Frétt

Jón Bjarnason, alþm. | 10.07.2002 | 14:32Góð póstþjónusta er grunnstoð byggðar

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Það var mjög vanhugsað að skipta Pósti og síma upp í tvö óskyld fyrirtæki fyrir nokkrum árum. Þessi tvíþætta fjarskiptaþjónusta hafði verið byggð upp saman í dreifbýlu landi og naut hvor þáttur styrks hvors annars með mjög góðum árangri. Þessum ávinningi var síðan kastað á glæ um leið og fyrirtækinu var skipt í sundur og þess var vandlega gætt að hvorki póstur né sími nyti styrks eða þjónustu hins þó slíkt yki almannahag.
Síðan voru fyrirtækin hlutafélagavædd og nú var þjónustuskyldan ekki lengur í fyrirrúmi, heldur krafan um að fjármagnið sem lá í þessum fyrirtækjum skilaði arði til eigandans. Því næst var gerð tilraun til að selja Landsímann úr höndum þjóðarinnar þvert gegn vilja hennar og helst úr landi. Fréttir af gífurlegu peningasvindli og gjaldþrotum alþjóðlegra fjarskiptafyrirtækja þessa dagana færir okkur heim sanninn um hversu heppin við vorum að sala Landssímans skyldi klúðrast. Vonandi verður ekki hreyft við henni aftur í bráð.

Samgönguráðherra ber ábyrgð á póstþjónustunni

Þótt póstþjónustan hafi verið hlutafélagavædd með stofnun Íslandspósts h.f., er hún þó áfram að fullu í eigu ríkisins. Samgönguráðherra ber því ábyrgð á málefnum póstþjónustunnar. Og mikið rétt. Í lögum um póstþjónustu er kveðið á um skyldu ríkisvaldsins til þess að ábyrgjast almenna og góða póstþjónustu á viðráðanlegu verði. Íslandspósti ber að leggja gjaldskrárbreytingar fyrir Póst- og fjarskiptastofnun, sem líka er ríkisstofnun sem starfar á ábyrgð samgönguráðherra. Reynist ekki unnt að láta gjaldskrá einstakra þjónustuþátta standa undir nauðsynlegum kostnaði er hægt að styrkja þjónustuna með framlagi úr sérstökum jöfnunarsjóði. Alþingi getur einnig ákveðið að veita fé á fjárlögum til að standa undir eða lækka gjaldskrá á ákveðnum þáttum í póstþjónustunni. Í þessu ljósi koma umræður síðustu daga um breytingar á póstþjónustunni og stórhækkun gjaldskrár nokkuð spánskt fyrir sjónir.

Að hagræða sig í hel

Samkvæmt fréttum hefur Íslandspóstur ákveðið að hækka almenna gjaldskrá um 8-9% að meðaltali og suma flokka enn meir. Þá er boðuð stórhækkun á burðargjaldi blaða og tímarita. Nánast er verið að skera þennan þátt póstþjónustunnar af, ef af hækkununum verður. Það er víst að framkvæmdastjóri Íslandspósts hefur ekki einhliða rétt til að hækka verð á þjónustu póstsins eins og boðað er þessa dagana. Framkvæmdastjórinn ætti að tala fyrst við yfirmann sinn og þann sem fer með hlutabréf ríkisins, samgönguráðherrann, áður en hann talar við launþegahreyfinguna eða blaðaútgefendur um gjaldskrárhækkunina.

Þetta vekur ýmsar spurningar. Hún er svo undarleg þessi hagræðing stjórnvalda í póstþjónustunni. Svo virðist sem markmið hagræðingarinnar sé að hagræða alla þjónustuna í hel. Þá er líklega fullum sparnaði náð, þegar engin þjónusta er eftir. Iðulega berast fréttir af lokun pósthúsa, uppsögnum starfsfólks með áratuga reynslu og sem kann til verka og af póstberum sem eru að sligast undan stöðugt meiri vegalengdum sem hverjum er ætlað að sjá um.

Hvar er póstmálaráðherrann

Það er hlutverk samgönguráðherrans að ræða við launþegahreyfinguna um hækkun á þjónustugjöldum. Reyndar spyr maður sig að því, hvar samgönguráðherrann sé þegar póstmálin eru til umræðu. Æ ofan í æ kinoka stjórnvöld sér við því að axla ábyrgð á þjónustu og verðlagningu Íslandspóst hf.

Svo mikil er firrð samgönguráðherrans í málefnum póstsins að það er þingflokksformaður Framsóknarflokksins sem kveður upp úr með, að þessar hækkanir sem Íslandspóstur boðar gangi alls ekki upp og fullyrðir, að mikill þingmeirihluti sé fyrir því að ríkið niðurgreiðu þjónustu Íslandspósts um 70 miljónir á ári til að tryggja eðlilegan dreifingarkostnað blaða. Og það er hann sem leggst gegn því að boðuð hækkun komi til framkvæmda. Hvar er samgönguráðherrann? Hvað segir hann? Þetta er jú hans málaflokkur. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð sína og tryggja góða póstþjónustu í landinu á „viðráðanlegu verði“ eins og segir í lögum um póstþjónustu?

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli