Frétt

Jóhanna Sigurðardóttir | 13.07.2002 | 15:3434 milljarða króna skattsvik?

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Áætlað er að undandráttur frá skatti sé um 5% af landsframleiðslu eða um 34 milljarðar króna miðað við landsframleiðslu ársins 2002. Á síðasta Alþingi var samþykkt tillaga Samfylkingarinnar, sem ég beitti mér fyrir, um úttekt á umfangi skattsvika og dulinni efnahagsstarfsemi. Leggja á mat á hvernig þau hafi þróast frá árinu 1993 eftir skatttegundum, atvinnugreinum, landssvæðum og í samanburði við aðrar þjóðir og hvert tekjutap ríkis og sveitarfélaga hafi verið af þessum sökum.
Niðurstöður 1. júlí 2003

Markmiðið er jafnframt að greina helstu ástæður skattundandráttar og að hve miklu leiti megi rekja hann til skattalaga annars vegar og skattframkvæmda hins vegar. Leggja á fram tillögur til úrbóta og meta hvort og á hvaða sviðum efla þurfi skatteftirliti og skattrannsóknir og hvaða ávinningi það geti skilað í auknum skatttekjum. Í þessu skyni á fjármálaráðherra að skipta starfshóp m.a. með aðild ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra, sem skila á niðurstöðu fyrir 1. júlí á næsta ári.

Umfang skattsvika

Tvívegis hefur umfang skattsvika verið kannað. Í samræmi við þingsályktun Alþingis sem ég flutti var á árinu 1984 skipaður starfshópur til að sinna því verkefni og aftur á árinu 1992. Niðurstaðan í fyrri úttektinni var sú að ætla mætti að umfang dulinnar starfsemi hérlendis væri á bilinu 5-7% af landsframleiðslu. Niðurstaðan á árinu 1992 var sú að áætlaðar óframtaldar tekjur hafi numað sem svarar tæpum 4 ¼ af landsframleiðslu. Þetta samsvaraði því á árinu 1992 að 16 milljarðar króna hefðu ekki verið gefnar upp til skatts. Ef mið er tekið af þessu og að skattundandráttur á árinu 2000 hefði verið 5% af landsframleiðslu er um að ræða 34 milljarða í tekjutap miðað við landsframleiðslu á því ári. Í framhaldi af þessum úttektum voru gerðar verulegar endurbætur á skatteftirliti og skattrannsóknum m.a. komið á fót embætti skattrannsóknarstjóra. Mikill árangur hefur í kjölfar þess náðst í hertu skatteftirliti og fjölgun mála sem tekin hafa verið til rannsóknar og skilað sér í umtalsvert auknum tekjum í ríkissjóð.

Ástæður nýrrar úttektar á umfangi skattsvika

Í nýlegri skýrslu um meðferð skattsvikamála koma fram verulegar efasemdir um að virðisaukaskattur skili sér nægjanlega vel í ríkissjóð. Ásetningur virðist til að dylja brotin með skjalafalsi. Ýmislegt hefur líka breyst í atvinnulífinu og skattaumhverfi fyrirtækja frá því síðasta úttekt á skattsvikum fór fram á árinu 1992. Umsvif fyrirtækja og fjármálaviðskipta hefur vaxið mikið og tekið verulegum stakkaskiptum með auknu frjálsræði á fjármagnsmarkaði, opnara þjóðfélagi og sívaxandi alþjóðavæðingu. Fjármagnsflæði milli landa er vaxandi þáttur atvinnulífisins og hafa skapast möguleikar á að skrá fyrirtæki erlendis og reikningsfæra umsvif fyrirtækja á erlendum vettvangi, m.a. til skattahagræðis. Rekstrarformi fyrirtækja hefur verið breytt og hlutafélagavæðing aukist, auk þess sem hægt hefur verið að stofna einkahlutfélög, sem hefur fjölgað gífurlega á undanförnum árum. Á það hefur verið ítrekað bent, m.a. af skattyfirvöldum, að með stofnun einkahlutafélaga skapist möguleiki á því að eigendur taki hluta launa sinna út í arðgreiðslum og greiði af þeim einungis 10% í stað 38% skatt. Mismunandi skattprósenta eftir uppruna tekna býður uppá allskonar skattundandrátt sem nauðsynlegt er að skoða nánar. Af ofangreindu er ljóst að ný úttekt á umfangi skattsvika er nauðsynleg nú 10 árum eftir að hún fór síðast fram, enda er það til þess fallið að veita aðhald og opna fyrir möguleika á endurbótum í öllu skatteftirliti, því sífellt þarf að endurskoða og meta nýjar baráttuaðferðir gegn skattsvikum.

Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður.

Pistillinn birtist á heimasíðu Jóhönnu.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli