinn flytur erindi sitt. Jafnframt er hún bók mánaðarins hjá Máli og menningu og fæst í Bókhlöðunni á Ísafirði. Bókin er handhæg í meðförum og þægileg til notkunar á ferðalögum um landið.

Í formála bókar sinnar segir Birgit Abrecht: „Hugmyndin að þessari leiðsögubók um byggingarlist þróaðist á ferðum mínum um Ísland og við kynni af þarlendum byggingum. Í ýmsum ritum var að vísu að finna lýsingar á einstökum byggingum en hvergi var til á einum stað umfjöllun um mannvirkin öll. Í þessari bók er því teflt saman og lýst 150 byggingum á öllu landinu sem skipta máli, hver með sínum hætti, í sögu íslenskrar húsagerðarlistar.“

Ýmsar byggingar á Vestfjörðum koma við sögu í bókinni. Sérstakir kaflar eru um þorpið í Flatey, Neðstakaupstað á Ísafirði og byggingar Samúels Jónssonar í Selárdal við Arnarfjörð. Auk þess er fjallað um einstakar byggingar af svo ólíku tagi sem þurrkhjall í Vatnsfirði við Djúp, vindmylluna í Vigur, kúluhúsið á Ísafirði, Bíldudalskirkju og Sorpbrennsluna Funa á Ísafirði, svo að dæmi séu tekin.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli