Frétt

mbl.is | 09.07.2002 | 16:06Sýknað af ákæru fyrir höfundarréttarbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann og konu af ákærum um brot á höfundalögum vegna útgáfu á tveimur geisladiskum árin 1999 og 2000. Einnig var því hafnað að hald væri lagt á 53 eintök af öðrum geisladiskum sem enn voru óseld þegar málið var kært á síðasta ári. Þá var bótakröfu Nordisk Copyright Bureau, fyrir hönd rétthafa tónlistar og texta, vísað frá.
Annars vegar var um að ræða hljómplötuna Ferðafélagi barnanna ´99. Til stóð að á þeirri plötu yrðu aðeins lög sem ekki væru varin af höfundarrétti en eftir að sala á diskinum hófst reyndist eitt lagið vera höfundarréttarvarið og nafns höfundar lagsins var ekki getið á plötunni. Fyrir rétti sagðist útgefandinn hafa, eftir að þetta kom í ljós, sótt um heimild hjá STEFi fyrir útgáfunni, fengið sent eyðublað og fyllt það út, en fengið synjun. Skýringarnar voru þær að vegna eldri skulda væri ekki fallist á þetta en útgefandinn hafði gefið út samskonar hljómplötur árin á undan og var höfðað mál vegna stórfelldra höfundarréttarlagabrota í tengslum við þá útgáfu. Útgefandinn hélt samt sölu á diskinum áfram, þrátt fyrir höfnun STEFs.

Héraðsdómur taldi ekki að sú háttsemi ákærða að gefa út geisladisk með umræddu lagi og sú vanræksla að geta ekki nafns höfundar þess teldist í þessu tilviki vera stórkostlegt gáleysi. Hins vegar hafi útgefandanum hlotið að vera ljóst, að með því að halda áfram að bjóða geisladiskana til sölu eftir að honum hlaut að vera ljóst að um réttarbrot var að ræða og heimild til útgáfu fékkst ekki, að hann var með því að brjóta höfundalög. Honum var hins vegar ekki gerð sérstök refsing.

Árið eftir ákvað sambýliskona útgefandans að gefa út geisladiskinn Á ferð og flugi. Sótti hún um útgáfuleyfi til STEFs, fyrir hönd Nordisk Copyright Bureau, NCB, vegna laga á diskinum fyrir frumútgáfu disksins. Fyrsta upplag var 3000 eintök og í kjölfarið var pantað 3000 diska aukaupplag hjá fyrirtæki í Þýskalandi sem pressaði diskinn en vegna ýmissa tafa barst það ekki. Gripu konan og maðurinn þá til þess ráðs að láta pressa 2000 diska hjá íslensku fyrirtæki og töldu sig hafa fengið munnlega heimild hjá STEFi fyrir þeirri útgáfu. STEF taldi hins vegar að endurútgáfan hafi verið án heimildar rétthafa höfundarréttar tónverka og texta á diskinum.

Héraðsdómur segir að af málsatvikum verði ekki annað ráðið en að ákærðu hafi haft vilja til þess að standa rétt að málum. Atburðir sem þau áttu ekki sök á urðu hins vegar til þess að þau komust í úlfaklemmu með starfsemi sína. Er þar annars vegar vísað til þess óeðlilega langan tíma tók að endurskoða upphaflegan reikning fyrir eintökunum 3000 hjá NCB í Kaupmannahöfn og hins vegar til mikillar tafar sem varð á annarri fjölföldun. Þykir dómnum þetta styðja þá niðurstöðu að ekki hafi verið um að ræða ásetning hjá ákærðu um að komast á laun yfir aukaeintök sem ekki væri heimild fyrir. Þótt gálaust hafi verið hjá manninum í ljósi fyrri málaferla að halda sölu áfram þegar tafir urðu á formlegu leyfi, verði það, eins málið sé vaxið, ekki metið honum til stórkostlegs gáleysis. Voru hann og sambýliskona hans, sem og fyrirtækið sem skráð var fyrir útgáfunni, sýknuð af ákærunni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli